Vaktin: Gæti tekið mörg ár að hreinsa upp jarðsprengjur Rússa Eiður Þór Árnason og Árni Sæberg skrifa 2. apríl 2022 07:38 Rússneskir hermenn skildu eftir sig gríðarlegan fjölda jarðsprengja þegar þeir hörfuðu frá svæðum í kringum Kænugarð. Þessi mynd var tekin í bænum Bucha í dag. AP Photo/Rodrigo Abd Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, segir að rússneskar hersveitir hafi komið fyrir jarðsprengjum í íbúðum og líkum á sama tíma og þær hörfi rólega úr norðurhluta landsins. Þetta kom fram í nýjasta ávarpi forsetans til úkraínsku þjóðarinnar. Hann varaði sömuleiðis við því að staðan væri áfram gríðarlega erfið í austurhlutanum þar sem Rússar væru að undirbúa árásir í Kharkív og Donbas-héraði. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Rússnesk flugskeyti hæfðu tvær borgir í miðhluta Úkraínu snemma í morgun og ollu skemmdum á innviðum og íbúðabyggingum, að sögn ráðamanns í Poltava-héraði. Bandarísk varnarmálayfirvöld hyggjast veita Úkraínumönnum aukna aðstoð í formi hergagnapakka sem inniheldur meðal annars eldflaugakerfi og dróna fyrir alls 300 milljónir bandaríkjadala. Alþjóða Rauði krossinn mun í dag reyna aftur að flytja fólk frá hinni stríðshrjáðu Maríupol eftir að hjálparstarfsmönnum var gert að yfirgefa svæðið í gær. Þrátt fyrir það tókst yfir þrjú þúsund íbúum að flýja borgina í gær. Rússar segja að úkraínskar þyrlur hafi gert árás á olíubirgðastöð í Belgorod í Rússlandi, nærri Kharkív, og eyðilagt olíutanka. Úkraínskir ráðamenn hafna því að hersveitir þeirra hafi átt þátt í árásinni. Úkraínumenn segja að minnst 158 börn hafi fallið í stríðsátökunum og 254 særst.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Rússnesk flugskeyti hæfðu tvær borgir í miðhluta Úkraínu snemma í morgun og ollu skemmdum á innviðum og íbúðabyggingum, að sögn ráðamanns í Poltava-héraði. Bandarísk varnarmálayfirvöld hyggjast veita Úkraínumönnum aukna aðstoð í formi hergagnapakka sem inniheldur meðal annars eldflaugakerfi og dróna fyrir alls 300 milljónir bandaríkjadala. Alþjóða Rauði krossinn mun í dag reyna aftur að flytja fólk frá hinni stríðshrjáðu Maríupol eftir að hjálparstarfsmönnum var gert að yfirgefa svæðið í gær. Þrátt fyrir það tókst yfir þrjú þúsund íbúum að flýja borgina í gær. Rússar segja að úkraínskar þyrlur hafi gert árás á olíubirgðastöð í Belgorod í Rússlandi, nærri Kharkív, og eyðilagt olíutanka. Úkraínskir ráðamenn hafna því að hersveitir þeirra hafi átt þátt í árásinni. Úkraínumenn segja að minnst 158 börn hafi fallið í stríðsátökunum og 254 særst.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna