Hvernig verður Ísland kolefnishlutlaust? Birta Kristín Helgadóttir skrifar 1. apríl 2022 10:31 Íslensk stjórnvöld hafa sett metnaðarfull markmið um árangur í loftslagsmálum, sem felur í sér 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við 1990 og kolefnishlutleysi árið 2040. Íslenskt atvinnulíf tekur virkan þátt í að ná þessum markmiðum um minni losun og kolefnishlutleysi enda mun innleiðing sjálfbærni í rekstri efla samkeppnishæfni fyrirtækja til framtíðar. Einstakar atvinnugreinar hafa þegar tekið málin föstum tökum og gert áætlanir um kolefnishlutleysi, eins hafa fjölmörg fyrirtæki sett sér sambærileg markmið fyrir sína starfsemi. Íslensk fyrirtæki setja með þessu gott fordæmi og byggja traustan grundvöll til að takast á við loftslagsvána. Atvinnulífið leikur stórt hlutverk í loftslagsmálum þegar kemur að tækniþróun, nýsköpun og umhverfisvænum lausnum. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir með sérstaka áherslu á að finna leiðir til að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Grænvangur sér um útgáfu Loftslagsvegvísis atvinnulífsins, en tilgangur hans er að skilgreina stöðuna í hverri grein atvinnulífsins og móta tillögur til úrbóta. Það er nefnilega mikilvægt ef við ætlum að ná raunverulegum árangri í þessum málum að unnið sé skipulega og markvisst, hvort heldur sem einstök fyrirtæki eða atvinnulífið í heild. Öll getum við gert eitthvað Fyrsta skrefið fyrir fyrirtæki sem vilja tileinka sér umhverfis- og loftslagsvænan rekstur er að setja sér raunhæf markmið og skilgreina hvernig standi til að ná þeim með þriggja skrefa ferli, sem byggir á lágmörkun, samdrætti og jöfnun. Fyrsta skrefið gengur út á að að mæla núverandi losun á öllum sviðum og lágmarka losun þar sem það er hægt með með einföldum hætti. Má sem dæmi nefna hluti sem margir taka sem sjálfsögðum, eins og að flokka rusl og draga úr orkunotkun með því t.d. að lækka í ofnum, slökkva ljós í lok dags, nota sparperur og nota stiga frekar en lyftu. Næsta skref er að skoða rekstur fyrirtækisins heildstætt og stíga eins stór skref í átt að orkuskiptum og kolefnishlutleysi og unnt er. Hér geta fyrirtæki hugað að bílaflota sínum og skipt yfir í hreinni bíla, dregið úr bíl- og flugferðum, og auðveldað starfsfólki að nýta umhverfisvænni og heilsusamlegri ferðamáta. Hér er einnig mikilvægt að huga að matarsóun og kolefnisspori máltíða starfsmanna og tileinka sér ábyrg innkaup, sem og að taka úrgangsmál föstum tökum. Þar skiptir máli að minnka sorp með því að endurnýta eins mikið og hægt er og endurvinna það sem eftir stendur. Þá losun sem ekki er hægt að koma í veg fyrir eða lágmarka með einum eða öðrum hætti má þá kolefnisjafna. Fjölmargir aðilar, innlendir og erlendir, bjóða fyrirtækjum kolefnisjöfnun. Auk þess skiptir miklu máli að fyrirtæki geri sér grein fyrir því að kaup á kolefnisjöfnun er ekki vottorð til að gefa í og menga meira. Ársfundur Grænvangs Á ársfundi Grænvangs, sem fram fer næstkomandi þriðjudag, 5. apríl, kl. 14-16 á Grand Hótel Reykjavík munu fulltrúar atvinnulífsins og stjórnvalda koma saman og ræða hvaða leiðir eru færar til að ná markmiðum okkar um að verða kolefnishlutlaus og laus við jarðefnaeldsneyti. Fundurinn er öllum opinn og ég vona að sem flestir sjái sér fært að koma, enda er þetta málefni sem skiptir okkur öll máli. