Kveðst hafa verið sagt upp á Fréttablaðinu af pólitískum ástæðum Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2022 16:50 Sigmundur Ernir Rúnarsson, Helgi Vífill Júlíusson og Guðmundur Gunnarsson. Samsett Helgi Vífill Júlíusson, fráfarandi fréttastjóri Markaðarins, segir það hafa komið sér verulega í opna skjöldu þegar honum var sagt upp störfum með minna en tveggja daga fyrirvara. Greinilegt sé að pólitísk, frekar en fagleg sjónarmið hafi ráðið för. Greint var frá því fyrr í dag að Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti Viðreisnar, hafi verið ráðinn nýr fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Helgi tók við af Herði Ægissyni sem hætti á Markaðnum til að stofna Innherja, nýjan viðskiptamiðil á Vísi. Helgi segir að Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, hafi sagt sér upp störfum undir lok dags á miðvikudag. Að morgni föstudags, innan við tveimur sólarhringum síðar, var Guðmundur mættur til starfa á ritstjórn Fréttablaðsins. Helga var ekki boðið að starfa áfram eftir að Guðmundur tæki við. Óvissutímar fram undan Helgi segir að stjórnendur blaðsins hafi ekki gagnrýnt störf sín fram að þessu en Sigmundur hafi nú vísað til þess að hann vildi auka lestur Markaðarins og sjá fleiri skúbb. Ráðning Guðmundar kom Helga sömuleiðis á óvart. „Manni finnst kannski liggja í augum uppi að þetta er pólitísk ráðning. Aðaleigandi blaðsins Helgi Magnússon kom að stofnun Viðreisnar og svo ráða þeir þennan varaþingmann Viðreisnar. Ég hef verið viðskiptablaðamaður frá árinu 2006 með hléum en hann hefur enga reynslu af viðskiptablaðamennsku og litla reynslu af viðskiptalífinu.“ Helgi hyggst ekki vinna uppsagnarfrest sinn og segir óvissu ríkja um framhaldið hjá sér. „Ég er bara að lenda, er með minn uppsagnarfrest og uppsafnað sumarleyfi. Annað liggur alls ekki fyrir.“ Sigmundur Ernir, ritstjóri Fréttablaðsins, segir í skriflegu svari að Guðmundur sé lærður blaðamaður með margra ára reynslu. Hann sé fagmaður og láti því ekki skoðanir sínar þvælast fyrir sér í starfi. Vistaskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Guðmundur nýr fréttastjóri Markaðarins Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. 1. apríl 2022 13:33 Torg tapað rúmum milljarði á þremur árum Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla, tapaði 240 milljónum króna árið 2021. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag en ársreikningi félagsins hefur ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár. Árið áður tapaði Torg 599 milljónum króna. 22. mars 2022 10:50 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Greint var frá því fyrr í dag að Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti Viðreisnar, hafi verið ráðinn nýr fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Helgi tók við af Herði Ægissyni sem hætti á Markaðnum til að stofna Innherja, nýjan viðskiptamiðil á Vísi. Helgi segir að Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, hafi sagt sér upp störfum undir lok dags á miðvikudag. Að morgni föstudags, innan við tveimur sólarhringum síðar, var Guðmundur mættur til starfa á ritstjórn Fréttablaðsins. Helga var ekki boðið að starfa áfram eftir að Guðmundur tæki við. Óvissutímar fram undan Helgi segir að stjórnendur blaðsins hafi ekki gagnrýnt störf sín fram að þessu en Sigmundur hafi nú vísað til þess að hann vildi auka lestur Markaðarins og sjá fleiri skúbb. Ráðning Guðmundar kom Helga sömuleiðis á óvart. „Manni finnst kannski liggja í augum uppi að þetta er pólitísk ráðning. Aðaleigandi blaðsins Helgi Magnússon kom að stofnun Viðreisnar og svo ráða þeir þennan varaþingmann Viðreisnar. Ég hef verið viðskiptablaðamaður frá árinu 2006 með hléum en hann hefur enga reynslu af viðskiptablaðamennsku og litla reynslu af viðskiptalífinu.“ Helgi hyggst ekki vinna uppsagnarfrest sinn og segir óvissu ríkja um framhaldið hjá sér. „Ég er bara að lenda, er með minn uppsagnarfrest og uppsafnað sumarleyfi. Annað liggur alls ekki fyrir.“ Sigmundur Ernir, ritstjóri Fréttablaðsins, segir í skriflegu svari að Guðmundur sé lærður blaðamaður með margra ára reynslu. Hann sé fagmaður og láti því ekki skoðanir sínar þvælast fyrir sér í starfi.
Vistaskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Guðmundur nýr fréttastjóri Markaðarins Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. 1. apríl 2022 13:33 Torg tapað rúmum milljarði á þremur árum Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla, tapaði 240 milljónum króna árið 2021. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag en ársreikningi félagsins hefur ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár. Árið áður tapaði Torg 599 milljónum króna. 22. mars 2022 10:50 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Guðmundur nýr fréttastjóri Markaðarins Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. 1. apríl 2022 13:33
Torg tapað rúmum milljarði á þremur árum Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla, tapaði 240 milljónum króna árið 2021. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag en ársreikningi félagsins hefur ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár. Árið áður tapaði Torg 599 milljónum króna. 22. mars 2022 10:50
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent