Guðmundur nýr fréttastjóri Markaðarins Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2022 13:33 Guðmundur var í framboði fyrir Viðreisn í síðustu alþingiskosningum en féll út af þingi eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Aðsend Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. „Ég er náttúrlega gamall fréttahundur og fann það bara mjög sterkt að forvitnin er það sterk í mér og ég er ekki alveg búinn að klára mig í þessum fréttamannabransa, þannig að þegar þessi möguleiki kom upp þá kitlaði það bara of mikið til að sleppa því,“ segir hann í samtali við Vísi. Forveri Guðmundar var Helgi Vífill Júlíusson en honum var sagt upp störfum á miðvikudag. „Ég er bara gríðarlega spenntur og ég held að maður eigi alltaf að fylgja hyggjuvitinu og kviðnum, og ég fann það bara þegar ég labbaði inn á þessa kröftugu fréttastofu að þarna á ég heima,“ segir Guðmundur. Þurfi að læra blaðamennsku á ný Guðmundur vonast til Markaðurinn muni undir hans leiðsögn fjalla um viðskipti og efnahagsmál á mannamáli og á hátt sem fólk tengi við og skilji. „Ég kem inn í gríðarlega sterkt teymi og þau þurfa eiginlega að kenna mér á blaðamennsku því ég kem af ljósvakamiðli en hef fulla trú á því að við eigum bara eftir að mynda öflugt teymi og stunda hörkublaðamennsku.“ Auk þess að vinna fréttir fyrir Fréttablaðið og vef blaðsins er Markaðurinn með sjónvarpsþátt á systurmiðlinum Hringbraut. Guðmundur var nálægt því að vera kjörinn á þing fyrir Viðreisn í síðustu alþingiskosningum en féll út á lokametrunum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hann kærði endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi en hafði ekki erindi sem erfiði. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að Hörður Ægisson hafi verið forveri Guðmundar en hið rétta er að Helgi Vífill Júlíusson gegndi síðast stöðu fréttastjóra. Fjölmiðlar Vistaskipti Viðreisn Tengdar fréttir Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 „Þetta snýst um réttlæti ekki þægindi“ Fyrrverandi Alþingismaður segir ekkert annað í stöðunni eftir fregnir dagsins en að blása til nýrra þingkosninga. Lögreglan á Vesturlandi gaf út í dag sektir á meðlimi yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi en ekki er hægt að fullyrði hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. 20. október 2021 21:31 Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47 Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
„Ég er náttúrlega gamall fréttahundur og fann það bara mjög sterkt að forvitnin er það sterk í mér og ég er ekki alveg búinn að klára mig í þessum fréttamannabransa, þannig að þegar þessi möguleiki kom upp þá kitlaði það bara of mikið til að sleppa því,“ segir hann í samtali við Vísi. Forveri Guðmundar var Helgi Vífill Júlíusson en honum var sagt upp störfum á miðvikudag. „Ég er bara gríðarlega spenntur og ég held að maður eigi alltaf að fylgja hyggjuvitinu og kviðnum, og ég fann það bara þegar ég labbaði inn á þessa kröftugu fréttastofu að þarna á ég heima,“ segir Guðmundur. Þurfi að læra blaðamennsku á ný Guðmundur vonast til Markaðurinn muni undir hans leiðsögn fjalla um viðskipti og efnahagsmál á mannamáli og á hátt sem fólk tengi við og skilji. „Ég kem inn í gríðarlega sterkt teymi og þau þurfa eiginlega að kenna mér á blaðamennsku því ég kem af ljósvakamiðli en hef fulla trú á því að við eigum bara eftir að mynda öflugt teymi og stunda hörkublaðamennsku.“ Auk þess að vinna fréttir fyrir Fréttablaðið og vef blaðsins er Markaðurinn með sjónvarpsþátt á systurmiðlinum Hringbraut. Guðmundur var nálægt því að vera kjörinn á þing fyrir Viðreisn í síðustu alþingiskosningum en féll út á lokametrunum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hann kærði endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi en hafði ekki erindi sem erfiði. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að Hörður Ægisson hafi verið forveri Guðmundar en hið rétta er að Helgi Vífill Júlíusson gegndi síðast stöðu fréttastjóra.
Fjölmiðlar Vistaskipti Viðreisn Tengdar fréttir Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 „Þetta snýst um réttlæti ekki þægindi“ Fyrrverandi Alþingismaður segir ekkert annað í stöðunni eftir fregnir dagsins en að blása til nýrra þingkosninga. Lögreglan á Vesturlandi gaf út í dag sektir á meðlimi yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi en ekki er hægt að fullyrði hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. 20. október 2021 21:31 Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47 Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09
„Þetta snýst um réttlæti ekki þægindi“ Fyrrverandi Alþingismaður segir ekkert annað í stöðunni eftir fregnir dagsins en að blása til nýrra þingkosninga. Lögreglan á Vesturlandi gaf út í dag sektir á meðlimi yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi en ekki er hægt að fullyrði hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. 20. október 2021 21:31
Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47