Borgarstjóri lofar einni til tveimur Vínbúðum í miðbænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2022 10:54 Borgarstjóri fullyrðir að Vínbúðin í Austurstræti verði áfram. Hverfi hún verði opnaðar tvær nýjar minni verslanir í staðinn. Vísir/Kolbeinn Tumi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fullyrðir að áfram verði verslun á vegum ÁTVR í miðborg Reykjavíkur. Vínbúðinni í Austurstræti verði ekki lokað nema ein til tvær aðrar minni verslanir hafi verið opnaðar í miðbænum. Dagur greinir frá þessu á Twitter í aðdraganda opins íbúafundar í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld. „Töluverð umræða skapaðist eftir að ÁTVR augýsti eftir nýju húsnæði á miðborgarsvæðinu og kynnt var að staðsetning á Grandanum væri metin álitlegust út frá gefnum forsendum, m.a. um stóra verslun. Fjölmargir bentu á að það þyrfti verslun í miðborginni áfram ef þetta yrði,“ segir borgarstjóri. Fjölmargir voru afar ósáttir við að ekki yrði lengur Vínbúð í göngufæri fyrir íbúa miðbæjarins. Þá var fjallað um viðbrögð miðborgarbúa á Vísi þegar nýja staðsetningin var kynnt í nóvember „Á fundi með forstjóra ÁTVR handsöluðum við að búðin í Austurstræti myndi ekki loka þrátt fyrir að samningar næðust á Grandanum. Upplýsti hann að ef Austurstrætinu yrði lokað yrði auglýst eftir 1-2 vel staðsettum en minni verslunum á miðborgarsvæðinu til að koma í staðinn.“ Dagur er ánægður með niðurstöðuna og segist vel geta séð fyrir sér tvær minnir verslanir. Hann er með mögulega staðsetningu í huga. „Önnur á svæðinu Lækjartorg/Hafnartorg og hin á Hlemmsvæðinu sem myndi koma til móts við þann stóra fjölda fólks sem býr og vinnur á þessu svæði eða er þar sem ferðamenn.“ Það verður áfram verslun ÁTVR í miðborginni - í auðveldu göngufæri, jafnvel tvær. Þetta varð ljóst á fundi mínum með forstjóra ÁTRV. Fer yfir þessi mál og fleiri á opnum íbúafundi í miðborginni í kvöld í ráðhúsinu. En sjálfsagt að rekja aðeins aðdragandann og umræðuna. 1/— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) April 6, 2022 Áfengi og tóbak Reykjavík Verslun Tengdar fréttir Ný staðsetning Vínbúðarinnar í miðbæ vekur hörð viðbrögð Búið er að velja nýja staðsetningu fyrir Vínbúðina í miðborg Reykjavíkur. Fiskislóð 10 eru eina staðsetningin sem kemur til greina miðað við auglýsingu. 26. nóvember 2021 14:58 Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. 18. nóvember 2021 21:00 Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. 17. nóvember 2021 23:25 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Dagur greinir frá þessu á Twitter í aðdraganda opins íbúafundar í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld. „Töluverð umræða skapaðist eftir að ÁTVR augýsti eftir nýju húsnæði á miðborgarsvæðinu og kynnt var að staðsetning á Grandanum væri metin álitlegust út frá gefnum forsendum, m.a. um stóra verslun. Fjölmargir bentu á að það þyrfti verslun í miðborginni áfram ef þetta yrði,“ segir borgarstjóri. Fjölmargir voru afar ósáttir við að ekki yrði lengur Vínbúð í göngufæri fyrir íbúa miðbæjarins. Þá var fjallað um viðbrögð miðborgarbúa á Vísi þegar nýja staðsetningin var kynnt í nóvember „Á fundi með forstjóra ÁTVR handsöluðum við að búðin í Austurstræti myndi ekki loka þrátt fyrir að samningar næðust á Grandanum. Upplýsti hann að ef Austurstrætinu yrði lokað yrði auglýst eftir 1-2 vel staðsettum en minni verslunum á miðborgarsvæðinu til að koma í staðinn.“ Dagur er ánægður með niðurstöðuna og segist vel geta séð fyrir sér tvær minnir verslanir. Hann er með mögulega staðsetningu í huga. „Önnur á svæðinu Lækjartorg/Hafnartorg og hin á Hlemmsvæðinu sem myndi koma til móts við þann stóra fjölda fólks sem býr og vinnur á þessu svæði eða er þar sem ferðamenn.“ Það verður áfram verslun ÁTVR í miðborginni - í auðveldu göngufæri, jafnvel tvær. Þetta varð ljóst á fundi mínum með forstjóra ÁTRV. Fer yfir þessi mál og fleiri á opnum íbúafundi í miðborginni í kvöld í ráðhúsinu. En sjálfsagt að rekja aðeins aðdragandann og umræðuna. 1/— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) April 6, 2022
Áfengi og tóbak Reykjavík Verslun Tengdar fréttir Ný staðsetning Vínbúðarinnar í miðbæ vekur hörð viðbrögð Búið er að velja nýja staðsetningu fyrir Vínbúðina í miðborg Reykjavíkur. Fiskislóð 10 eru eina staðsetningin sem kemur til greina miðað við auglýsingu. 26. nóvember 2021 14:58 Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. 18. nóvember 2021 21:00 Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. 17. nóvember 2021 23:25 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Ný staðsetning Vínbúðarinnar í miðbæ vekur hörð viðbrögð Búið er að velja nýja staðsetningu fyrir Vínbúðina í miðborg Reykjavíkur. Fiskislóð 10 eru eina staðsetningin sem kemur til greina miðað við auglýsingu. 26. nóvember 2021 14:58
Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. 18. nóvember 2021 21:00
Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. 17. nóvember 2021 23:25