Ný fjármálaáætlun kemur á næsta ári Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. mars 2022 12:28 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra stendur við væntingar sínar um að nýr þjóðarleikvangur verði tekinn í notkun á kjörtímabilinu þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir sérstöku fjármagni í fjármálaáætlun. Hann segir verkefnið á réttri leið og að framkvæmdir og möguleg tímalína eigi að skýrast betur í skýrslu sem verður lögð fyrir ríkisstjórn á næstu dögum. Ríkisstjórnin var sökuð um vanefndir af forsprökkum innan íþróttahreyfingarinnar í gær og borgarstjóri sagðist undrandi sökum þess að ekki er sérstaklega ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þetta þótti stangast á við það sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra boðaði meðal annars í Pallborðinu á Vísi skömmu eftir kosningar - þar sem hann sagði að það þyrfti ekki fleiri nefndir um málið. „Minn hugur stendur til þess að á þessu kjörtímabili geti maður farið á heimaleiki á nýjum þjóðarleikvöngum eða þá að það sé allavega mjög stutt inn í það,“ sagði Ásmundur í desember. Um stóra framkvæmd er að ræða og Ásmundur hefur vísað til þess að kostnaður gæti numið um tuttugu milljörðum króna samkvæmt skýrslum. Í fjármálaáætlun segir einungis að áfram verði unnið að undirbúningi stórra mála líkt og þjóðarleikvangs. Ótímabært sé að gera ráð fyrir slíku þar sem endanlegt umfang liggi ekki fyrir. Þrátt fyrir þetta segir Ásmundur Einar planið óbreytt. Að ýmsu þurfi þó að huga - meðal annars hvort nýir leikvangar fyrir körfubolta, frjálsar, handbolta og fótbolta verði í einni framkvæmd og á einum stað eða nokkrum. „Það liggur ekkert nákvæmlega fyrir varðandi hönnun, kostnað, staðsetningu. Það er það sem við erum að ljúka við núna. Það hefur nú yfirleitt eða oft verið frekar vandinn að við höfum haft fjármagn, en verkefni ekki verið tilbúið til framkvæmda. Við erum einfaldlega að setja mikinn pólitískan kraft í þetta mál.“ Til marks um það sé meðal annars starfandi stýrihópur um málið sem á að skila af sér stöðuskýrslu sem fer fyrir ríkisstjórn öðru hvoru megin við helgina. Þar megi búast við einhverjum fréttum af mögulegri tímalínu framkvæmda. „Ég meina fjármálaáætlun er endurskoðuð árlega og við höfum allt það fjármagn sem við þurfum af almennum framkvæmdaliðum ef til þess kemur þangað til.“ Gerirðu ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á þessu kjörtímabili? „Já, það höfum við sagt og það er markmiðið að framkvæmdir ekki bara hefjist á kjörtímabilinu, heldur ljúki við einhvern af þessum leikvöngum á kjörtímabilinu. Það er markmiðið.“ Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Ný þjóðarhöll Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Ríkisstjórnin var sökuð um vanefndir af forsprökkum innan íþróttahreyfingarinnar í gær og borgarstjóri sagðist undrandi sökum þess að ekki er sérstaklega ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þetta þótti stangast á við það sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra boðaði meðal annars í Pallborðinu á Vísi skömmu eftir kosningar - þar sem hann sagði að það þyrfti ekki fleiri nefndir um málið. „Minn hugur stendur til þess að á þessu kjörtímabili geti maður farið á heimaleiki á nýjum þjóðarleikvöngum eða þá að það sé allavega mjög stutt inn í það,“ sagði Ásmundur í desember. Um stóra framkvæmd er að ræða og Ásmundur hefur vísað til þess að kostnaður gæti numið um tuttugu milljörðum króna samkvæmt skýrslum. Í fjármálaáætlun segir einungis að áfram verði unnið að undirbúningi stórra mála líkt og þjóðarleikvangs. Ótímabært sé að gera ráð fyrir slíku þar sem endanlegt umfang liggi ekki fyrir. Þrátt fyrir þetta segir Ásmundur Einar planið óbreytt. Að ýmsu þurfi þó að huga - meðal annars hvort nýir leikvangar fyrir körfubolta, frjálsar, handbolta og fótbolta verði í einni framkvæmd og á einum stað eða nokkrum. „Það liggur ekkert nákvæmlega fyrir varðandi hönnun, kostnað, staðsetningu. Það er það sem við erum að ljúka við núna. Það hefur nú yfirleitt eða oft verið frekar vandinn að við höfum haft fjármagn, en verkefni ekki verið tilbúið til framkvæmda. Við erum einfaldlega að setja mikinn pólitískan kraft í þetta mál.“ Til marks um það sé meðal annars starfandi stýrihópur um málið sem á að skila af sér stöðuskýrslu sem fer fyrir ríkisstjórn öðru hvoru megin við helgina. Þar megi búast við einhverjum fréttum af mögulegri tímalínu framkvæmda. „Ég meina fjármálaáætlun er endurskoðuð árlega og við höfum allt það fjármagn sem við þurfum af almennum framkvæmdaliðum ef til þess kemur þangað til.“ Gerirðu ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á þessu kjörtímabili? „Já, það höfum við sagt og það er markmiðið að framkvæmdir ekki bara hefjist á kjörtímabilinu, heldur ljúki við einhvern af þessum leikvöngum á kjörtímabilinu. Það er markmiðið.“
Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Ný þjóðarhöll Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira