„Óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2022 11:54 Hlédís Sveinsdóttir steig fram í Kastljósi árið 2013 og sagði sögu sína og dóttur sinnar. Kona, sem steig fram árið 2013 og sagði frá alvarlegum mistökum sem hún telur að hafi verið gerð við fæðingu dóttur hennar, segir sárt að svo virðist sem kerfið hafi tekið litlum framförum á tæpum áratug. Hún segir nauðsynlegt að sjónarhorn sjúklinga fái meira vægi þegar mistök í heilbrigðisþjónustu eru rannsökuð. Hlédís Sveinsdóttir átti dóttur sína á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í janúar 2011. Saga Hlédísar vakti mikla athygli þegar hún steig fram í Kastljósi árið 2013 en dóttir hennar varð fyrir heilaskaða í fæðingu, sem Hlédís rekur til alvarlegra mistaka heilbrigðisstarfsfólks sem tók á móti barninu. Hlédís segir það hafa tekið á að heyra frásögn Bergþóru Birnudóttur, sem sagði frá því í Kveik á RÚV á þriðjudag að hún hefði örkumlast við barnsburð og hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. Eiginlega orðlaus Fjölmargar konur, meðal annars Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, hafa í kjölfarið komið fram með reynslusögur úr heilbrigðiskerfinu og segja margar að þar hafi ekki verið hlustað á réttmætar áhyggjur þeirra. „Maður er eiginlega orðlaus. Það er bara óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu. Ég opinberað imitt mál til að það væri hægt að draga lærdóm af því þannig að ég held að þetta taki á alla sem hafa lent í einhverju hnjaski,“ segir Hlédís. „En ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn núna. Þessi umræða, ef við höldum henni vakandi, ef fólk áttar sig á því hversu mikið er undir í framtíðinni og að við séum kerfið og við getum breytt því, þá gerist eitthvað.“ Þá vísar hún til orða Ölmu Möller landlæknis í Kveik, sem sagði að virkja ætti frekar þátttöku sjúklinga í eigin meðferð. „En mér finnst þó allavega að það ætti að byrja á að hlusta á þessa sjúklinga sem lenda í skakkaföllum. Þau eru að reyna að bæta kerfið, ef við bara byrjum þar. Byrjum á þeim enda. Það er alltaf sama uppskriftin. Það er ekki rödd þjónustuþega, það er að segja sjúklinga, þau hafa enga rödd inn í þessar nefndir,“ segir Hlédís. Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56 Læknir ekki látinn svara fyrir fölsun Yfirlæknir kvennadeildar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands hefur ekki verið látinn svara fyrir meintar rangfærslur á atvikaskráningarblaði sem sent var landlæknisembættinu eftir mistök sem áttu sér stað í og eftir fæðingu árið 2011. 20. ágúst 2016 08:00 Berst af krafti fyrir dóttur sína Hlédís Sveinsdóttir vill opna viðkvæma umræðu um afskiptalausa feður og ójafnrétti í foreldrakerfinu. Hún fór frá því að vera sjálfstæður atvinnurekandi í Reykjavík í það að vera einstæð móðir á Akranesi á stuttum tíma en sér ekki eftir neinu. 26. apríl 2014 08:00 Skrifar til afskiptalausra feðra: "Finnst þeim kannski ábyrgðin alfarið kvenna?" "Þessar hugleiðingar eru ekki skrifaðar í reiði. Reiðin gagnvart þunguninni er löngu farin og þakklæti komið þess í stað. Ég er þakklát lífinu fyrir að fá að vera móðir þessa dásamlega barns sem dóttir mín er," segir Hlédís Sveinsdóttir 22. apríl 2014 15:32 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Hlédís Sveinsdóttir átti dóttur sína á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í janúar 2011. Saga Hlédísar vakti mikla athygli þegar hún steig fram í Kastljósi árið 2013 en dóttir hennar varð fyrir heilaskaða í fæðingu, sem Hlédís rekur til alvarlegra mistaka heilbrigðisstarfsfólks sem tók á móti barninu. Hlédís segir það hafa tekið á að heyra frásögn Bergþóru Birnudóttur, sem sagði frá því í Kveik á RÚV á þriðjudag að hún hefði örkumlast við barnsburð og hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. Eiginlega orðlaus Fjölmargar konur, meðal annars Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, hafa í kjölfarið komið fram með reynslusögur úr heilbrigðiskerfinu og segja margar að þar hafi ekki verið hlustað á réttmætar áhyggjur þeirra. „Maður er eiginlega orðlaus. Það er bara óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu. Ég opinberað imitt mál til að það væri hægt að draga lærdóm af því þannig að ég held að þetta taki á alla sem hafa lent í einhverju hnjaski,“ segir Hlédís. „En ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn núna. Þessi umræða, ef við höldum henni vakandi, ef fólk áttar sig á því hversu mikið er undir í framtíðinni og að við séum kerfið og við getum breytt því, þá gerist eitthvað.“ Þá vísar hún til orða Ölmu Möller landlæknis í Kveik, sem sagði að virkja ætti frekar þátttöku sjúklinga í eigin meðferð. „En mér finnst þó allavega að það ætti að byrja á að hlusta á þessa sjúklinga sem lenda í skakkaföllum. Þau eru að reyna að bæta kerfið, ef við bara byrjum þar. Byrjum á þeim enda. Það er alltaf sama uppskriftin. Það er ekki rödd þjónustuþega, það er að segja sjúklinga, þau hafa enga rödd inn í þessar nefndir,“ segir Hlédís.
Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56 Læknir ekki látinn svara fyrir fölsun Yfirlæknir kvennadeildar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands hefur ekki verið látinn svara fyrir meintar rangfærslur á atvikaskráningarblaði sem sent var landlæknisembættinu eftir mistök sem áttu sér stað í og eftir fæðingu árið 2011. 20. ágúst 2016 08:00 Berst af krafti fyrir dóttur sína Hlédís Sveinsdóttir vill opna viðkvæma umræðu um afskiptalausa feður og ójafnrétti í foreldrakerfinu. Hún fór frá því að vera sjálfstæður atvinnurekandi í Reykjavík í það að vera einstæð móðir á Akranesi á stuttum tíma en sér ekki eftir neinu. 26. apríl 2014 08:00 Skrifar til afskiptalausra feðra: "Finnst þeim kannski ábyrgðin alfarið kvenna?" "Þessar hugleiðingar eru ekki skrifaðar í reiði. Reiðin gagnvart þunguninni er löngu farin og þakklæti komið þess í stað. Ég er þakklát lífinu fyrir að fá að vera móðir þessa dásamlega barns sem dóttir mín er," segir Hlédís Sveinsdóttir 22. apríl 2014 15:32 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56
Læknir ekki látinn svara fyrir fölsun Yfirlæknir kvennadeildar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands hefur ekki verið látinn svara fyrir meintar rangfærslur á atvikaskráningarblaði sem sent var landlæknisembættinu eftir mistök sem áttu sér stað í og eftir fæðingu árið 2011. 20. ágúst 2016 08:00
Berst af krafti fyrir dóttur sína Hlédís Sveinsdóttir vill opna viðkvæma umræðu um afskiptalausa feður og ójafnrétti í foreldrakerfinu. Hún fór frá því að vera sjálfstæður atvinnurekandi í Reykjavík í það að vera einstæð móðir á Akranesi á stuttum tíma en sér ekki eftir neinu. 26. apríl 2014 08:00
Skrifar til afskiptalausra feðra: "Finnst þeim kannski ábyrgðin alfarið kvenna?" "Þessar hugleiðingar eru ekki skrifaðar í reiði. Reiðin gagnvart þunguninni er löngu farin og þakklæti komið þess í stað. Ég er þakklát lífinu fyrir að fá að vera móðir þessa dásamlega barns sem dóttir mín er," segir Hlédís Sveinsdóttir 22. apríl 2014 15:32