Það má reikna með að töluverðar breytingar verði á leikmannahóp Manchester United í sumar. Margir leikmenn eru að renna út á samning og þá er talið að verði tekið til í hóp sem inniheldur alltof marga farþega.
Svo virðist sem félagið sé í leit að nýjum framherja ef marka má orðrómana, hvort það áhrif á framtíð Cristiano Ronaldo verður einfaldlega að koma í ljós. Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, hefur verið nefndur til sögunnar en svo virðist sem Ralf Rangnick og fleiri innan veggja Old Trafford hafi áhuga á öðrum enskum framherja.
Man United 'are exploring the possibility of including Anthony Martial in a deal to sign Harry Kane this summer' https://t.co/AIG05ljwwD
— MailOnline Sport (@MailSport) March 30, 2022
Kevin Oghenetega Tamaraebi Bakumo-Abraham, eða einfaldlega Tammy Abraham, er 24 ára gamall framherji Roma á Ítalíu í dag. Hann er uppalinn hjá Chelsea og hefur einnig leikið með Bristol City, Swansea City og Aston Villa á láni.
Ekki er komið ár síðan Roma festi kaup á leikmanninum fyrir 34 milljónir punda en svo virðist sem Man United sé tilbúið að þrefalda þá upphæð ef eitthvað er að marka frétt ítalska fjölmiðilsins Corriere dello Sport um málið.
He's scored 23 goals for Roma this season...
— BBC Sport (@BBCSport) March 30, 2022
And now Old Trafford could come calling for England striker Tammy Abraham.
GOSSIP | #bbcfootball
José Mourinho, þjálfari Roma, mun hafa lítinn sem engan áhuga á að selja stjörnuframherja sinn en Tammy hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu. Stóra spurningin er hins vegar hvort Roma geti sagt nei við 100 milljónum punda.