Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. mars 2022 22:00 Fjölmenni var á hátíðinni. Ráðherrar, ráðgjafar, frumkvöðlar og fjárfestar með fulla vasa. Vísir/Arnar Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. Nýsköpunarhreyfingin Norðanátt stóð fyrir hátíðinni, þar sem markmiðið var að kynna nýsköpunarfyrirtæki á Norðurlandi fyrir fjárfestum. Matur, vatn og orka voru áhersluorð hátíðarinnar. „Þetta snýst rosa mikið um tengslamyndun og líka bara akkúrat að fá fjárfestana norður. Þetta hefur oft verið þannig að við höfum verið að fara suður til að sækja fjármagn ef þess þarf í start-up verkefni,“ sagði Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims, sem kom að skipulagningu hátíðarinnar. Fulltrúar fjársterkra aðila fylgdust grannt með kynningum frumkvöðlanna, þar á meðal fulltrúi Eyris Venture Management, sem sérhæfir sig í að fjárfesta í verkefnum sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir - Framkvæmdastjóri EimsVísir/Arnar Þið eruð væntanlega með alla anga úti að reyna að finna vænlega kosti. Er það oft sem þið fáið tækifæri eins og þetta, að koma eitthvað út á land að kynnast því sem er í gangi þar? „Nei, það er ekki oft sem við fáum þetta tækifæri að koma út á land að kynnast þeim tækifærum sem eru úti á landi,“ sagði Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Eyris Venture Management. „Það að það sé skipulagður svona viðburður þar sem við getum komið að sunnan, kynnt okkur þetta allt og fengið að sjá hvað hvað er að gerast. Þetta skiptir rosalega miklu máli, líka fyrir okkur, fyrir þau sem eru að starfa í þessum sprotafyrirtækjum og fyrir okkur sem erum í fjárfestingum,“ sagði hún einnig. Möguleg stórfyrirtæki framtíðarinnar Frumkvöðlafyrirtækin tíu eru fjölbreytt en öll með það að markmiði að vekja athygli á hátíðinni í dag. Efla tengslsin, frá ráðgjöf og mögulega næla sér í fjármagn fyrir framtíðina. Á meðal þeirra sem hélt kynningu í dag var Júlía Katrín Björke, framkvæmdastjóri Mýsköpunar, en Vísir kíkti í heimsókn í nýsköpunarfyrirtæki hennar í vetur. „Þetta var náttúrulega mjög spennandi en dálítil áskorun líka. Það er ekki á hverjum degi sem maður er að kynna fyrirtækið sitt fyrir fullum sal af fólki og ráðherrum líka en frábært tækifæri,“ sagði Júlía Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar hélt erindi áður en frumkvöðlarnir kynntu fyrirtæki sín. Hvatti hún þá til dáða.Vísir/Arnar Ráðherra nýsköpunarmála fylgdist grannt með og var ánægð með nýskökunarkraftinn á Norðurlandi. Kannski leynist næsta stórfyrirtæki landsins hér? „Þau leynast oft á svona stöðum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar Nýsköpun Tækni Umhverfismál Matvælaframleiðsla Fjallabyggð Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Nýsköpunarhreyfingin Norðanátt stóð fyrir hátíðinni, þar sem markmiðið var að kynna nýsköpunarfyrirtæki á Norðurlandi fyrir fjárfestum. Matur, vatn og orka voru áhersluorð hátíðarinnar. „Þetta snýst rosa mikið um tengslamyndun og líka bara akkúrat að fá fjárfestana norður. Þetta hefur oft verið þannig að við höfum verið að fara suður til að sækja fjármagn ef þess þarf í start-up verkefni,“ sagði Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims, sem kom að skipulagningu hátíðarinnar. Fulltrúar fjársterkra aðila fylgdust grannt með kynningum frumkvöðlanna, þar á meðal fulltrúi Eyris Venture Management, sem sérhæfir sig í að fjárfesta í verkefnum sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir - Framkvæmdastjóri EimsVísir/Arnar Þið eruð væntanlega með alla anga úti að reyna að finna vænlega kosti. Er það oft sem þið fáið tækifæri eins og þetta, að koma eitthvað út á land að kynnast því sem er í gangi þar? „Nei, það er ekki oft sem við fáum þetta tækifæri að koma út á land að kynnast þeim tækifærum sem eru úti á landi,“ sagði Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Eyris Venture Management. „Það að það sé skipulagður svona viðburður þar sem við getum komið að sunnan, kynnt okkur þetta allt og fengið að sjá hvað hvað er að gerast. Þetta skiptir rosalega miklu máli, líka fyrir okkur, fyrir þau sem eru að starfa í þessum sprotafyrirtækjum og fyrir okkur sem erum í fjárfestingum,“ sagði hún einnig. Möguleg stórfyrirtæki framtíðarinnar Frumkvöðlafyrirtækin tíu eru fjölbreytt en öll með það að markmiði að vekja athygli á hátíðinni í dag. Efla tengslsin, frá ráðgjöf og mögulega næla sér í fjármagn fyrir framtíðina. Á meðal þeirra sem hélt kynningu í dag var Júlía Katrín Björke, framkvæmdastjóri Mýsköpunar, en Vísir kíkti í heimsókn í nýsköpunarfyrirtæki hennar í vetur. „Þetta var náttúrulega mjög spennandi en dálítil áskorun líka. Það er ekki á hverjum degi sem maður er að kynna fyrirtækið sitt fyrir fullum sal af fólki og ráðherrum líka en frábært tækifæri,“ sagði Júlía Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar hélt erindi áður en frumkvöðlarnir kynntu fyrirtæki sín. Hvatti hún þá til dáða.Vísir/Arnar Ráðherra nýsköpunarmála fylgdist grannt með og var ánægð með nýskökunarkraftinn á Norðurlandi. Kannski leynist næsta stórfyrirtæki landsins hér? „Þau leynast oft á svona stöðum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar
Nýsköpun Tækni Umhverfismál Matvælaframleiðsla Fjallabyggð Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira