Fær bætur eftir að hafa runnið til í bleytu með grautarpott Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2022 17:22 Sjóvá er gert að greiða konunni þrjár milljónir króna í bætur. Vísir/Hanna Tryggingafélaginu Sjóvá hefur verið dæmt að greiða konu þrjár milljónir króna í bætur eftir að hún slasaðist á vinnustað sínum árið 2016. Konan hafði verið að reiða fram pott af hafragraut þegar hún rann til á eldhúsgólfi vinnustaðarins með þeim afleiðingum að hún olnbogabrotnaði. Konan var á þessum tíma að vinna í eldhúsi og var umræddan dag að bera fram morgunverð. Slysið var tilkynnt til vinnnueftirlitsins með þeirri lýstingu að þjónn hafi runnið til í bleytu á gólfi og fallið en slysið var ekki rannsakað af hálfu eftirlitsins. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var kveðinn upp 31. mars síðastliðinn, að daginn eftir slysið hafi faðir konunnar tilkynnt það til lögreglu. Slysið var síðan tilkynnt til Slysatrygginga Íslands 4. október sama ár. Konan sendi svo Sjóvá bréf árið 2019 þar sem hún óskaði eftir afstöðu Sjóvár til skaðabótaskyldu þar sem vinnuveitandi hennar bæri, að hennar mati, skaðabótaábyrgð á slysi hennar. Að hennar mati hafi vinnustaðurinn ekki hlutast til um að grípa til viðeigandi ráðstafana vegna bleytu og fitu á gólfi eldhússins. Hún greindi þar frá því að bæði hún sjálf og samstarfsfólk hennar hafi margoft gert athugasemdir við hve hált gólfið væri sökum fitu og bleytu og að ekki væru fyrir hendi fituleysandi efni eða reynt að draga úr hálku með öðru móti. Konan vísaði þá til þess að Vinnueftirlitið hefði ekki sinnt skyldu sinni og orsakir slyssins ekki verið rannsakaðar með fullnægjandi hætti. Yfirmaður vissi af hættulega hálu gólfinu Sjóvá hafnaði bótaskyldu með bréfi sem er dagsett 28. ágúst 2019. Sjóvá taldi að slysið mætti rekja til sakar starfsmanna vinnustaðarins eða vanbúnaðar sem vinnustaðurinn bæri ábyrgð á. Þá gæti vinnustaðurinn ekki borið ábyrgð á því að Vinnueftirlit og lögregla heðfu ekki rannsakað aðstæður á slysstaðnum með fullnægjandi hætti. Í kjölfarið leitaði konan til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum og komst nefndin að þeirri niðurstöðu að konan ætti óskertan rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu vinnustaðarins hjá Sjóvá. Sjóvá tilkynnti í kjölfarið að það myndi ekki fara eftir úrskurðinum og sagðist ekki teja að sýnt hafi verið fram á að gólfið hafi verið hált. Sömuleiðis gæti vinnustaðurinn ekki borið ábyrgð á sinnuleysi Vinnueftirlits ríkisins til að rannsaka aðstæður á slysstað. Vísað er til þess í niðurstöðukafla dómsins að yfirmaður á vinnustaðnum hafi sama dag og slysið átti sér stað sett tölvupóst á starfsmennina þar sem hann skrifaði að gólfið í eldhúsinu væri svakalega hált og væri bleyta eða fita á gólfinu þyrftu menn að fara mjög varlega. „Ég þarf án efa að grípa til einhverra aðgerða til að gera vinnuaðstöðuna betri. Eruð þið með einhverjar lausnir í handraðanum? Ég er að velta fyrir mér einhverjum gúmmímottum... en fella menn sig ekki bara á þeim?“ skrifaði yfirmaðurinn í póstinum. Af þessu, segir í niðurstöðu dómsins, mátti leggja til grundvallar að full vitneskja hafi verið hjá vinnustaðnum að eldhúsgólfið væri óvenju hált, sérstaklega þegar fita eða bleyta væri á því. Þá hefði átt að kalla til Vinnueftirlitið til að taka út aðstöðuna eftir slysið og Sjóvár að bera sönnunarbyrðina um þau atriði sem greint væri um. Vinnustaðurinn hafi sömuleiðis ekki gripið til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir slys. Dómsmál Vinnuslys Tryggingar Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
Konan var á þessum tíma að vinna í eldhúsi og var umræddan dag að bera fram morgunverð. Slysið var tilkynnt til vinnnueftirlitsins með þeirri lýstingu að þjónn hafi runnið til í bleytu á gólfi og fallið en slysið var ekki rannsakað af hálfu eftirlitsins. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var kveðinn upp 31. mars síðastliðinn, að daginn eftir slysið hafi faðir konunnar tilkynnt það til lögreglu. Slysið var síðan tilkynnt til Slysatrygginga Íslands 4. október sama ár. Konan sendi svo Sjóvá bréf árið 2019 þar sem hún óskaði eftir afstöðu Sjóvár til skaðabótaskyldu þar sem vinnuveitandi hennar bæri, að hennar mati, skaðabótaábyrgð á slysi hennar. Að hennar mati hafi vinnustaðurinn ekki hlutast til um að grípa til viðeigandi ráðstafana vegna bleytu og fitu á gólfi eldhússins. Hún greindi þar frá því að bæði hún sjálf og samstarfsfólk hennar hafi margoft gert athugasemdir við hve hált gólfið væri sökum fitu og bleytu og að ekki væru fyrir hendi fituleysandi efni eða reynt að draga úr hálku með öðru móti. Konan vísaði þá til þess að Vinnueftirlitið hefði ekki sinnt skyldu sinni og orsakir slyssins ekki verið rannsakaðar með fullnægjandi hætti. Yfirmaður vissi af hættulega hálu gólfinu Sjóvá hafnaði bótaskyldu með bréfi sem er dagsett 28. ágúst 2019. Sjóvá taldi að slysið mætti rekja til sakar starfsmanna vinnustaðarins eða vanbúnaðar sem vinnustaðurinn bæri ábyrgð á. Þá gæti vinnustaðurinn ekki borið ábyrgð á því að Vinnueftirlit og lögregla heðfu ekki rannsakað aðstæður á slysstaðnum með fullnægjandi hætti. Í kjölfarið leitaði konan til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum og komst nefndin að þeirri niðurstöðu að konan ætti óskertan rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu vinnustaðarins hjá Sjóvá. Sjóvá tilkynnti í kjölfarið að það myndi ekki fara eftir úrskurðinum og sagðist ekki teja að sýnt hafi verið fram á að gólfið hafi verið hált. Sömuleiðis gæti vinnustaðurinn ekki borið ábyrgð á sinnuleysi Vinnueftirlits ríkisins til að rannsaka aðstæður á slysstað. Vísað er til þess í niðurstöðukafla dómsins að yfirmaður á vinnustaðnum hafi sama dag og slysið átti sér stað sett tölvupóst á starfsmennina þar sem hann skrifaði að gólfið í eldhúsinu væri svakalega hált og væri bleyta eða fita á gólfinu þyrftu menn að fara mjög varlega. „Ég þarf án efa að grípa til einhverra aðgerða til að gera vinnuaðstöðuna betri. Eruð þið með einhverjar lausnir í handraðanum? Ég er að velta fyrir mér einhverjum gúmmímottum... en fella menn sig ekki bara á þeim?“ skrifaði yfirmaðurinn í póstinum. Af þessu, segir í niðurstöðu dómsins, mátti leggja til grundvallar að full vitneskja hafi verið hjá vinnustaðnum að eldhúsgólfið væri óvenju hált, sérstaklega þegar fita eða bleyta væri á því. Þá hefði átt að kalla til Vinnueftirlitið til að taka út aðstöðuna eftir slysið og Sjóvár að bera sönnunarbyrðina um þau atriði sem greint væri um. Vinnustaðurinn hafi sömuleiðis ekki gripið til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir slys.
Dómsmál Vinnuslys Tryggingar Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira