Hvers vegna rækta bændur ekki meira korn á Íslandi? Egill Gautason, Helgi Eyleifur Þorvaldsson og Hrannar Smári Hilmarsson skrifa 8. apríl 2022 10:30 Kornrækt á Íslandi hefur dregist saman síðustu ár eftir allhraðan vöxt á fyrsta áratug aldarinnar. Megnið af kornvöru er flutt inn til landsins, bæði til fóðurframleiðsu og manneldis, og eru birgðargeymslur Íslendinga agnarsmáar. Þær geyma um 4-6 vikna lager og eru einkum í eigu fóðurframleiðenda. Langvarandi brestur í aðfangakeðju gæti því leitt til skorts á þessari vöru og stríðið í Úkraínu minnir rækilega á að til þessa gæti komið næstu misserin. Til að auka kornrækt er nauðsynlegt að stórefla kynbætur á korni til að aðlaga það íslenskum aðstæðum og hækka ræktunarstyrki til samræmis við það sem tíðkast í nágrannalöndum, en fleira kemur til. Markaðslegir þættir eru að okkar mati ein helsta ástæða þess að ekki er meira korn ræktað hérlendis. Innlend viðskipti með korn eru afar takmörkuð. Stærstur hluti af íslenskri kornframleiðslu er notaður sem fóður innan bús og hér á landi er ekki til félag sem getur keypt og geymt korn í miklum mæli. Bændur hafa því ekki tryggingu fyrir að geta selt korn sitt, og þar af leiðandi er framleiðsla kornbænda aðeins lítill hluti af innlendri eftirspurn. Meðal flestra þjóða eru starfandi kornsamlög sem hafa tök á að geyma miklar birgðir af korni. Slík samlög auka fæðuöryggi til muna. Félög þessi kaupa korn frá bændum samkvæmt verðskrá, þurrka það og selja til kaupenda, t.d. til möltunar, fóður- eða matargerðar. Félögin eru ýmist í einkaeigu eða eru rekin sem samvinnufélög. Lager félaganna getur orðið stór og myndað tækifæri fyrir fjárfesta til að festa fé tímabundið í kornvöru á svokölluðum hrávörumörkuðum. Ekkert kornsamlag er starfrækt á Íslandi og því er um markaðsbrest að ræða, enda er eftirspurn eftir vörunni mikil en framboðið lítið sem ekkert. Þetta mætti bera saman við aðstæður þar sem íslensk mjólkur- og kjötframleiðsla hefði ekki sláturfélög og mjólkursamlög til að kaupa og vinna vörur bænda. Nauðsynlegt er að ríkið framkvæmi fýsileikagreiningu á eflingu kornmarkaðar með stofnun íslensks kornsamlags. Í slíkri greiningu þyrfti að kanna áhuga bænda til verkefnisins, mögulega staðsetningu, kostnað við uppbyggingu, möguleg rekstrar- og viðskiptaform, eignarhald, sölumöguleika og fleira, ásamt hefðbundnum áhættumatsgreiningum. Mikilvægt væri að leita ráðgjafar frá erlendum aðilum sem þekkja til slíkrar starfsemi. Fordæmi eru fyrir þessari leið en ríkið ríkið hefur áður komið að skipulagningu og lagasetningu um afurðasölu bænda til hagsbóta fyrir almenning og bændur. Að okkar mati er þetta mál mikilvægt fyrir þjóðaröryggi og skref til aðlögunar íslensks landbúnaðar að loftslagsbreytingum. Undirritaðir hafa sent minnisblað til matvælaráðherra um mál þetta. Grein þessi birtist upphaflega í Bændablaðinu. Helgi Eyleifur Þorvaldsson, aðjúnkt / brautarstjóri í búfræði LbhÍHrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt LbhÍEgill Gautason, doktorsnemi í kynbótafræðum við Háskólann í Árósum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Kornrækt á Íslandi hefur dregist saman síðustu ár eftir allhraðan vöxt á fyrsta áratug aldarinnar. Megnið af kornvöru er flutt inn til landsins, bæði til fóðurframleiðsu og manneldis, og eru birgðargeymslur Íslendinga agnarsmáar. Þær geyma um 4-6 vikna lager og eru einkum í eigu fóðurframleiðenda. Langvarandi brestur í aðfangakeðju gæti því leitt til skorts á þessari vöru og stríðið í Úkraínu minnir rækilega á að til þessa gæti komið næstu misserin. Til að auka kornrækt er nauðsynlegt að stórefla kynbætur á korni til að aðlaga það íslenskum aðstæðum og hækka ræktunarstyrki til samræmis við það sem tíðkast í nágrannalöndum, en fleira kemur til. Markaðslegir þættir eru að okkar mati ein helsta ástæða þess að ekki er meira korn ræktað hérlendis. Innlend viðskipti með korn eru afar takmörkuð. Stærstur hluti af íslenskri kornframleiðslu er notaður sem fóður innan bús og hér á landi er ekki til félag sem getur keypt og geymt korn í miklum mæli. Bændur hafa því ekki tryggingu fyrir að geta selt korn sitt, og þar af leiðandi er framleiðsla kornbænda aðeins lítill hluti af innlendri eftirspurn. Meðal flestra þjóða eru starfandi kornsamlög sem hafa tök á að geyma miklar birgðir af korni. Slík samlög auka fæðuöryggi til muna. Félög þessi kaupa korn frá bændum samkvæmt verðskrá, þurrka það og selja til kaupenda, t.d. til möltunar, fóður- eða matargerðar. Félögin eru ýmist í einkaeigu eða eru rekin sem samvinnufélög. Lager félaganna getur orðið stór og myndað tækifæri fyrir fjárfesta til að festa fé tímabundið í kornvöru á svokölluðum hrávörumörkuðum. Ekkert kornsamlag er starfrækt á Íslandi og því er um markaðsbrest að ræða, enda er eftirspurn eftir vörunni mikil en framboðið lítið sem ekkert. Þetta mætti bera saman við aðstæður þar sem íslensk mjólkur- og kjötframleiðsla hefði ekki sláturfélög og mjólkursamlög til að kaupa og vinna vörur bænda. Nauðsynlegt er að ríkið framkvæmi fýsileikagreiningu á eflingu kornmarkaðar með stofnun íslensks kornsamlags. Í slíkri greiningu þyrfti að kanna áhuga bænda til verkefnisins, mögulega staðsetningu, kostnað við uppbyggingu, möguleg rekstrar- og viðskiptaform, eignarhald, sölumöguleika og fleira, ásamt hefðbundnum áhættumatsgreiningum. Mikilvægt væri að leita ráðgjafar frá erlendum aðilum sem þekkja til slíkrar starfsemi. Fordæmi eru fyrir þessari leið en ríkið ríkið hefur áður komið að skipulagningu og lagasetningu um afurðasölu bænda til hagsbóta fyrir almenning og bændur. Að okkar mati er þetta mál mikilvægt fyrir þjóðaröryggi og skref til aðlögunar íslensks landbúnaðar að loftslagsbreytingum. Undirritaðir hafa sent minnisblað til matvælaráðherra um mál þetta. Grein þessi birtist upphaflega í Bændablaðinu. Helgi Eyleifur Þorvaldsson, aðjúnkt / brautarstjóri í búfræði LbhÍHrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt LbhÍEgill Gautason, doktorsnemi í kynbótafræðum við Háskólann í Árósum
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun