Eftir að vinna nauman eins stigs sigur í fyrsta leik liðanna þá var sigur Hattar í kvöld mun sannfærandi, lokatölur 96-118 og Höttur komið 2-0 yfir í einvíginu.
David Guardia Ramos og Matej Karlovic voru stigahæstir í liði Hattar með 24 stig hvor. Hjá Fjölni var Dwayne Ross Foreman Jr. stigahæstur með 25 stig.
Fyrir leikur kvöldsins var öllu jafnari. Góður þriðji leikhluti skóp þann sigur fyrir heimamenn en gestirnir frá Höfn í Hornafirði skoruðu aðeins 11 stig á fyrri tíu mínútum síðari hálfleiks. Lokatölur á Álftanesi 81-76 heimamönnum í vil og staðan jöfn 1-1 í einvígi liðanna.
Dino Stpcic var stigahæstur í liði heimamanna með 19 stig ásamt því að taka 12 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Þar á eftir kom Cecrick Taylor Bowen með 18 stig. Hjá Sindra var Detrek Marqual Browning stigahæstur með 23 stig.
Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitarimmuna um sæti í Subway-deild karla á næstu leiktíð.