Innlent

Saksóknari undir feld í máli Arons og Eggerts

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson voru nýbyrjaðir að spila fyrir A-landslið karla árið 2010.
Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson voru nýbyrjaðir að spila fyrir A-landslið karla árið 2010. Vísir

Saksóknari hjá Embætti héraðssaksóknara hefur nú til skoðunar hvort gefin verði út ákæra í máli knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Rannsókn lögreglu er lokið, ákærusvið lögreglu hefur skilað málinu til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun í málinu.

Kolbrún Bendiktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir við fréttastofu að meint kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 sé komið til embættisins. Hún geti ekki tjáð sig frekar um málið. RÚV greindi fyrst frá.

Brotaþoli í málinu lagði fram kæru í október 2010 en hún segir mennina hafa brotið kynferðislega á sér í Kaupmannahöfn að loknum landsleik í knattspyrnu. 

Aron og Eggert lýstu báðir opinberlega yfir sakleysi sínu í yfirlýsingum fyrr í vetur, áður en þeir voru boðaðir til skýrslutöku hjá lögreglu í árslok 2021.

Aron, sem leikur með Al Arabi í Katar, hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júní á síðasta ári en landsliðsferli Eggerts, sem er leikmaður FH, lauk fyrir þremur árum.


Tengdar fréttir

Rannsókn lokið á máli Arons og Eggerts

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á kynferðisbroti í Kaupmannahöfn árið 2010 þar sem knattspyrnumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson eru sakaðir um hópnauðgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×