Fær bætur eftir að hafa runnið til í bleytu með grautarpott Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2022 17:22 Sjóvá er gert að greiða konunni þrjár milljónir króna í bætur. Vísir/Hanna Tryggingafélaginu Sjóvá hefur verið dæmt að greiða konu þrjár milljónir króna í bætur eftir að hún slasaðist á vinnustað sínum árið 2016. Konan hafði verið að reiða fram pott af hafragraut þegar hún rann til á eldhúsgólfi vinnustaðarins með þeim afleiðingum að hún olnbogabrotnaði. Konan var á þessum tíma að vinna í eldhúsi og var umræddan dag að bera fram morgunverð. Slysið var tilkynnt til vinnnueftirlitsins með þeirri lýstingu að þjónn hafi runnið til í bleytu á gólfi og fallið en slysið var ekki rannsakað af hálfu eftirlitsins. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var kveðinn upp 31. mars síðastliðinn, að daginn eftir slysið hafi faðir konunnar tilkynnt það til lögreglu. Slysið var síðan tilkynnt til Slysatrygginga Íslands 4. október sama ár. Konan sendi svo Sjóvá bréf árið 2019 þar sem hún óskaði eftir afstöðu Sjóvár til skaðabótaskyldu þar sem vinnuveitandi hennar bæri, að hennar mati, skaðabótaábyrgð á slysi hennar. Að hennar mati hafi vinnustaðurinn ekki hlutast til um að grípa til viðeigandi ráðstafana vegna bleytu og fitu á gólfi eldhússins. Hún greindi þar frá því að bæði hún sjálf og samstarfsfólk hennar hafi margoft gert athugasemdir við hve hált gólfið væri sökum fitu og bleytu og að ekki væru fyrir hendi fituleysandi efni eða reynt að draga úr hálku með öðru móti. Konan vísaði þá til þess að Vinnueftirlitið hefði ekki sinnt skyldu sinni og orsakir slyssins ekki verið rannsakaðar með fullnægjandi hætti. Yfirmaður vissi af hættulega hálu gólfinu Sjóvá hafnaði bótaskyldu með bréfi sem er dagsett 28. ágúst 2019. Sjóvá taldi að slysið mætti rekja til sakar starfsmanna vinnustaðarins eða vanbúnaðar sem vinnustaðurinn bæri ábyrgð á. Þá gæti vinnustaðurinn ekki borið ábyrgð á því að Vinnueftirlit og lögregla heðfu ekki rannsakað aðstæður á slysstaðnum með fullnægjandi hætti. Í kjölfarið leitaði konan til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum og komst nefndin að þeirri niðurstöðu að konan ætti óskertan rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu vinnustaðarins hjá Sjóvá. Sjóvá tilkynnti í kjölfarið að það myndi ekki fara eftir úrskurðinum og sagðist ekki teja að sýnt hafi verið fram á að gólfið hafi verið hált. Sömuleiðis gæti vinnustaðurinn ekki borið ábyrgð á sinnuleysi Vinnueftirlits ríkisins til að rannsaka aðstæður á slysstað. Vísað er til þess í niðurstöðukafla dómsins að yfirmaður á vinnustaðnum hafi sama dag og slysið átti sér stað sett tölvupóst á starfsmennina þar sem hann skrifaði að gólfið í eldhúsinu væri svakalega hált og væri bleyta eða fita á gólfinu þyrftu menn að fara mjög varlega. „Ég þarf án efa að grípa til einhverra aðgerða til að gera vinnuaðstöðuna betri. Eruð þið með einhverjar lausnir í handraðanum? Ég er að velta fyrir mér einhverjum gúmmímottum... en fella menn sig ekki bara á þeim?“ skrifaði yfirmaðurinn í póstinum. Af þessu, segir í niðurstöðu dómsins, mátti leggja til grundvallar að full vitneskja hafi verið hjá vinnustaðnum að eldhúsgólfið væri óvenju hált, sérstaklega þegar fita eða bleyta væri á því. Þá hefði átt að kalla til Vinnueftirlitið til að taka út aðstöðuna eftir slysið og Sjóvár að bera sönnunarbyrðina um þau atriði sem greint væri um. Vinnustaðurinn hafi sömuleiðis ekki gripið til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir slys. Dómsmál Vinnuslys Tryggingar Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Konan var á þessum tíma að vinna í eldhúsi og var umræddan dag að bera fram morgunverð. Slysið var tilkynnt til vinnnueftirlitsins með þeirri lýstingu að þjónn hafi runnið til í bleytu á gólfi og fallið en slysið var ekki rannsakað af hálfu eftirlitsins. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var kveðinn upp 31. mars síðastliðinn, að daginn eftir slysið hafi faðir konunnar tilkynnt það til lögreglu. Slysið var síðan tilkynnt til Slysatrygginga Íslands 4. október sama ár. Konan sendi svo Sjóvá bréf árið 2019 þar sem hún óskaði eftir afstöðu Sjóvár til skaðabótaskyldu þar sem vinnuveitandi hennar bæri, að hennar mati, skaðabótaábyrgð á slysi hennar. Að hennar mati hafi vinnustaðurinn ekki hlutast til um að grípa til viðeigandi ráðstafana vegna bleytu og fitu á gólfi eldhússins. Hún greindi þar frá því að bæði hún sjálf og samstarfsfólk hennar hafi margoft gert athugasemdir við hve hált gólfið væri sökum fitu og bleytu og að ekki væru fyrir hendi fituleysandi efni eða reynt að draga úr hálku með öðru móti. Konan vísaði þá til þess að Vinnueftirlitið hefði ekki sinnt skyldu sinni og orsakir slyssins ekki verið rannsakaðar með fullnægjandi hætti. Yfirmaður vissi af hættulega hálu gólfinu Sjóvá hafnaði bótaskyldu með bréfi sem er dagsett 28. ágúst 2019. Sjóvá taldi að slysið mætti rekja til sakar starfsmanna vinnustaðarins eða vanbúnaðar sem vinnustaðurinn bæri ábyrgð á. Þá gæti vinnustaðurinn ekki borið ábyrgð á því að Vinnueftirlit og lögregla heðfu ekki rannsakað aðstæður á slysstaðnum með fullnægjandi hætti. Í kjölfarið leitaði konan til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum og komst nefndin að þeirri niðurstöðu að konan ætti óskertan rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu vinnustaðarins hjá Sjóvá. Sjóvá tilkynnti í kjölfarið að það myndi ekki fara eftir úrskurðinum og sagðist ekki teja að sýnt hafi verið fram á að gólfið hafi verið hált. Sömuleiðis gæti vinnustaðurinn ekki borið ábyrgð á sinnuleysi Vinnueftirlits ríkisins til að rannsaka aðstæður á slysstað. Vísað er til þess í niðurstöðukafla dómsins að yfirmaður á vinnustaðnum hafi sama dag og slysið átti sér stað sett tölvupóst á starfsmennina þar sem hann skrifaði að gólfið í eldhúsinu væri svakalega hált og væri bleyta eða fita á gólfinu þyrftu menn að fara mjög varlega. „Ég þarf án efa að grípa til einhverra aðgerða til að gera vinnuaðstöðuna betri. Eruð þið með einhverjar lausnir í handraðanum? Ég er að velta fyrir mér einhverjum gúmmímottum... en fella menn sig ekki bara á þeim?“ skrifaði yfirmaðurinn í póstinum. Af þessu, segir í niðurstöðu dómsins, mátti leggja til grundvallar að full vitneskja hafi verið hjá vinnustaðnum að eldhúsgólfið væri óvenju hált, sérstaklega þegar fita eða bleyta væri á því. Þá hefði átt að kalla til Vinnueftirlitið til að taka út aðstöðuna eftir slysið og Sjóvár að bera sönnunarbyrðina um þau atriði sem greint væri um. Vinnustaðurinn hafi sömuleiðis ekki gripið til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir slys.
Dómsmál Vinnuslys Tryggingar Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira