Þetta herma heimildir Innherja. Stefnt er að því að Guðmundur Andri hefji störf í byrjun næstu viku en hann tekur við að Freyju Steingrímsdóttur, sem hefur gegnt starfi aðstoðarmanns Loga undanfarin ár en var nýlega ráðin samskiptastjóri BSRB.
Formenn stjórnmálaflokka, sem eiga sæti á Alþingi og eru ekki jafnframt ráðherrar, eiga rétt á að ráða sér aðstoðarmann í fullt starf.
Guðmundur Andri sat á þingi fyrir Samfylkinguna frá 2017 til 2021. Hann sóttist eftir endurkjöri en náði ekki inn í þingkosningunum í haust og sagði við það tilefni:
„Ég mun sakna vinnufélaganna, kjörinna jafnt sem starfsfólksins, samvinnunnar þvert á flokka, rökræðunnar í þingsal, samskiptanna við kjósendur, mötuneytisins og auðvitað bílastæðisins – en ég mun ekki sakna átakanna, sviðsetninganna, leikritanna og löngu zoom-fundanna.“
Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.