Segja skot stærstu eldflaugarinnar hafa verið sviðsett Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2022 09:32 Yfirvöld Norður-Kóreu birtu dramatískt og einkennilegt myndband í kjölfar eldflaugaskotsins sem nágrannar þeirra segja nú að sé sviðsett. EPA/KCNA Her Suður-Kóreu segir að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi sviðsett eldflaugaskot þann 24. mars. Einræðisstjórn Kim Jong Un hafi þóst skjóta Hwasong-17 eldflaug á loft, sem er sú stærsta sem Kóreumenn eiga, en þess í stað skotið smærri og eldri eldflaug af gerðinni Hwasong-15. Sú eldflaug er þó einnig langdrægin, eins og Hwasong-17, en tilraunaskot þeirrar síðarnefndu hafði misheppnast skömmu áður. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmanni úr varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu en sá segir Bandaríkjamenn hafa komist að sömu niðurstöðu. Eldflaugin sem skotið var á loft þann 24. mars lenti í sjónum undan ströndum Japans, innan lögsögu ríkisins. Ríkismiðlar Norður-Kóreu sögðu hana hafa farið í rúmlega sex þúsund kílómetra hæð og lent rúmum þúsund kílómetrum frá skotstað. Reuters segir það í samræmi við greiningu herja Suður-Kóreu og Bandaríkjanna og er eldflaugin talin geta farið allt að þrettán þúsund kílómetra. Sjá einnig: Stærstu eldflaug Norður-Kóreu skotið á loft Nokkrum dögum áður eða þann 16. mars, hafði Hwasong-17 eldflaug sprungið í loft upp skömmu eftir flugtak og brak úr eldflauginni féll til jarðar í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Yfirvöld í einræðisríkinu hafa þó enn ekki staðfest að þessi tilraun hafi átt sér stað eða viðurkennt að hún hafi misheppnast. Norður-Kórea birti í kjölfar nýjasta skotsins myndir og myndband sem átti að sýna Kim og eldflaugina sem skotið var á loft. Í myndefninu var sýnd Hwason-17 eldflaug. Greinendur hafa bent á að ósamræmi sé í myndbandinu varðandi veður, skugga og önnur atriði sem gefi til kynna að það hafi verið samsett og mögulega hafi myndefnið af skotinu sjálfu verið af skotinu sem misheppnaðist. Reuters vitnar í skýrslu sem varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu sendi þingi ríkisins en þar segir að ríkisstjórn Kim hafi að hluta til skotið Hwasong-15 eldflaug á loft og sviðsett skot Hwasong-17 til að bæta stöðu ríkisins í viðræðum við Suðru-Kóreu, Bandaríkin og alþjóðasamfélagið og bæta ímynd þess. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Sú eldflaug er þó einnig langdrægin, eins og Hwasong-17, en tilraunaskot þeirrar síðarnefndu hafði misheppnast skömmu áður. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmanni úr varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu en sá segir Bandaríkjamenn hafa komist að sömu niðurstöðu. Eldflaugin sem skotið var á loft þann 24. mars lenti í sjónum undan ströndum Japans, innan lögsögu ríkisins. Ríkismiðlar Norður-Kóreu sögðu hana hafa farið í rúmlega sex þúsund kílómetra hæð og lent rúmum þúsund kílómetrum frá skotstað. Reuters segir það í samræmi við greiningu herja Suður-Kóreu og Bandaríkjanna og er eldflaugin talin geta farið allt að þrettán þúsund kílómetra. Sjá einnig: Stærstu eldflaug Norður-Kóreu skotið á loft Nokkrum dögum áður eða þann 16. mars, hafði Hwasong-17 eldflaug sprungið í loft upp skömmu eftir flugtak og brak úr eldflauginni féll til jarðar í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Yfirvöld í einræðisríkinu hafa þó enn ekki staðfest að þessi tilraun hafi átt sér stað eða viðurkennt að hún hafi misheppnast. Norður-Kórea birti í kjölfar nýjasta skotsins myndir og myndband sem átti að sýna Kim og eldflaugina sem skotið var á loft. Í myndefninu var sýnd Hwason-17 eldflaug. Greinendur hafa bent á að ósamræmi sé í myndbandinu varðandi veður, skugga og önnur atriði sem gefi til kynna að það hafi verið samsett og mögulega hafi myndefnið af skotinu sjálfu verið af skotinu sem misheppnaðist. Reuters vitnar í skýrslu sem varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu sendi þingi ríkisins en þar segir að ríkisstjórn Kim hafi að hluta til skotið Hwasong-15 eldflaug á loft og sviðsett skot Hwasong-17 til að bæta stöðu ríkisins í viðræðum við Suðru-Kóreu, Bandaríkin og alþjóðasamfélagið og bæta ímynd þess.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira