Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Njarðvík 51-72| Njarðvík tók forystuna eftir stórsigur í Dalhúsum Andri Már Eggertsson skrifar 10. apríl 2022 20:31 Aliyah A'taeya Collier fór á kostum í síðasta leik liðanna. Vísir/Bára Dröfn Njarðvík vann þriðja leikinn í einvíginu gegn Fjölni með 21 stigi 51-72. Fyrri hálfleikur Njarðvíkur var frábær sem skilaði gestunum 24 stiga forystu í hálfleik og heimakonum tókst engan veginn að vinna niður það forskot. Njarðvík mætti inn í leikinn með blússandi sjálfstraust eftir að hafa jafnað einvígið 1-1 með sigri í Ljónagryfjunni. Gestirnir keyrðu yfir deildarmeistarana strax á fyrstu fimm mínútunum og var munurinn orðinn tíu stig 5-15. Fjölnir reyndi að skjóta sig inn í leikinn með þristum í fyrsta leikhluta en það virkaði um stutta stund en síðan þróaðist varnarleikur Njarðvíkur og lokaði á það. Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, sagði fyrir leik að það var erfitt að eiga við Njarðvík í Ljónagryfjunni þar sem heimakonur hittu afar vel. Sama var upp á teningum í fyrsta leikhluta en Njarðvík hitti úr tíu af tólf tveggja stiga skotum á meðan Fjölnir hitti úr einu skoti af níu teknum. Fjölnir fann sig aðeins betur í öðrum leikhluta en Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, tók svo leikhlé og það kveikti aftur á Njarðvíkurkonum sem enduðu fyrri hálfleik á 4-14 áhlaupi og voru gestirnir 24 stigum yfir í hálfleik 25-49. Fjölnir byrjaði á loftbolta í fyrstu sókn síðari hálfleiks og var sjáanlegt að sjálfstraust deildarmeistaranna hefur verið á hraðri niðurleið eftir sigur í fyrsta leik. Fjölnir náði aðeins að stoppa í götin varnarlega og hélt Njarðvík í aðeins þrettán stigum. Fjölnir gerði einu stigi meira sem var meira en liðið hafði gert í fyrsta og öðrum leikhluta en langt frá því að vera nægilega gott áhlaup til að ógna forskoti Njarðvíkur. Iva Bosnjak, leikmaður Fjölnis, var ekki á því að kasta inn handklæðinu í fjórða leikhluta og setti tvo þrista í röð og munurinn kominn niður í 16 stig þegar fimm mínútur voru eftir. Þetta áhlaup Fjölnis reyndist ekki merkilegra en sex stig og Njarðvík tók aftur leikinn í sínar hendur sem skilaði stórsigri 51-72. Af hverju vann Njarðvík? Fyrri hálfleikur Njarðvíkur var stórkostlegur á báðum endum vallarins. Njarðvík þvingaði Fjölni í erfið skot sem gerði það að verkum að Fjölnir hitti ekki neitt á meðan Njarðvík hitti afar vel úr sínum skotum. Njarðvík var 24 stigum yfir í hálfleik og þá var leikurinn einfaldlega búinn. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah A'taeya Collier, leikmaður Njarðvíkur, fór á kostum og gerði 19 stig, tók 17 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og skilaði 37 framlagspunktum. Lavína Joao Gomes De Silva, leikmaður Njarðvíkur, átti einnig góðan leik en hún gerði 18 stig og tók 9 fráköst. Hvað gekk illa? Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, sagði að Sanja Orozovic hafi átt afar lélegan leik og er hægt að taka undir það. Sanja gerði 1 stig, endaði með -5 framlagspunkta og með hana inn á vellinum tapaði Fjölnir með 25 stigum. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst á miðvikudaginn í Ljónagryfjunni klukkan 20:15. Halldór: Sanja Orozovic hefur átt þrjá lélega leiki í röð Halldór Karl var súr með tap kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, var afar svekktur með annað tapið í röð í einvíginu gegn Njarðvík. „Skotnýtingin okkar var léleg. Eftir fyrsta leikhluta spiluðum við góða vörn en skotnýtingin er það sem tapar þessum leik og erum við að fá góð færi sem okkur tekst ekki að setja ofan í körfuna,“ sagði Halldór Karl svekktur eftir leik. Fjölnir var 24 stigum undir í hálfleik og hefði Halldór viljað sjá Fjölni gera meira í seinni hálfleik til að minnka forskot Njarðvíkur. „Það vantaði Sanju Orozovic algjörlega í leiknum. Hún hefur núna spilað þrjá leiki í röð þar sem hún verður að fara að gera betur. Hún hefur verið ein sú mikilvægasta í vetur en er á algjörum núll punkti þessa stundina.“ „Kaninn okkar Aliyah Daija Mazyck spilaði með 39 stiga hita og skilaði betra framlagi heldur en Sanja.“ Halldór taldi Fjölni þurfa að skerpa á andlegu hliðinni og sagði hann að lokum að Fjölnir muni gera allt til að fá oddaleik á heimavelli. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Fjölnir UMF Njarðvík
Njarðvík vann þriðja leikinn í einvíginu gegn Fjölni með 21 stigi 51-72. Fyrri hálfleikur Njarðvíkur var frábær sem skilaði gestunum 24 stiga forystu í hálfleik og heimakonum tókst engan veginn að vinna niður það forskot. Njarðvík mætti inn í leikinn með blússandi sjálfstraust eftir að hafa jafnað einvígið 1-1 með sigri í Ljónagryfjunni. Gestirnir keyrðu yfir deildarmeistarana strax á fyrstu fimm mínútunum og var munurinn orðinn tíu stig 5-15. Fjölnir reyndi að skjóta sig inn í leikinn með þristum í fyrsta leikhluta en það virkaði um stutta stund en síðan þróaðist varnarleikur Njarðvíkur og lokaði á það. Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, sagði fyrir leik að það var erfitt að eiga við Njarðvík í Ljónagryfjunni þar sem heimakonur hittu afar vel. Sama var upp á teningum í fyrsta leikhluta en Njarðvík hitti úr tíu af tólf tveggja stiga skotum á meðan Fjölnir hitti úr einu skoti af níu teknum. Fjölnir fann sig aðeins betur í öðrum leikhluta en Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, tók svo leikhlé og það kveikti aftur á Njarðvíkurkonum sem enduðu fyrri hálfleik á 4-14 áhlaupi og voru gestirnir 24 stigum yfir í hálfleik 25-49. Fjölnir byrjaði á loftbolta í fyrstu sókn síðari hálfleiks og var sjáanlegt að sjálfstraust deildarmeistaranna hefur verið á hraðri niðurleið eftir sigur í fyrsta leik. Fjölnir náði aðeins að stoppa í götin varnarlega og hélt Njarðvík í aðeins þrettán stigum. Fjölnir gerði einu stigi meira sem var meira en liðið hafði gert í fyrsta og öðrum leikhluta en langt frá því að vera nægilega gott áhlaup til að ógna forskoti Njarðvíkur. Iva Bosnjak, leikmaður Fjölnis, var ekki á því að kasta inn handklæðinu í fjórða leikhluta og setti tvo þrista í röð og munurinn kominn niður í 16 stig þegar fimm mínútur voru eftir. Þetta áhlaup Fjölnis reyndist ekki merkilegra en sex stig og Njarðvík tók aftur leikinn í sínar hendur sem skilaði stórsigri 51-72. Af hverju vann Njarðvík? Fyrri hálfleikur Njarðvíkur var stórkostlegur á báðum endum vallarins. Njarðvík þvingaði Fjölni í erfið skot sem gerði það að verkum að Fjölnir hitti ekki neitt á meðan Njarðvík hitti afar vel úr sínum skotum. Njarðvík var 24 stigum yfir í hálfleik og þá var leikurinn einfaldlega búinn. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah A'taeya Collier, leikmaður Njarðvíkur, fór á kostum og gerði 19 stig, tók 17 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og skilaði 37 framlagspunktum. Lavína Joao Gomes De Silva, leikmaður Njarðvíkur, átti einnig góðan leik en hún gerði 18 stig og tók 9 fráköst. Hvað gekk illa? Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, sagði að Sanja Orozovic hafi átt afar lélegan leik og er hægt að taka undir það. Sanja gerði 1 stig, endaði með -5 framlagspunkta og með hana inn á vellinum tapaði Fjölnir með 25 stigum. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst á miðvikudaginn í Ljónagryfjunni klukkan 20:15. Halldór: Sanja Orozovic hefur átt þrjá lélega leiki í röð Halldór Karl var súr með tap kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, var afar svekktur með annað tapið í röð í einvíginu gegn Njarðvík. „Skotnýtingin okkar var léleg. Eftir fyrsta leikhluta spiluðum við góða vörn en skotnýtingin er það sem tapar þessum leik og erum við að fá góð færi sem okkur tekst ekki að setja ofan í körfuna,“ sagði Halldór Karl svekktur eftir leik. Fjölnir var 24 stigum undir í hálfleik og hefði Halldór viljað sjá Fjölni gera meira í seinni hálfleik til að minnka forskot Njarðvíkur. „Það vantaði Sanju Orozovic algjörlega í leiknum. Hún hefur núna spilað þrjá leiki í röð þar sem hún verður að fara að gera betur. Hún hefur verið ein sú mikilvægasta í vetur en er á algjörum núll punkti þessa stundina.“ „Kaninn okkar Aliyah Daija Mazyck spilaði með 39 stiga hita og skilaði betra framlagi heldur en Sanja.“ Halldór taldi Fjölni þurfa að skerpa á andlegu hliðinni og sagði hann að lokum að Fjölnir muni gera allt til að fá oddaleik á heimavelli. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti