Tóbaksframleiðandi telur bragðbannið grafa undan lýðheilsu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2022 17:27 Tóbaksframleiðandi telur fyrirhugað bragðbann stjórnvalda á nikótínvörum ekki þjóna tilgangi sínum. Getty Tóbakframleiðandinn British American Tobacco Denmark telur fyrirhugað bragðbann á nikótínvörum hér á landi grafa undan lýðheilsumarkmiðum frekar en að efla þau. Þá kallar hann eftir því að styrkleikaþak verði endurskoðað. British American Tobacco Denmark, BAT, hefur skilað inn umsögn um nýtt nikótínvörufrumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Frumvarpið hefur verið til mikillar umræðu, sérstaklega þar sem í því er lagt til að lagt verði bann við ákveðnar bragðtegundir svo ekki verði hægt að fá lengur nikótínvörur, nikótínpúða og rafrettur, með ávaxta- og nammibragði. Sjálfstæðismenn gagnrýndu þessar hörðu reglur, sem lagðar eru til í frumvapinu, þegar málið var í fyrstu umræðu í þinginu og spurðu hvort næsta skref væri að bragðgóða áfengisdrykki. Í umsögn BAT segir að það styðji frumvarpið í grundvallaratriðum til að koma í veg fyrir reykinga og notkun barna á nikótínpúðum sem ætlaðar eru fullorðnum. Það fagni úrræðum eins og heilsuviðvörunum fyrir nikótínpúða, aldurstakmörkum og banni við notkun púðanna á svæðum eins og skólum. Það telji hins vegar hættu á að sum ákvæði frumvarpsinns, eins og bragðbann, grafi undan lýðheilsumarkmiðum frumvarpsins frekar en að efla þau. Bragðefni gegni lykilhlutverki í að auðvelda reykingamönnum að skipta yfir í skaðminni valkost. „Nikótínvörur og rafsígarettur með bragðefnum geta þannig skipt sköpum í baráttunni gegn tóbaksnotkun og stutt reykingamenn við að slökkva í sígarettunni. BAT telur því fyrirhugað bragðbann ekki aðeins vinna gegn skaðaminnkunarhlutverki púðanna heldur að jafnframt sé með öllu óljóst hvaða bragðefni falla þar undir, á hverju það mat hvílir og hvernig það mat fer fram,“ segir í umsögninni. Þá segir það að mikilvægt sé að styrkleikaþakið, sem lagt sé til í frumvarpinu, vinni í átt að skaðaminnkunarviðmiði. Ekki megi takmarka styrkleikann um of svo rafrettur og nikótínpúðar gagnist sem tól í baráttu gegn tobaksnotkun. „Í þessu samhengi bendir BAT á að Staðlastofnun Svíþjóðar, Svenska Institutet för Standarder, hefur úrskurðað að styrkleikaþakið skuli vera 20 mg í hverjum púða. BAT styður þessi viðmiðunarmörk, ekki síst í ljósi þess að mörkin gera púðana að handhægum kosti fyrir reykingamenn.“ Þá segir BAT jafnframt að eins og frumvarpið sé nú lagt fram muni veigamiklir hlutar laganna öðlast gildi þegar í stað, sem geti reynst framaleiðendum og seljendum erfitt. Gefa verði þeim gott svigrúm til að klára að vinna að innleiðingu nýrra laga, selja núverandi birgðir og breyta framleiðslunni. Fyrirtækið leggur til að frumvarpið í heild sinni taki gildi 12 mánuðum eftir samþykkt þess. Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafrettur Nikótínpúðar Tengdar fréttir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37 Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18 Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
British American Tobacco Denmark, BAT, hefur skilað inn umsögn um nýtt nikótínvörufrumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Frumvarpið hefur verið til mikillar umræðu, sérstaklega þar sem í því er lagt til að lagt verði bann við ákveðnar bragðtegundir svo ekki verði hægt að fá lengur nikótínvörur, nikótínpúða og rafrettur, með ávaxta- og nammibragði. Sjálfstæðismenn gagnrýndu þessar hörðu reglur, sem lagðar eru til í frumvapinu, þegar málið var í fyrstu umræðu í þinginu og spurðu hvort næsta skref væri að bragðgóða áfengisdrykki. Í umsögn BAT segir að það styðji frumvarpið í grundvallaratriðum til að koma í veg fyrir reykinga og notkun barna á nikótínpúðum sem ætlaðar eru fullorðnum. Það fagni úrræðum eins og heilsuviðvörunum fyrir nikótínpúða, aldurstakmörkum og banni við notkun púðanna á svæðum eins og skólum. Það telji hins vegar hættu á að sum ákvæði frumvarpsinns, eins og bragðbann, grafi undan lýðheilsumarkmiðum frumvarpsins frekar en að efla þau. Bragðefni gegni lykilhlutverki í að auðvelda reykingamönnum að skipta yfir í skaðminni valkost. „Nikótínvörur og rafsígarettur með bragðefnum geta þannig skipt sköpum í baráttunni gegn tóbaksnotkun og stutt reykingamenn við að slökkva í sígarettunni. BAT telur því fyrirhugað bragðbann ekki aðeins vinna gegn skaðaminnkunarhlutverki púðanna heldur að jafnframt sé með öllu óljóst hvaða bragðefni falla þar undir, á hverju það mat hvílir og hvernig það mat fer fram,“ segir í umsögninni. Þá segir það að mikilvægt sé að styrkleikaþakið, sem lagt sé til í frumvarpinu, vinni í átt að skaðaminnkunarviðmiði. Ekki megi takmarka styrkleikann um of svo rafrettur og nikótínpúðar gagnist sem tól í baráttu gegn tobaksnotkun. „Í þessu samhengi bendir BAT á að Staðlastofnun Svíþjóðar, Svenska Institutet för Standarder, hefur úrskurðað að styrkleikaþakið skuli vera 20 mg í hverjum púða. BAT styður þessi viðmiðunarmörk, ekki síst í ljósi þess að mörkin gera púðana að handhægum kosti fyrir reykingamenn.“ Þá segir BAT jafnframt að eins og frumvarpið sé nú lagt fram muni veigamiklir hlutar laganna öðlast gildi þegar í stað, sem geti reynst framaleiðendum og seljendum erfitt. Gefa verði þeim gott svigrúm til að klára að vinna að innleiðingu nýrra laga, selja núverandi birgðir og breyta framleiðslunni. Fyrirtækið leggur til að frumvarpið í heild sinni taki gildi 12 mánuðum eftir samþykkt þess.
Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafrettur Nikótínpúðar Tengdar fréttir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37 Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18 Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37
Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18
Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01