Fjárfestahátíð á Siglufirði kemur Norðurlandi á „nýsköpunarkortið“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. mars 2022 14:41 Fjárfestahátíð fer fram á Siglufirði í dag þar sem norðlenskir frumkvöðlar kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum. Hátíðin er afrakstur stefnumótunarvinnu heimafólks sem hefur lagt fram sína framtíðarsýn í atvinnumálum. Norðlendingar leggja áherslu á sjálfbærni og græna atvinnustarfsemi Jón Steinar Í dag verður haldin fjárfestahátíð á Siglufirði þar sem frumkvöðlar geta kynnt verkefni sín fyrir fjárfestum. Hugmyndin er að skapa vettvang á Norðurlandi til að leiða saman þessa hópa, sýna gróskuna og öll tækifærin á Norðurlandi. Það stendur mikið til á Siglufirði í dag þar sem kastljósinu verður beint að atvinnumálunum á Norðurlandi og grænni atvinnustarfsemi. Það er nýsköpunarhreyfingin Norðanátt sem stendur fyrir hátíðinni en þar munu norðlenskir frumkvöðlar kynna sínar hugmyndir og verkefni fyrir fjárfestum. Hilda Jana Gísladóttir, formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, er hæstánægð með framtakið og telur að það sé komið til að vera. „Það sem er magnað við þetta verkefni er að þetta er afurð sóknaráætlunar Norðurlands eystra þar sem heimafólk setur fram sína sýn um hvernig það vill sjá þennan landshluta dafna og vaxa og það sem er svo gaman að þetta er eitt dæmi um það verkefni sem er afurð þeirrar stefnumótunarvinnu þannig að þetta er vilji heimafólks til að gera á sínum forsendum það sem þarf til að færa okkur í sókn.“ Hilda Jana Gísladóttir er formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri. Á síðustu árum hafi mikil vinna farið í að skapa atvinnutækifæri í landshlutanum og á forsendum fólksins sem þar býr. „Þetta snýst ekki bara um það að sitja og bíða eftir því að einhver geri eritthvað og sjái hvað við erum að gera heldur setja kassann bara svolítiðfram og segja sjáiði hvað við erum að gera. Hér erum við með fullt af flottum hlutum á okkar forsendum og þannig færum við okkur áfram næstu skref í þá átt sem við viljum fara.“ Ottó Elíasson, rannsókna-og þróunarstjóri hjá Eimi, sem kemur að hátíðinni, segir að þemað sé hringrásarnýsköpun; matur, orka og vatn. „Þetta eru þessir þrír tengipunktar í okkar daglega samfélagi mannanna; matur orka og vatn. Þetta eru allt saman verkefni sem miða að bættri nýtingu auðlinda ogframleiðslu á eldsneyti fyrir framtíðina með nýmóðins hætti. Þetta undirbyggir líka græna atvinnustarfsemi og við teljum að það sé lykilatriði fyrir framtíðina að atvinnustarfsemi sé byggð upp á þessum forsendum.“ Nýsköpun Fjallabyggð Akureyri Vinnumarkaður Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Það stendur mikið til á Siglufirði í dag þar sem kastljósinu verður beint að atvinnumálunum á Norðurlandi og grænni atvinnustarfsemi. Það er nýsköpunarhreyfingin Norðanátt sem stendur fyrir hátíðinni en þar munu norðlenskir frumkvöðlar kynna sínar hugmyndir og verkefni fyrir fjárfestum. Hilda Jana Gísladóttir, formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, er hæstánægð með framtakið og telur að það sé komið til að vera. „Það sem er magnað við þetta verkefni er að þetta er afurð sóknaráætlunar Norðurlands eystra þar sem heimafólk setur fram sína sýn um hvernig það vill sjá þennan landshluta dafna og vaxa og það sem er svo gaman að þetta er eitt dæmi um það verkefni sem er afurð þeirrar stefnumótunarvinnu þannig að þetta er vilji heimafólks til að gera á sínum forsendum það sem þarf til að færa okkur í sókn.“ Hilda Jana Gísladóttir er formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri. Á síðustu árum hafi mikil vinna farið í að skapa atvinnutækifæri í landshlutanum og á forsendum fólksins sem þar býr. „Þetta snýst ekki bara um það að sitja og bíða eftir því að einhver geri eritthvað og sjái hvað við erum að gera heldur setja kassann bara svolítiðfram og segja sjáiði hvað við erum að gera. Hér erum við með fullt af flottum hlutum á okkar forsendum og þannig færum við okkur áfram næstu skref í þá átt sem við viljum fara.“ Ottó Elíasson, rannsókna-og þróunarstjóri hjá Eimi, sem kemur að hátíðinni, segir að þemað sé hringrásarnýsköpun; matur, orka og vatn. „Þetta eru þessir þrír tengipunktar í okkar daglega samfélagi mannanna; matur orka og vatn. Þetta eru allt saman verkefni sem miða að bættri nýtingu auðlinda ogframleiðslu á eldsneyti fyrir framtíðina með nýmóðins hætti. Þetta undirbyggir líka græna atvinnustarfsemi og við teljum að það sé lykilatriði fyrir framtíðina að atvinnustarfsemi sé byggð upp á þessum forsendum.“
Nýsköpun Fjallabyggð Akureyri Vinnumarkaður Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira