Meintur gerandi á dagskrá RÚV um páskana Gabríela B. Ernudóttir skrifar 7. apríl 2022 08:00 Þessa dagana eru auglýstir íslenskir þættir á dagskrá á RÚV, en sýning þáttanna á að hefjast um páskana. Í þáttunum leikur meintur gerandi, sem fyrir nokkrum árum fór sjálfur í fjölmiðla og lýsti sig saklausan af kynferðisbrotum gegn eigin barni. Rangfærslur meints geranda voru seinna leiðréttar, sem var algjört neyðarúrræði barninu til varnar. Undanfarið hafa verið straumhvörf í vitundarvakningu um mikil völd og stöðuga viðveru meintra gerenda í sviðljósinu, sem veldur þolendum þeirra og þolendum almennt miklum þjáningum. Hafa meintir gerendur hver af öðrum sagt sig úr stjórnum fyrirtækja og samtaka, og stigið til hliðar úr áberandi stöðum í samfélaginu og úr sviðsljósinu. Fólk er flest sammála um að samfélagið sé að breytast hratt þessa dagana og minni þolinmæði og umburðarlyndi sé gagnvart hegðun gerenda. Mikilvæg samtöl eiga sér stað í þjóðfélagsumræðunni, sem eru löngu tímabær. Sumir gerendur hafa stigið til hliðar að eigin frumkvæði, aðrir hafa gert það í miklu ósætti vegna þess að fólk er ekki lengur tilbúið að hafa þá í upphaflegum áberandi valdastöðum. Ekki þykir lengur sjálfsagt að þeir fái að skemmta á skólaböllum, nota andlit sitt til að markaðssetja vörur eða stýra stórfyrirtækjum á hlutabréfamarkaði. Þjóðin hefur minna þol fyrir því að meintum gerendum sé hampað eða séu yfirlýstar fyrirmyndir í samfélaginu. Fyrirtæki virðast hafa betri skilning á því að mannauður og orðspor skipta máli, enda samfélagið í auknum mæli að neita að taka þátt í að horfa framhjá ofbeldi og trúa þolendum. Auk þess er þjóðin meðvitaðri um að ofbeldi hefur ófyrirsjáanlegar og oft hörmulegar afleiðingar og getur átt sér stað þó menn hljóti ekki endilega refsidóm fyrir. Á heimasíðu RÚV stendur skýrt að hlutverk RÚV sé, samkvæmt lögum um félagið, rekstur fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Sérstaklega sé lögð rækt við íslenska tungu, sögu þjóðar, menningararfleifð og tengsl við almenning. RÚV ber því skylda til að vernda hagsmuni almennings, líka þolenda ofbeldis, og fylgja tíðaranda hverju sinni. Þolendur ofbeldis geta upplifað sársaukafullar tilfinningar og minningar sem koma upp ef þeir verða varir við gerendur sína, eða gerendur annarra, í sjónvarpi eða annars staðar í sviðsljósinu, og gegnir RÚV því miklu ábyrgðarhlutverki að valda ekki þolendum ofbeldis óþarfa þjáningu með því að sýna meinta gerendur þeirra í sjónvarpi allra landsmanna. Skemmst er að minnast þess þegar Kveikur tók viðtal við meintan geranda sem sagðist sjálfur vera „svo mikið fórnarlamb í þessu einhvern veginn“, og gagnrýninnar sem fylgdi í kjölfarið. Hefur þá RÚV ekki séð mikla ástæðu til að taka önnur sambærileg viðtöl við þolendur sams konar ofbeldis og viðmælandinn er sakaður um, hvorki áður né eftir þetta viðtal. Í kjölfarið fór hins vegar af stað einhvers konar uppbótarumfjöllun þar sem tekin voru viðtöl við aktivista og þeim gefinn örskammur tími í sjónvarpi til að koma sínum málefnum á framfæri. Umfjöllun RÚV um slæma stöðu útskúfaðra meintra gerenda var réttilega gagnrýnd, meðal annars fyrir það að ekki kom fram mikil iðrun eða viðurkenning á gjörðum sínum hjá umræddum meintum geranda í viðtalinu. Umræða um réttindi gerenda til atvinnu þarf að vera á þeim forsendum, að lágmarki, að menn viðurkenni brot sín og leitist eftir að bæta fyrir gjörðir sínar. RÚV fjallaði einnig um það í janúar síðastliðnum að ekki væri „hægt að þegja af sér málin lengur“, eftir að fimm menn sem voru áhrifamenn í stjórnum stórra fyrirtækja og áberandi í þjóðlífinu, „hrökkluðust“ - eins og það er orðað á vefmiðli RÚV - frá störfum vegna ásakana um kynferðisbrot. Má því segja að RÚV sé í algjörri mótsögn við eigin fréttaumfjöllun af þjóðfélagsumræðu síðustu mánaða. Verður að teljast athyglisvert að RÚV hafi tekið ákvörðun um að sýna þætti með meintum geranda og bjóða landsmönnum upp á það um sjálfa páskana. Á þolandi meints geranda, fjölskylda þolanda, aðrir þolendur í samfélaginu og allir aðstandendur þeirra að þurfa að forðast það að horfa á sjónvarpið á hverju sunnudagskvöldi í átta vikur? Eða forðast að kveikja á sjónvarpinu yfir höfuð til að komast hjá því að sjá auglýsingar um þættina? Mega þolendur eiga von á því að RÚV hafi fleiri meinta gerendur á dagskrá í framtíðinni? Finnst stjórnendum RÚV meintir gerendur vera hin raunverulegu „fórnarlömb í þessu einhvern veginn“, en ekki þolendur? Er RÚV með þessu að samþykkja það að skömminni sé haldið að þolanda, barninu og þar með þolendum almennt á meðan meintur gerandi skemmtir þjóðinni? Þar sem RÚV á að heita sjónvarp allra landsmanna og er ríkisrekinn miðill, erum við landsmenn öll skyldug til að borga með því efni sem þar birtist. Spyr ég því hvers vegna RÚV tekur ekki afstöðu gegn ofbeldi eins og mikill hluti samfélagsins kýs sjálft almennt að gera þessa dagana? Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Kynferðisofbeldi Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana eru auglýstir íslenskir þættir á dagskrá á RÚV, en sýning þáttanna á að hefjast um páskana. Í þáttunum leikur meintur gerandi, sem fyrir nokkrum árum fór sjálfur í fjölmiðla og lýsti sig saklausan af kynferðisbrotum gegn eigin barni. Rangfærslur meints geranda voru seinna leiðréttar, sem var algjört neyðarúrræði barninu til varnar. Undanfarið hafa verið straumhvörf í vitundarvakningu um mikil völd og stöðuga viðveru meintra gerenda í sviðljósinu, sem veldur þolendum þeirra og þolendum almennt miklum þjáningum. Hafa meintir gerendur hver af öðrum sagt sig úr stjórnum fyrirtækja og samtaka, og stigið til hliðar úr áberandi stöðum í samfélaginu og úr sviðsljósinu. Fólk er flest sammála um að samfélagið sé að breytast hratt þessa dagana og minni þolinmæði og umburðarlyndi sé gagnvart hegðun gerenda. Mikilvæg samtöl eiga sér stað í þjóðfélagsumræðunni, sem eru löngu tímabær. Sumir gerendur hafa stigið til hliðar að eigin frumkvæði, aðrir hafa gert það í miklu ósætti vegna þess að fólk er ekki lengur tilbúið að hafa þá í upphaflegum áberandi valdastöðum. Ekki þykir lengur sjálfsagt að þeir fái að skemmta á skólaböllum, nota andlit sitt til að markaðssetja vörur eða stýra stórfyrirtækjum á hlutabréfamarkaði. Þjóðin hefur minna þol fyrir því að meintum gerendum sé hampað eða séu yfirlýstar fyrirmyndir í samfélaginu. Fyrirtæki virðast hafa betri skilning á því að mannauður og orðspor skipta máli, enda samfélagið í auknum mæli að neita að taka þátt í að horfa framhjá ofbeldi og trúa þolendum. Auk þess er þjóðin meðvitaðri um að ofbeldi hefur ófyrirsjáanlegar og oft hörmulegar afleiðingar og getur átt sér stað þó menn hljóti ekki endilega refsidóm fyrir. Á heimasíðu RÚV stendur skýrt að hlutverk RÚV sé, samkvæmt lögum um félagið, rekstur fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Sérstaklega sé lögð rækt við íslenska tungu, sögu þjóðar, menningararfleifð og tengsl við almenning. RÚV ber því skylda til að vernda hagsmuni almennings, líka þolenda ofbeldis, og fylgja tíðaranda hverju sinni. Þolendur ofbeldis geta upplifað sársaukafullar tilfinningar og minningar sem koma upp ef þeir verða varir við gerendur sína, eða gerendur annarra, í sjónvarpi eða annars staðar í sviðsljósinu, og gegnir RÚV því miklu ábyrgðarhlutverki að valda ekki þolendum ofbeldis óþarfa þjáningu með því að sýna meinta gerendur þeirra í sjónvarpi allra landsmanna. Skemmst er að minnast þess þegar Kveikur tók viðtal við meintan geranda sem sagðist sjálfur vera „svo mikið fórnarlamb í þessu einhvern veginn“, og gagnrýninnar sem fylgdi í kjölfarið. Hefur þá RÚV ekki séð mikla ástæðu til að taka önnur sambærileg viðtöl við þolendur sams konar ofbeldis og viðmælandinn er sakaður um, hvorki áður né eftir þetta viðtal. Í kjölfarið fór hins vegar af stað einhvers konar uppbótarumfjöllun þar sem tekin voru viðtöl við aktivista og þeim gefinn örskammur tími í sjónvarpi til að koma sínum málefnum á framfæri. Umfjöllun RÚV um slæma stöðu útskúfaðra meintra gerenda var réttilega gagnrýnd, meðal annars fyrir það að ekki kom fram mikil iðrun eða viðurkenning á gjörðum sínum hjá umræddum meintum geranda í viðtalinu. Umræða um réttindi gerenda til atvinnu þarf að vera á þeim forsendum, að lágmarki, að menn viðurkenni brot sín og leitist eftir að bæta fyrir gjörðir sínar. RÚV fjallaði einnig um það í janúar síðastliðnum að ekki væri „hægt að þegja af sér málin lengur“, eftir að fimm menn sem voru áhrifamenn í stjórnum stórra fyrirtækja og áberandi í þjóðlífinu, „hrökkluðust“ - eins og það er orðað á vefmiðli RÚV - frá störfum vegna ásakana um kynferðisbrot. Má því segja að RÚV sé í algjörri mótsögn við eigin fréttaumfjöllun af þjóðfélagsumræðu síðustu mánaða. Verður að teljast athyglisvert að RÚV hafi tekið ákvörðun um að sýna þætti með meintum geranda og bjóða landsmönnum upp á það um sjálfa páskana. Á þolandi meints geranda, fjölskylda þolanda, aðrir þolendur í samfélaginu og allir aðstandendur þeirra að þurfa að forðast það að horfa á sjónvarpið á hverju sunnudagskvöldi í átta vikur? Eða forðast að kveikja á sjónvarpinu yfir höfuð til að komast hjá því að sjá auglýsingar um þættina? Mega þolendur eiga von á því að RÚV hafi fleiri meinta gerendur á dagskrá í framtíðinni? Finnst stjórnendum RÚV meintir gerendur vera hin raunverulegu „fórnarlömb í þessu einhvern veginn“, en ekki þolendur? Er RÚV með þessu að samþykkja það að skömminni sé haldið að þolanda, barninu og þar með þolendum almennt á meðan meintur gerandi skemmtir þjóðinni? Þar sem RÚV á að heita sjónvarp allra landsmanna og er ríkisrekinn miðill, erum við landsmenn öll skyldug til að borga með því efni sem þar birtist. Spyr ég því hvers vegna RÚV tekur ekki afstöðu gegn ofbeldi eins og mikill hluti samfélagsins kýs sjálft almennt að gera þessa dagana? Höfundur er sálfræðingur.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun