Sigurður Ingi og Hot Fuzz Þórarinn Hjartarson skrifar 5. apríl 2022 13:30 Bíómyndin Hot Fuzz frá árinu 2007 fjallar um smábæ í Bretlandi sem er gífurlega upptekinn af því að vinna verðlaun sem nefnast „Smábær ársins“. Lögreglumaðurinn PC Nicholas Angel, aðalpersóna myndarinnar, kemst að því að dularfull andlát séu afar tíð í þessum smábæ. Við eftirgrennslan kemst hann að því að hópur bæjarbúa, sem nefnast NWA (Neighbourhood Watch Alliance), séu í raun svo spenntir fyrir ofangreindum verðlaunum að þeir drepa alla þá sem ógna möguleikum þeirra til þess að fá verðlaunin. Það er fagnaðarefni ef Sigurður Ingi er sá rasisti sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Ég tel að Sigurður Ingi hygli ekki hvítum Íslendingum á kostnað þeldökkra. Hann er vissulega karl síns tíma. Nýleg ummæli hans eru ekki til eftirbreytni og hann veit það. Viðbrögðin, hins vegar, sýna á hversu slæmum stað flokkarnir í stjórnarandstöðu eru. Það er fórnarkostnaður fólginn í því að beina athygli kjósenda að tilteknu málefni. Stjórnarandstaðan sá sér leik á borði og keppist við að beina athygli að því hvað þau séu góð og hvað Sigurður er ómögulegur. Athyglin fór frá því að krefjast þess að fá að vita af hverju ákveðnir aðilar fengu símtal um tilboðsverð á eignum ríkisins, frá því að hinir ríku hafi fengið skattaafslátt af séreignarsparnaði til fasteignakaupa í áraraðir og frá því að Íslendingar munu þurfa að takast á við gríðarlegar verðhækkanir á næstu mánuðum vegna innrásinnar í Úkraínu. Það er sjálfskaparvíti stjórnarandstöðunnar að hlusta á móðguðustu manneskjuna á Twitter. Afleiðingarnar eru þær að ríkisstjórnarflokkarnir búa við óhugnarlega auðvelt aðgengi að atkvæðum kjósenda og komast upp með pólitíska leti sem á sér fá dæmi utan Íslands. Sigurður Ingi skeit upp á bak með þessum ummælum. Hann baðst afsökunar. Hann er miðaldra maður og hefur líklega sagt eitthvað töluvert verra en þetta á sinni lífsleið. Okkar siðferðisþröskuldur hefur tekið hröðum breytingum undanfarna áratugi. Þessar breytingar hafa að mestu verið til hins betra. En hvenær förum við frá markmiðum réttlátra samfélagsbreytinga í það að haga okkur líkt og íbúar í smábæjarins í kvikmyndinni Hot Fuzz? Krafan um að Sigurður Ingi segi af sér kemur frá fólki sem hefur aldrei, og mun líklega aldrei, kjósa Framsókn. Það er rétt að stjórnmálamenning hér á landi sé daprari en víða annarstaðar. Það er mögulega rétt að Sigurður Ingi hefði þurft að segja af sér ef hann væri ráðherra annarstaðar á Norðurlöndunum. En væri það betra? Það er hægt að færa rök fyrir því. Ég tel hins vegar að krafa flestra kjósenda á Íslandi sé að ráðherrar séu starfi sínu vaxnir frekar en að þeir hafi aldrei og munu aldrei gera mistök. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Bíómyndin Hot Fuzz frá árinu 2007 fjallar um smábæ í Bretlandi sem er gífurlega upptekinn af því að vinna verðlaun sem nefnast „Smábær ársins“. Lögreglumaðurinn PC Nicholas Angel, aðalpersóna myndarinnar, kemst að því að dularfull andlát séu afar tíð í þessum smábæ. Við eftirgrennslan kemst hann að því að hópur bæjarbúa, sem nefnast NWA (Neighbourhood Watch Alliance), séu í raun svo spenntir fyrir ofangreindum verðlaunum að þeir drepa alla þá sem ógna möguleikum þeirra til þess að fá verðlaunin. Það er fagnaðarefni ef Sigurður Ingi er sá rasisti sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Ég tel að Sigurður Ingi hygli ekki hvítum Íslendingum á kostnað þeldökkra. Hann er vissulega karl síns tíma. Nýleg ummæli hans eru ekki til eftirbreytni og hann veit það. Viðbrögðin, hins vegar, sýna á hversu slæmum stað flokkarnir í stjórnarandstöðu eru. Það er fórnarkostnaður fólginn í því að beina athygli kjósenda að tilteknu málefni. Stjórnarandstaðan sá sér leik á borði og keppist við að beina athygli að því hvað þau séu góð og hvað Sigurður er ómögulegur. Athyglin fór frá því að krefjast þess að fá að vita af hverju ákveðnir aðilar fengu símtal um tilboðsverð á eignum ríkisins, frá því að hinir ríku hafi fengið skattaafslátt af séreignarsparnaði til fasteignakaupa í áraraðir og frá því að Íslendingar munu þurfa að takast á við gríðarlegar verðhækkanir á næstu mánuðum vegna innrásinnar í Úkraínu. Það er sjálfskaparvíti stjórnarandstöðunnar að hlusta á móðguðustu manneskjuna á Twitter. Afleiðingarnar eru þær að ríkisstjórnarflokkarnir búa við óhugnarlega auðvelt aðgengi að atkvæðum kjósenda og komast upp með pólitíska leti sem á sér fá dæmi utan Íslands. Sigurður Ingi skeit upp á bak með þessum ummælum. Hann baðst afsökunar. Hann er miðaldra maður og hefur líklega sagt eitthvað töluvert verra en þetta á sinni lífsleið. Okkar siðferðisþröskuldur hefur tekið hröðum breytingum undanfarna áratugi. Þessar breytingar hafa að mestu verið til hins betra. En hvenær förum við frá markmiðum réttlátra samfélagsbreytinga í það að haga okkur líkt og íbúar í smábæjarins í kvikmyndinni Hot Fuzz? Krafan um að Sigurður Ingi segi af sér kemur frá fólki sem hefur aldrei, og mun líklega aldrei, kjósa Framsókn. Það er rétt að stjórnmálamenning hér á landi sé daprari en víða annarstaðar. Það er mögulega rétt að Sigurður Ingi hefði þurft að segja af sér ef hann væri ráðherra annarstaðar á Norðurlöndunum. En væri það betra? Það er hægt að færa rök fyrir því. Ég tel hins vegar að krafa flestra kjósenda á Íslandi sé að ráðherrar séu starfi sínu vaxnir frekar en að þeir hafi aldrei og munu aldrei gera mistök. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar