Á níunda hundrað viðburða í Hörpu í fyrra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2022 20:56 Tæplega níu hundruð viðburðir voru haldnir í Hörpu í fyrra. Vísir/Vilhelm Alls voru 867 viðburðir haldnir í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í fyrra þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru. Tekjutap samstæðunnar nam 162,2 milljónum króna, um 20 milljónum minna en árið á undan. Rekstrarárið hjá Hörpu í fyrra markaðist af heimsfaraldri og síbreytilegum samkomutakmörkunum, sem skýrir tekjutap hennar sem nam rúmum 160 milljónum króna. Þetta segir í tilkynningu frá Hörpu, sem gaf út samstæðureikning sinn fyrir rekstrarárið 2021 í dag. Heildartekjur Hörpu á árinu voru 782,5 milljónir króna samanborið við 513,6 milljónir króna árið á undan. Það er þó talsvert minna en árið 2019, áður en heimsfaraldur hófst, en þá voru árstekjurnar 1.209,6 milljónir króna. Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 121,7 milljón króna í fyrra, samanborið við 113,2 milljónir árið 2020. Eigið fé samsæðunnar nam 10.953 milljónum króna í árslok 2021 og er eiginfjárhlutfallið 33 prósent. „Þrátt fyrir að háhrif heimsfaraldursins hafi dregist á langinn og litað alla starfsemi ársins voru haldnir 867 viðburðir í Hörpu samanborið við rúmlega 500 á árinu 2020. Það eru að jafnaði um 17 á viku og rúmlega 60% af viðburðarhaldi venjulegs árs,“ segir í tilkynningu frá Hörpu. Þar kemur fram að haldnir voru 465 listviðburðir: Tónleikar, leiksýningar og listsýningar. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt þar af 75 tónleika. Listviðburðir Íslensku óperunnar voru alls níu talsins. Í Hörpu voru þá haldnar 324 ráðstefnur, fundir og veislur samanborið við 141 slíkan viðburð árið á undan. Um 124 þúsund aðgöngumiðar seldurst á síðasta ári samanborið við 65 þúsund árið 2020 en seldur miðafjöldi árið 2019 var 232 þúsund. Heildarvelta miðsaölu á árinu nam um 685 milljónum króna samanborið við 301 milljón króna árið 2020 og 1.294 milljónir króna árið 2019. Meira en helmingur húsnæðiskostnaðar fór í fasteignagjöld Þá var húsnæðiskostnaður 595 milljónir króna en hlutur fasteignagjalda í þeim kostnaðarlið er 309,7 milljónir, eða ríflega helmingur. „Allt frá árinu 2013 hafa eigendur Hörpu, íslenska ríkið (54%) og Reykjavíkurborg (46%), lagt til rekstrarframlag til að tryggja rekstrarhæfi samstæðunnar. Framlagið er fyrst og fremst til að mæta háum fasteignagjöldum, kostnaði vegna viðhalds byggingar sem jafnframt er listaverk og til að sinna mikilvægu menningarhlutverki Hörpu,“ segir í tilkynningunni. Þá segir jafnframt að rekstrarframlag eigenda á árinu nam 450 milljónum króna auk tekjufærðs mismunar vegna fjármögnunarsamnings, að fjárhæð 25,3 milljónum króna. Í ár líkt og 2020 hafi eigendur lagt til sérstakt viðbótarframlag, síðastliðið ár að upphæð 284,5 milljónum króna, til að mæta lamandi áhrifum heimsfaraldurs á kjarnastarfsemi Hörpu á sviði viðburðarhalds og ferðaþjónustu. Reykjavík Harpa Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira
Rekstrarárið hjá Hörpu í fyrra markaðist af heimsfaraldri og síbreytilegum samkomutakmörkunum, sem skýrir tekjutap hennar sem nam rúmum 160 milljónum króna. Þetta segir í tilkynningu frá Hörpu, sem gaf út samstæðureikning sinn fyrir rekstrarárið 2021 í dag. Heildartekjur Hörpu á árinu voru 782,5 milljónir króna samanborið við 513,6 milljónir króna árið á undan. Það er þó talsvert minna en árið 2019, áður en heimsfaraldur hófst, en þá voru árstekjurnar 1.209,6 milljónir króna. Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 121,7 milljón króna í fyrra, samanborið við 113,2 milljónir árið 2020. Eigið fé samsæðunnar nam 10.953 milljónum króna í árslok 2021 og er eiginfjárhlutfallið 33 prósent. „Þrátt fyrir að háhrif heimsfaraldursins hafi dregist á langinn og litað alla starfsemi ársins voru haldnir 867 viðburðir í Hörpu samanborið við rúmlega 500 á árinu 2020. Það eru að jafnaði um 17 á viku og rúmlega 60% af viðburðarhaldi venjulegs árs,“ segir í tilkynningu frá Hörpu. Þar kemur fram að haldnir voru 465 listviðburðir: Tónleikar, leiksýningar og listsýningar. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt þar af 75 tónleika. Listviðburðir Íslensku óperunnar voru alls níu talsins. Í Hörpu voru þá haldnar 324 ráðstefnur, fundir og veislur samanborið við 141 slíkan viðburð árið á undan. Um 124 þúsund aðgöngumiðar seldurst á síðasta ári samanborið við 65 þúsund árið 2020 en seldur miðafjöldi árið 2019 var 232 þúsund. Heildarvelta miðsaölu á árinu nam um 685 milljónum króna samanborið við 301 milljón króna árið 2020 og 1.294 milljónir króna árið 2019. Meira en helmingur húsnæðiskostnaðar fór í fasteignagjöld Þá var húsnæðiskostnaður 595 milljónir króna en hlutur fasteignagjalda í þeim kostnaðarlið er 309,7 milljónir, eða ríflega helmingur. „Allt frá árinu 2013 hafa eigendur Hörpu, íslenska ríkið (54%) og Reykjavíkurborg (46%), lagt til rekstrarframlag til að tryggja rekstrarhæfi samstæðunnar. Framlagið er fyrst og fremst til að mæta háum fasteignagjöldum, kostnaði vegna viðhalds byggingar sem jafnframt er listaverk og til að sinna mikilvægu menningarhlutverki Hörpu,“ segir í tilkynningunni. Þá segir jafnframt að rekstrarframlag eigenda á árinu nam 450 milljónum króna auk tekjufærðs mismunar vegna fjármögnunarsamnings, að fjárhæð 25,3 milljónum króna. Í ár líkt og 2020 hafi eigendur lagt til sérstakt viðbótarframlag, síðastliðið ár að upphæð 284,5 milljónum króna, til að mæta lamandi áhrifum heimsfaraldurs á kjarnastarfsemi Hörpu á sviði viðburðarhalds og ferðaþjónustu.
Reykjavík Harpa Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira