Sætin sem eru í boði fyrir hvert lið í lokaumferðinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2022 12:00 Keflvíkingurinn Jaka Brodnik reynir skot í fyrri leiknum á móti Njarðvík en til varnar eru Njarðvíkingarnir Nicolas Richotti og Mario Matasovic. Vísir/Vilhelm Lokaumferð Subway-deildar karla fer fram í kvöld og þá kemur í ljós hvaða lið verður deildarmeistari, hvað verður síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og hvaða lið munu mætast í átta liða úrslitum hennar. Það getur því ýmislegt breyst í 22. og síðustu umferð deildarkeppninnar og hér fyrir neðan má sjá hvað er í boði fyrir liðin níu sem hafa að einhverju að keppa í kvöld. Njarðvík og Þór Þorlákshöfn eru að keppa um deildarmeistaratitilinn og heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Njarðvík verður alltaf ofar verði liðin jöfn að stigum. Keflavík, Valur og Tindastóll keppast við að ná heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Stólarnir, sem hafa unnið sex leiki í röð geta endaði í þriðja sæti ef úrslitin falla með þeim en einnig dottið alla leið niður í sjötta sæti. Leikir kvöldsins í Subway-deild karla í körfubolta: 19.15 Njarðvík-Keflavík (Ljónagryfjan, Njarðvík) 19.15 Grindavík-Þór Þ. (HS Orku-höllin, Grindavík) 19.15 Tindastóll-Þór Ak. (Síkið, Sauðárkrókur) 19.15 KR-Valur (DHL-höllin, Meistaravellir) 19.15 Breiðablik-Stjarnan (Smárinn, Kópavogi) 19.15 Vestri-ÍR (Jakinn, Ísafjörður) - - Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19.00. - Á Stöð 2 Sport 4 verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins í þar sem Kjartan Atli Kjartansson og sérfæðingur han skipta á milli valla þar sem hlutirnir eru að gerast. Útsending hefst klukkan 19.00. Keflvíkingar standa verr innbyrðis á móti bæði Val og Tindastól og verða því helst að vinna sinn leik á móti nágrönnum sínum í Njarðvík ætli þeir að byrja úrslitakeppnina á heimavelli. Stjarnan gæti komist upp í fimmta sæti en það er nokkuð ljóst að Grindvíkingar enda í því sjöunda. Grindavíkurliðið gæti aftur á móti haft mikið um það að segja hvaða lið þeir mæti í átta liða úrslitunum. Vinni Grindvíkingar Þorlákshafnar Þórsara á sínum heimavelli þá er öruggt að liðin munu mætast aftur í næstu viku þegar úrslitakeppnin byrjar. Að lokum keppa KR-ingar og Blikar um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni í ár. KR verða enda með fleiri stig en Blikar því þökk sé 48 sigri Breiðabliks á KR á dögunum þá verða Blikar alltaf ofar ef innbyrðis úrslit ráða. Sætin í boði fyrir liðin í lokaumferðinni Njarðvík 32 stig 1. sæti ef ... sigur á Keflavík eða að Þór vinnur ekki Grindavík 2. sæti ef ... tap fyrir Keflavík og Þór vinnur Grindavík Þór Þorl. 32 stig 1. sæti ef ... sigur á Grindavík og Njarðvík tapar fyrir Keflavík 2. sæti ef ... Njarðvík vinnur Keflavík Keflavík 28 stig 3. sæti ef ... sigur á Njarðvík eða Valur og Tindastóll tapa bæði 4. sæti ef ... tap fyrir Njarðvík og Valur eða Tindastóll vinna 5. sæti ef ... tap fyrir Njarðvík og Valur og Tindastóll vinna bæði Valur 26 stig 3. sæti ef ... sigur á KR og Keflavík tapar fyrir Njarðvík 4. sæti ef ... sigur á KR og Keflavík vinnur Njarðvík 5. sæti ef ... tap fyrir KR og Tindastóll vinnur Þór Akureyri Tindastóll 26 stig 3. sæti ef ... sigur á Þór Ak. og bæði Keflavík og Valur tapa 4. sæti ef ... sigur á Þór Ak. og Keflavík vinnur Njarðvík og Valur tapar fyrir KR 5. sæti ef ... tap fyrir Þór Ak. eða Keflavík og Valur vinna bæði 6. sæti ef ... tap fyrir Þór Ak, Valur vinnur KR og Stjarnan vinnur Breiðablik Stjarnan 24 stig 5. sæti ef ... sigur á Breiðabliki og Valur og Tindastóll tapa bæði 6. sæti ef ... tap á móti Breiðabliki eða Tindastóll vinnur 7. sæti ef ... tap móti Breiðabliki og Grindavík vinnur upp 86 stig á þá (afar ólíklegt) Grindavík 22 stig Verða í 7. sæti nema ef þeir vinna upp 86 stig í nettóskori á Stjörnuna KR 20 stig 8. sæti ef ... sigur á Val eða Breiðablik tapar fyrir Stjörnunni 9. sæti ef ... tap fyrir Val og Breiðablik vinnur Stjörnuna Breiðablik 18 stig 8. sæti ef ... sigur á Stjörnunni og KR tapar fyrir Val 9. sæti ef ... tap fyrir Stjörnunni Úrslitakeppnin hefst síðan á þriðjudaginn í næstu viku. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Sjá meira
Það getur því ýmislegt breyst í 22. og síðustu umferð deildarkeppninnar og hér fyrir neðan má sjá hvað er í boði fyrir liðin níu sem hafa að einhverju að keppa í kvöld. Njarðvík og Þór Þorlákshöfn eru að keppa um deildarmeistaratitilinn og heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Njarðvík verður alltaf ofar verði liðin jöfn að stigum. Keflavík, Valur og Tindastóll keppast við að ná heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Stólarnir, sem hafa unnið sex leiki í röð geta endaði í þriðja sæti ef úrslitin falla með þeim en einnig dottið alla leið niður í sjötta sæti. Leikir kvöldsins í Subway-deild karla í körfubolta: 19.15 Njarðvík-Keflavík (Ljónagryfjan, Njarðvík) 19.15 Grindavík-Þór Þ. (HS Orku-höllin, Grindavík) 19.15 Tindastóll-Þór Ak. (Síkið, Sauðárkrókur) 19.15 KR-Valur (DHL-höllin, Meistaravellir) 19.15 Breiðablik-Stjarnan (Smárinn, Kópavogi) 19.15 Vestri-ÍR (Jakinn, Ísafjörður) - - Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19.00. - Á Stöð 2 Sport 4 verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins í þar sem Kjartan Atli Kjartansson og sérfæðingur han skipta á milli valla þar sem hlutirnir eru að gerast. Útsending hefst klukkan 19.00. Keflvíkingar standa verr innbyrðis á móti bæði Val og Tindastól og verða því helst að vinna sinn leik á móti nágrönnum sínum í Njarðvík ætli þeir að byrja úrslitakeppnina á heimavelli. Stjarnan gæti komist upp í fimmta sæti en það er nokkuð ljóst að Grindvíkingar enda í því sjöunda. Grindavíkurliðið gæti aftur á móti haft mikið um það að segja hvaða lið þeir mæti í átta liða úrslitunum. Vinni Grindvíkingar Þorlákshafnar Þórsara á sínum heimavelli þá er öruggt að liðin munu mætast aftur í næstu viku þegar úrslitakeppnin byrjar. Að lokum keppa KR-ingar og Blikar um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni í ár. KR verða enda með fleiri stig en Blikar því þökk sé 48 sigri Breiðabliks á KR á dögunum þá verða Blikar alltaf ofar ef innbyrðis úrslit ráða. Sætin í boði fyrir liðin í lokaumferðinni Njarðvík 32 stig 1. sæti ef ... sigur á Keflavík eða að Þór vinnur ekki Grindavík 2. sæti ef ... tap fyrir Keflavík og Þór vinnur Grindavík Þór Þorl. 32 stig 1. sæti ef ... sigur á Grindavík og Njarðvík tapar fyrir Keflavík 2. sæti ef ... Njarðvík vinnur Keflavík Keflavík 28 stig 3. sæti ef ... sigur á Njarðvík eða Valur og Tindastóll tapa bæði 4. sæti ef ... tap fyrir Njarðvík og Valur eða Tindastóll vinna 5. sæti ef ... tap fyrir Njarðvík og Valur og Tindastóll vinna bæði Valur 26 stig 3. sæti ef ... sigur á KR og Keflavík tapar fyrir Njarðvík 4. sæti ef ... sigur á KR og Keflavík vinnur Njarðvík 5. sæti ef ... tap fyrir KR og Tindastóll vinnur Þór Akureyri Tindastóll 26 stig 3. sæti ef ... sigur á Þór Ak. og bæði Keflavík og Valur tapa 4. sæti ef ... sigur á Þór Ak. og Keflavík vinnur Njarðvík og Valur tapar fyrir KR 5. sæti ef ... tap fyrir Þór Ak. eða Keflavík og Valur vinna bæði 6. sæti ef ... tap fyrir Þór Ak, Valur vinnur KR og Stjarnan vinnur Breiðablik Stjarnan 24 stig 5. sæti ef ... sigur á Breiðabliki og Valur og Tindastóll tapa bæði 6. sæti ef ... tap á móti Breiðabliki eða Tindastóll vinnur 7. sæti ef ... tap móti Breiðabliki og Grindavík vinnur upp 86 stig á þá (afar ólíklegt) Grindavík 22 stig Verða í 7. sæti nema ef þeir vinna upp 86 stig í nettóskori á Stjörnuna KR 20 stig 8. sæti ef ... sigur á Val eða Breiðablik tapar fyrir Stjörnunni 9. sæti ef ... tap fyrir Val og Breiðablik vinnur Stjörnuna Breiðablik 18 stig 8. sæti ef ... sigur á Stjörnunni og KR tapar fyrir Val 9. sæti ef ... tap fyrir Stjörnunni Úrslitakeppnin hefst síðan á þriðjudaginn í næstu viku. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leikir kvöldsins í Subway-deild karla í körfubolta: 19.15 Njarðvík-Keflavík (Ljónagryfjan, Njarðvík) 19.15 Grindavík-Þór Þ. (HS Orku-höllin, Grindavík) 19.15 Tindastóll-Þór Ak. (Síkið, Sauðárkrókur) 19.15 KR-Valur (DHL-höllin, Meistaravellir) 19.15 Breiðablik-Stjarnan (Smárinn, Kópavogi) 19.15 Vestri-ÍR (Jakinn, Ísafjörður) - - Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19.00. - Á Stöð 2 Sport 4 verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins í þar sem Kjartan Atli Kjartansson og sérfæðingur han skipta á milli valla þar sem hlutirnir eru að gerast. Útsending hefst klukkan 19.00.
Sætin í boði fyrir liðin í lokaumferðinni Njarðvík 32 stig 1. sæti ef ... sigur á Keflavík eða að Þór vinnur ekki Grindavík 2. sæti ef ... tap fyrir Keflavík og Þór vinnur Grindavík Þór Þorl. 32 stig 1. sæti ef ... sigur á Grindavík og Njarðvík tapar fyrir Keflavík 2. sæti ef ... Njarðvík vinnur Keflavík Keflavík 28 stig 3. sæti ef ... sigur á Njarðvík eða Valur og Tindastóll tapa bæði 4. sæti ef ... tap fyrir Njarðvík og Valur eða Tindastóll vinna 5. sæti ef ... tap fyrir Njarðvík og Valur og Tindastóll vinna bæði Valur 26 stig 3. sæti ef ... sigur á KR og Keflavík tapar fyrir Njarðvík 4. sæti ef ... sigur á KR og Keflavík vinnur Njarðvík 5. sæti ef ... tap fyrir KR og Tindastóll vinnur Þór Akureyri Tindastóll 26 stig 3. sæti ef ... sigur á Þór Ak. og bæði Keflavík og Valur tapa 4. sæti ef ... sigur á Þór Ak. og Keflavík vinnur Njarðvík og Valur tapar fyrir KR 5. sæti ef ... tap fyrir Þór Ak. eða Keflavík og Valur vinna bæði 6. sæti ef ... tap fyrir Þór Ak, Valur vinnur KR og Stjarnan vinnur Breiðablik Stjarnan 24 stig 5. sæti ef ... sigur á Breiðabliki og Valur og Tindastóll tapa bæði 6. sæti ef ... tap á móti Breiðabliki eða Tindastóll vinnur 7. sæti ef ... tap móti Breiðabliki og Grindavík vinnur upp 86 stig á þá (afar ólíklegt) Grindavík 22 stig Verða í 7. sæti nema ef þeir vinna upp 86 stig í nettóskori á Stjörnuna KR 20 stig 8. sæti ef ... sigur á Val eða Breiðablik tapar fyrir Stjörnunni 9. sæti ef ... tap fyrir Val og Breiðablik vinnur Stjörnuna Breiðablik 18 stig 8. sæti ef ... sigur á Stjörnunni og KR tapar fyrir Val 9. sæti ef ... tap fyrir Stjörnunni
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Sjá meira