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa sett metnaðarfull markmið um árangur í loftslagsmálum, sem felur í sér 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við 1990 og kolefnishlutleysi árið 2040. Íslenskt atvinnulíf tekur virkan þátt í að ná þessum markmiðum um minni losun og kolefnishlutleysi enda mun innleiðing sjálfbærni í rekstri efla samkeppnishæfni fyrirtækja til framtíðar. Einstakar atvinnugreinar hafa þegar tekið málin föstum tökum og gert áætlanir um kolefnishlutleysi, eins hafa fjölmörg fyrirtæki sett sér sambærileg markmið fyrir sína starfsemi. Íslensk fyrirtæki setja með þessu gott fordæmi og byggja traustan grundvöll til að takast á við loftslagsvána. Atvinnulífið leikur stórt hlutverk í loftslagsmálum þegar kemur að tækniþróun, nýsköpun og umhverfisvænum lausnum. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir með sérstaka áherslu á að finna leiðir til að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Grænvangur sér um útgáfu Loftslagsvegvísis atvinnulífsins, en tilgangur hans er að skilgreina stöðuna í hverri grein atvinnulífsins og móta tillögur til úrbóta. Það er nefnilega mikilvægt ef við ætlum að ná raunverulegum árangri í þessum málum að unnið sé skipulega og markvisst, hvort heldur sem einstök fyrirtæki eða atvinnulífið í heild. Öll getum við gert eitthvað Fyrsta skrefið fyrir fyrirtæki sem vilja tileinka sér umhverfis- og loftslagsvænan rekstur er að setja sér raunhæf markmið og skilgreina hvernig standi til að ná þeim með þriggja skrefa ferli, sem byggir á lágmörkun, samdrætti og jöfnun. Fyrsta skrefið gengur út á að að mæla núverandi losun á öllum sviðum og lágmarka losun þar sem það er hægt með með einföldum hætti. Má sem dæmi nefna hluti sem margir taka sem sjálfsögðum, eins og að flokka rusl og draga úr orkunotkun með því t.d. að lækka í ofnum, slökkva ljós í lok dags, nota sparperur og nota stiga frekar en lyftu. Næsta skref er að skoða rekstur fyrirtækisins heildstætt og stíga eins stór skref í átt að orkuskiptum og kolefnishlutleysi og unnt er. Hér geta fyrirtæki hugað að bílaflota sínum og skipt yfir í hreinni bíla, dregið úr bíl- og flugferðum, og auðveldað starfsfólki að nýta umhverfisvænni og heilsusamlegri ferðamáta. Hér er einnig mikilvægt að huga að matarsóun og kolefnisspori máltíða starfsmanna og tileinka sér ábyrg innkaup, sem og að taka úrgangsmál föstum tökum. Þar skiptir máli að minnka sorp með því að endurnýta eins mikið og hægt er og endurvinna það sem eftir stendur. Þá losun sem ekki er hægt að koma í veg fyrir eða lágmarka með einum eða öðrum hætti má þá kolefnisjafna. Fjölmargir aðilar, innlendir og erlendir, bjóða fyrirtækjum kolefnisjöfnun. Auk þess skiptir miklu máli að fyrirtæki geri sér grein fyrir því að kaup á kolefnisjöfnun er ekki vottorð til að gefa í og menga meira. Ársfundur Grænvangs Á ársfundi Grænvangs, sem fram fer næstkomandi þriðjudag, 5. apríl, kl. 14-16 á Grand Hótel Reykjavík munu fulltrúar atvinnulífsins og stjórnvalda koma saman og ræða hvaða leiðir eru færar til að ná markmiðum okkar um að verða kolefnishlutlaus og laus við jarðefnaeldsneyti. Fundurinn er öllum opinn og ég vona að sem flestir sjái sér fært að koma, enda er þetta málefni sem skiptir okkur öll máli. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun