Ætlar sér sæti í bæjarstjórn í Vestmannaeyjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2022 19:04 Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er oddviti á lista bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey í komandi sveitarstjórnarkosningum. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun skipa fyrsta sætið á framboðslista Fyrir Heimaey í bæjarstjórnarkosningum í maí. Frá þessu greinir Páll á Facebooksíðu sinni. Hann skrifar þar að kjörnefnd félagsins og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri hafi verið sammála því að best færi á því að oddviti listans og bæjarstjórnefnið væri ekki einn og sami einstaklingurinn. „Hvað mig varðar er ég þakklátur og stoltur af því að vera treyst fyrir þessu verkefni og mun leggja mig allan fram um að gera góðan bæ enn betri. Reynsla mín og þekking úr stjórnmálunum mun væntanlega ekki síst nýhtast í samskiptum og hagsmunagæslu bæjarins gagnvart ríkisvaldinu,“ skrifar Páll á Facebook. Hann skrifar að sem Eyjamaður og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis í fimm ár hafi hann fylgst grannt með góðri frammistöðu bæjarstjórameirihlutans á því kjörtímabili sem er að líða. „Árangurinn hefur verið aðdáunarverður - ekki síst þegar höfð eru í huga utanaðkomandi áföll á borð við loðnubrest tvö ár í röð og covid-faraldur. Ég vil gjarnan stuðla að því að þetta góða starf haldi áfram undir öruggri forystu bæjarsjtjórans,“ skrifar Páll. „En er ég þá hættur að vera sjálfstæðismaður? Svarið við þeirri spurningu er nei. Ég styð Sjálfstæðisflokkinn áfram á landsvísu þótt sjálfstæðismönnum í Vestmannaeyjum hafi ekki borið gæfa til að laga þann klofning sem hér varð 2018. Vonandi kemur að því fyrr en síðar.“ Íris Róbertsdóttir deilir á Facebook framboðslista Fyrir Heimaey og er hún þar í þriðja sæti. Íris er sjálf bæjarstjóraefni listans. Hér að neðan má sjá framboðslistann í heild sinni. Páll Magnússon Jóna Sigríður Guðmundsdóttir Íris Róbertsdóttir Örn Friðriksson Ellert Scheving Pálsson Aníta Jóhannsdóttir Arnar Richardsson Rannveig Ísfjörð Sveinn Rúnar Valgeirsson Hrefna Jónsdóttir Gunnlaugur Hróðmar T. Ósvaldsson Bryndís Gísladóttir Valur Már Valmundarson Guðný Halldórsdóttir Kristín Bernharðsdóttir Eiður Aron Sigurbjörnsson Emma H. Vídó Sigurgeirsdóttir Leifur Gunnarsson Vestmannaeyjar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
Hann skrifar þar að kjörnefnd félagsins og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri hafi verið sammála því að best færi á því að oddviti listans og bæjarstjórnefnið væri ekki einn og sami einstaklingurinn. „Hvað mig varðar er ég þakklátur og stoltur af því að vera treyst fyrir þessu verkefni og mun leggja mig allan fram um að gera góðan bæ enn betri. Reynsla mín og þekking úr stjórnmálunum mun væntanlega ekki síst nýhtast í samskiptum og hagsmunagæslu bæjarins gagnvart ríkisvaldinu,“ skrifar Páll á Facebook. Hann skrifar að sem Eyjamaður og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis í fimm ár hafi hann fylgst grannt með góðri frammistöðu bæjarstjórameirihlutans á því kjörtímabili sem er að líða. „Árangurinn hefur verið aðdáunarverður - ekki síst þegar höfð eru í huga utanaðkomandi áföll á borð við loðnubrest tvö ár í röð og covid-faraldur. Ég vil gjarnan stuðla að því að þetta góða starf haldi áfram undir öruggri forystu bæjarsjtjórans,“ skrifar Páll. „En er ég þá hættur að vera sjálfstæðismaður? Svarið við þeirri spurningu er nei. Ég styð Sjálfstæðisflokkinn áfram á landsvísu þótt sjálfstæðismönnum í Vestmannaeyjum hafi ekki borið gæfa til að laga þann klofning sem hér varð 2018. Vonandi kemur að því fyrr en síðar.“ Íris Róbertsdóttir deilir á Facebook framboðslista Fyrir Heimaey og er hún þar í þriðja sæti. Íris er sjálf bæjarstjóraefni listans. Hér að neðan má sjá framboðslistann í heild sinni. Páll Magnússon Jóna Sigríður Guðmundsdóttir Íris Róbertsdóttir Örn Friðriksson Ellert Scheving Pálsson Aníta Jóhannsdóttir Arnar Richardsson Rannveig Ísfjörð Sveinn Rúnar Valgeirsson Hrefna Jónsdóttir Gunnlaugur Hróðmar T. Ósvaldsson Bryndís Gísladóttir Valur Már Valmundarson Guðný Halldórsdóttir Kristín Bernharðsdóttir Eiður Aron Sigurbjörnsson Emma H. Vídó Sigurgeirsdóttir Leifur Gunnarsson
Páll Magnússon Jóna Sigríður Guðmundsdóttir Íris Róbertsdóttir Örn Friðriksson Ellert Scheving Pálsson Aníta Jóhannsdóttir Arnar Richardsson Rannveig Ísfjörð Sveinn Rúnar Valgeirsson Hrefna Jónsdóttir Gunnlaugur Hróðmar T. Ósvaldsson Bryndís Gísladóttir Valur Már Valmundarson Guðný Halldórsdóttir Kristín Bernharðsdóttir Eiður Aron Sigurbjörnsson Emma H. Vídó Sigurgeirsdóttir Leifur Gunnarsson
Vestmannaeyjar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira