Sögufrægt hús flutt af Laugavegi til Keflavíkur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2022 07:01 Húsið var rifið upp í heild sinni í fyrrinótt. Aðsend/Grétar Hús sem rataði í fréttir árið 2017 vegna rottumítla var flutt af Laugavegi alla leið til Keflavíkur í fyrrinótt. Húsið er friðað og því stóð eigendum ekki annað til boða en að einfaldlega flytja það í heild sinni. Ráðist var í gagngerar endurbætur á húsinu eftir að þáverandi leigjendur urðu varir við einkennileg hljóð innan úr veggja hússins. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að rottur héldu til í lögnum hússins og báru með sér rottumítla, sem bitu leigjendurna. Leigjendurnir fóru að finna fyrir útbrotum og urðu varir við bit en þau fengu síðar staðfest að um bit rottumítla væri að ræða. Mítlarnir nærast aðallega á blóði nagdýra en geta einnig lifað á fólki. Grétar Sigfinnur Sigurðarson núverandi eigandi hússins ber því þó vel söguna. Til stendur að dytta enn betur að húsinu í Keflavík en Grétar segir að meindýraeyðir hafi tekið húsið í gegn á sínum tíma. „Við keyptum þetta bara í fyrra, ég sá það einmitt þegar maður gúgglaði það einhvern tímann. Þetta var bara orðið gamalt hús og svolítið ógeðslegt. Það var eitthvað vesen þarna í kring en svo var fenginn einhver meindýraeyðir. Það er alveg búið að leigja þetta út í mörg mörg ár en við keyptum þetta bara í fyrra,“ segir Grétar Sigfinnur. Hann bætir við að húsið sé friðað og því hafi þurft að flytja það í heild sinni; alla leið til Keflavíkur. Lögreglan aðstoðaði við flutninginn en hann segir að framkvæmdir á borð við þessa séu vitaskuld alltaf nokkuð umfangsmikilar. Grétar fagnar því þó að vanir menn hafi aðstoðað við verkið og segir allt hafa gengið vel. „Við fengum Minjastofnun í lið með okkur og fengum leyfi fyrir þessu, svo erum við að fara að byggja upp á reitnum sem er núna meira í átt við götumyndina sem er þar á Laugaveginum. Þannig að þetta hús var svolítið út úr kú þarna.“ Eigandi segir að ráðist verði í enn frekari endurbætur á húsinu á nýjum stað.Aðsend/Grétar Húsnæðismál Reykjanesbær Reykjavík Húsavernd Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Ráðist var í gagngerar endurbætur á húsinu eftir að þáverandi leigjendur urðu varir við einkennileg hljóð innan úr veggja hússins. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að rottur héldu til í lögnum hússins og báru með sér rottumítla, sem bitu leigjendurna. Leigjendurnir fóru að finna fyrir útbrotum og urðu varir við bit en þau fengu síðar staðfest að um bit rottumítla væri að ræða. Mítlarnir nærast aðallega á blóði nagdýra en geta einnig lifað á fólki. Grétar Sigfinnur Sigurðarson núverandi eigandi hússins ber því þó vel söguna. Til stendur að dytta enn betur að húsinu í Keflavík en Grétar segir að meindýraeyðir hafi tekið húsið í gegn á sínum tíma. „Við keyptum þetta bara í fyrra, ég sá það einmitt þegar maður gúgglaði það einhvern tímann. Þetta var bara orðið gamalt hús og svolítið ógeðslegt. Það var eitthvað vesen þarna í kring en svo var fenginn einhver meindýraeyðir. Það er alveg búið að leigja þetta út í mörg mörg ár en við keyptum þetta bara í fyrra,“ segir Grétar Sigfinnur. Hann bætir við að húsið sé friðað og því hafi þurft að flytja það í heild sinni; alla leið til Keflavíkur. Lögreglan aðstoðaði við flutninginn en hann segir að framkvæmdir á borð við þessa séu vitaskuld alltaf nokkuð umfangsmikilar. Grétar fagnar því þó að vanir menn hafi aðstoðað við verkið og segir allt hafa gengið vel. „Við fengum Minjastofnun í lið með okkur og fengum leyfi fyrir þessu, svo erum við að fara að byggja upp á reitnum sem er núna meira í átt við götumyndina sem er þar á Laugaveginum. Þannig að þetta hús var svolítið út úr kú þarna.“ Eigandi segir að ráðist verði í enn frekari endurbætur á húsinu á nýjum stað.Aðsend/Grétar
Húsnæðismál Reykjanesbær Reykjavík Húsavernd Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira