Samið um smíði þjóðargjafar vegna afmælis fullveldisins Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2022 22:22 Samningur um smíðina undirritaður í höfuðstöðvum Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði síðdegis. Egill Aðalsteinsson Samningur um smíði nýs hafrannsóknaskips var undirritaður nú síðdegis. Áætlað er smíðin kosti um 4,7 milljarða króna og á skipið að vera tilbúið haustið 2024, eftir 30 mánuði. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá athöfninni í höfuðstöðvum Hafró í Hafnarfirði þegar ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir, ásamt Þorsteini Sigurðssyni, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, skrifuðu undir samninginn við skipasmíðastöðina Astilleros Armón í Vigo á Spáni. Spænska stöðin átti lægsta tilboð í smíði skipsins, um 33,5 milljónir evra, og var gengið að því. Nýja skipið á að vera tilbúið haustið 2024 og leysir af Bjarna Sæmundsson.Hafrannsóknastofnun Alþingi samþykkti þingsályktun um smíði skipsins á hátíðarfundi á Lögbergi á Þingvöllum sumarið 2018 í tilefni eitthundrað ára fullveldisafmælisins. Tillagan gerði ráð fyrir að skipið yrði smíðað á árunum 2020 og 2021. „Öflugar hafrannsóknir og vöktun á umhverfi sjávar eru forsenda sjálfbærrar nýtingar sjávarauðlindanna sem auka þekkingu á umhverfinu og þeim breytingum sem þar eru að verða,“ sagði í greinargerð tillögunnar sem formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi stóðu að með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem fyrsta flutningsmann. Að lokinni undirritun. Frá vinstri Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Laudelino Alperi Baragaño, forstjóri Astilleros Armón í Vigo.Egill Aðalsteinsson Nýja skipinu er ætlað að koma í stað rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar, sem smíðað var árið 1970 og verður þannig 52 ára gamalt í ár. Nýrra skip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson, var smíðað árið 2000, og er því 22 ára gamalt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vísindi Sjávarútvegur Umhverfismál Alþingi Þingvellir Spánn Tengdar fréttir Hafró fær loksins langþráð rannsóknarskip Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í næstu viku verða afgreiddar tvær tillögur formanna allra flokka á þingi um kaup á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun og stofnun Barnamenningarsjóðs sem fær fimm hundruð milljónir króna á næstu fimm árum. 13. júlí 2018 20:22 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá athöfninni í höfuðstöðvum Hafró í Hafnarfirði þegar ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir, ásamt Þorsteini Sigurðssyni, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, skrifuðu undir samninginn við skipasmíðastöðina Astilleros Armón í Vigo á Spáni. Spænska stöðin átti lægsta tilboð í smíði skipsins, um 33,5 milljónir evra, og var gengið að því. Nýja skipið á að vera tilbúið haustið 2024 og leysir af Bjarna Sæmundsson.Hafrannsóknastofnun Alþingi samþykkti þingsályktun um smíði skipsins á hátíðarfundi á Lögbergi á Þingvöllum sumarið 2018 í tilefni eitthundrað ára fullveldisafmælisins. Tillagan gerði ráð fyrir að skipið yrði smíðað á árunum 2020 og 2021. „Öflugar hafrannsóknir og vöktun á umhverfi sjávar eru forsenda sjálfbærrar nýtingar sjávarauðlindanna sem auka þekkingu á umhverfinu og þeim breytingum sem þar eru að verða,“ sagði í greinargerð tillögunnar sem formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi stóðu að með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem fyrsta flutningsmann. Að lokinni undirritun. Frá vinstri Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Laudelino Alperi Baragaño, forstjóri Astilleros Armón í Vigo.Egill Aðalsteinsson Nýja skipinu er ætlað að koma í stað rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar, sem smíðað var árið 1970 og verður þannig 52 ára gamalt í ár. Nýrra skip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson, var smíðað árið 2000, og er því 22 ára gamalt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vísindi Sjávarútvegur Umhverfismál Alþingi Þingvellir Spánn Tengdar fréttir Hafró fær loksins langþráð rannsóknarskip Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í næstu viku verða afgreiddar tvær tillögur formanna allra flokka á þingi um kaup á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun og stofnun Barnamenningarsjóðs sem fær fimm hundruð milljónir króna á næstu fimm árum. 13. júlí 2018 20:22 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Hafró fær loksins langþráð rannsóknarskip Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í næstu viku verða afgreiddar tvær tillögur formanna allra flokka á þingi um kaup á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun og stofnun Barnamenningarsjóðs sem fær fimm hundruð milljónir króna á næstu fimm árum. 13. júlí 2018 20:22