Segja skot stærstu eldflaugarinnar hafa verið sviðsett Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2022 09:32 Yfirvöld Norður-Kóreu birtu dramatískt og einkennilegt myndband í kjölfar eldflaugaskotsins sem nágrannar þeirra segja nú að sé sviðsett. EPA/KCNA Her Suður-Kóreu segir að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi sviðsett eldflaugaskot þann 24. mars. Einræðisstjórn Kim Jong Un hafi þóst skjóta Hwasong-17 eldflaug á loft, sem er sú stærsta sem Kóreumenn eiga, en þess í stað skotið smærri og eldri eldflaug af gerðinni Hwasong-15. Sú eldflaug er þó einnig langdrægin, eins og Hwasong-17, en tilraunaskot þeirrar síðarnefndu hafði misheppnast skömmu áður. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmanni úr varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu en sá segir Bandaríkjamenn hafa komist að sömu niðurstöðu. Eldflaugin sem skotið var á loft þann 24. mars lenti í sjónum undan ströndum Japans, innan lögsögu ríkisins. Ríkismiðlar Norður-Kóreu sögðu hana hafa farið í rúmlega sex þúsund kílómetra hæð og lent rúmum þúsund kílómetrum frá skotstað. Reuters segir það í samræmi við greiningu herja Suður-Kóreu og Bandaríkjanna og er eldflaugin talin geta farið allt að þrettán þúsund kílómetra. Sjá einnig: Stærstu eldflaug Norður-Kóreu skotið á loft Nokkrum dögum áður eða þann 16. mars, hafði Hwasong-17 eldflaug sprungið í loft upp skömmu eftir flugtak og brak úr eldflauginni féll til jarðar í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Yfirvöld í einræðisríkinu hafa þó enn ekki staðfest að þessi tilraun hafi átt sér stað eða viðurkennt að hún hafi misheppnast. Norður-Kórea birti í kjölfar nýjasta skotsins myndir og myndband sem átti að sýna Kim og eldflaugina sem skotið var á loft. Í myndefninu var sýnd Hwason-17 eldflaug. Greinendur hafa bent á að ósamræmi sé í myndbandinu varðandi veður, skugga og önnur atriði sem gefi til kynna að það hafi verið samsett og mögulega hafi myndefnið af skotinu sjálfu verið af skotinu sem misheppnaðist. Reuters vitnar í skýrslu sem varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu sendi þingi ríkisins en þar segir að ríkisstjórn Kim hafi að hluta til skotið Hwasong-15 eldflaug á loft og sviðsett skot Hwasong-17 til að bæta stöðu ríkisins í viðræðum við Suðru-Kóreu, Bandaríkin og alþjóðasamfélagið og bæta ímynd þess. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Sjá meira
Sú eldflaug er þó einnig langdrægin, eins og Hwasong-17, en tilraunaskot þeirrar síðarnefndu hafði misheppnast skömmu áður. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmanni úr varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu en sá segir Bandaríkjamenn hafa komist að sömu niðurstöðu. Eldflaugin sem skotið var á loft þann 24. mars lenti í sjónum undan ströndum Japans, innan lögsögu ríkisins. Ríkismiðlar Norður-Kóreu sögðu hana hafa farið í rúmlega sex þúsund kílómetra hæð og lent rúmum þúsund kílómetrum frá skotstað. Reuters segir það í samræmi við greiningu herja Suður-Kóreu og Bandaríkjanna og er eldflaugin talin geta farið allt að þrettán þúsund kílómetra. Sjá einnig: Stærstu eldflaug Norður-Kóreu skotið á loft Nokkrum dögum áður eða þann 16. mars, hafði Hwasong-17 eldflaug sprungið í loft upp skömmu eftir flugtak og brak úr eldflauginni féll til jarðar í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Yfirvöld í einræðisríkinu hafa þó enn ekki staðfest að þessi tilraun hafi átt sér stað eða viðurkennt að hún hafi misheppnast. Norður-Kórea birti í kjölfar nýjasta skotsins myndir og myndband sem átti að sýna Kim og eldflaugina sem skotið var á loft. Í myndefninu var sýnd Hwason-17 eldflaug. Greinendur hafa bent á að ósamræmi sé í myndbandinu varðandi veður, skugga og önnur atriði sem gefi til kynna að það hafi verið samsett og mögulega hafi myndefnið af skotinu sjálfu verið af skotinu sem misheppnaðist. Reuters vitnar í skýrslu sem varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu sendi þingi ríkisins en þar segir að ríkisstjórn Kim hafi að hluta til skotið Hwasong-15 eldflaug á loft og sviðsett skot Hwasong-17 til að bæta stöðu ríkisins í viðræðum við Suðru-Kóreu, Bandaríkin og alþjóðasamfélagið og bæta ímynd þess.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Sjá meira