Aron Kristján um næsta leik við Val: Það er bara úrslitaleikur Þorsteinn Hjálmsson skrifar 1. apríl 2022 22:45 Aron Kristjánsson og lærisveinar hans eru á toppnum. Vísir/Hulda Margrét Haukarnir náðu að klára KA í kvöld með góðum endaspretti og Aron Kristjánsson þjálfari liðsins var ánægður með viljastyrj sinna manna. Haukar fengu KA í heimsókn í kvöld í 20. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Var leikurinn spennandi allt fram á lokamínútu leiksins. Lauk leiknum þó með þriggja marka sigri heimamanna, eftir að hafa verið undir stóran hluta leiksins. Lokatölur 27-24. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, fannst sýnir menn sýna mikinn viljastyrk til að vinna leikinn. „Þetta var bara svolítið erfitt í dag. Við sýndum mikinn sigurvilja og neituðum að láta leggja okkur. Við ætluðum að taka þessi tvö stig og þetta var svona erfiður leikur framan af. Við vorum að fá allt of mikið af tveggja mínútna brottvísunum í fyrri hálfleik og lentum tvisvar sinnum tveimur færri. Það er mjög erfið staða í einum hálfleik að lenda tvisvar sinnum tveimur mönnum færri. Klikkum á dauðafærum úr hornunum, þó nokkrum, samt bara tvö mörk í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var töluvert betri. Við náum fjögurra marka forskoti í seinni hálfleik, þannig að það er sex marka sveifla. Við klárum tvö stig.“ Aðspurður út í hvað honum þætti um allan þann fjölda brottvísana sem lið hans fékk í kvöld sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, þetta. „Ég sá ekki eins og í fyrri hálfleik en síðasta var alveg rétt (tveggja mínútna refsing á Stefán Rafn Sigurmannsson). Við vorum klaufalegir líka. Hornamennirnir okkar að stíga inn í menn í dauðafærum og svo framvegis, í stað þess að láta menn fara. Það er bara ekki nógu gott, við þurfum að vera klókari þar. Ég var ánægður með þéttleikann varnarlega í seinni hálfleik, þá vorum við grimmir í okkar leik. Við vorum að vísu að lenda í smá vandræðum, meiðsla vandræðum og Stebbi (Stefán Rafn Sigurmannsson) með þrisvar tvær. En þú veist, bara berjast fyrir þessu.“ Aroni Kristjánssyni, þjálfari Hauka, fannst sitt lið sýna klaufaskap undir lok leiksins .þegar KA-menn náðu að minnka muninn niður í eitt mark. „Það var náttúrulega ótrúlegur klaufagangur. Við stillum einhverju ákveðnu upp en náum ekki að, stöndum á vitlausum stöðum og eitthvað. Það er líka að vera í þessari stöðu, leikmennirnir eru inn á að stýra, þetta var svolítið óðagot. Venjulega erum við að gera þessa hluti mjög vel og líka klikkum á dauðafærum fyrir utan tæknifeila. Við sýnum styrk að klára þetta.“ Næst síðasta umferð Olís-deildarinnar fer fram næstkomandi miðvikudag og þar mæta Haukar Val. Sitja þessi tvö lið í efstu sætum deildarinnar þar sem aðeins tvö stig skilja liðin að. Gæti sá leikur ráðið úrslitum um deildarmeistaratitilinn. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var stutt orður þegar hann var spurður út í þann leik. „Það er bara úrslitaleikur.“ Olís-deild karla Haukar Handbolti Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Haukar fengu KA í heimsókn í kvöld í 20. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Var leikurinn spennandi allt fram á lokamínútu leiksins. Lauk leiknum þó með þriggja marka sigri heimamanna, eftir að hafa verið undir stóran hluta leiksins. Lokatölur 27-24. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, fannst sýnir menn sýna mikinn viljastyrk til að vinna leikinn. „Þetta var bara svolítið erfitt í dag. Við sýndum mikinn sigurvilja og neituðum að láta leggja okkur. Við ætluðum að taka þessi tvö stig og þetta var svona erfiður leikur framan af. Við vorum að fá allt of mikið af tveggja mínútna brottvísunum í fyrri hálfleik og lentum tvisvar sinnum tveimur færri. Það er mjög erfið staða í einum hálfleik að lenda tvisvar sinnum tveimur mönnum færri. Klikkum á dauðafærum úr hornunum, þó nokkrum, samt bara tvö mörk í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var töluvert betri. Við náum fjögurra marka forskoti í seinni hálfleik, þannig að það er sex marka sveifla. Við klárum tvö stig.“ Aðspurður út í hvað honum þætti um allan þann fjölda brottvísana sem lið hans fékk í kvöld sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, þetta. „Ég sá ekki eins og í fyrri hálfleik en síðasta var alveg rétt (tveggja mínútna refsing á Stefán Rafn Sigurmannsson). Við vorum klaufalegir líka. Hornamennirnir okkar að stíga inn í menn í dauðafærum og svo framvegis, í stað þess að láta menn fara. Það er bara ekki nógu gott, við þurfum að vera klókari þar. Ég var ánægður með þéttleikann varnarlega í seinni hálfleik, þá vorum við grimmir í okkar leik. Við vorum að vísu að lenda í smá vandræðum, meiðsla vandræðum og Stebbi (Stefán Rafn Sigurmannsson) með þrisvar tvær. En þú veist, bara berjast fyrir þessu.“ Aroni Kristjánssyni, þjálfari Hauka, fannst sitt lið sýna klaufaskap undir lok leiksins .þegar KA-menn náðu að minnka muninn niður í eitt mark. „Það var náttúrulega ótrúlegur klaufagangur. Við stillum einhverju ákveðnu upp en náum ekki að, stöndum á vitlausum stöðum og eitthvað. Það er líka að vera í þessari stöðu, leikmennirnir eru inn á að stýra, þetta var svolítið óðagot. Venjulega erum við að gera þessa hluti mjög vel og líka klikkum á dauðafærum fyrir utan tæknifeila. Við sýnum styrk að klára þetta.“ Næst síðasta umferð Olís-deildarinnar fer fram næstkomandi miðvikudag og þar mæta Haukar Val. Sitja þessi tvö lið í efstu sætum deildarinnar þar sem aðeins tvö stig skilja liðin að. Gæti sá leikur ráðið úrslitum um deildarmeistaratitilinn. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var stutt orður þegar hann var spurður út í þann leik. „Það er bara úrslitaleikur.“
Olís-deild karla Haukar Handbolti Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira