Baðaðir geislum í vítakeppninni, níddir og rúður í liðsrútu brotnar Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 07:30 Mohamed Salah var með græna leysigeislaslykju yfir andlitinu áður en hann tók vítið sitt gegn Senegal. Stuðningsmenn Senegal reyndu allt til að koma honum úr jafnvægi. Skjáskot/ESPN/efasocial Liverpool-maðurinn Mohamed Salah var með græna leysigeisla í andlitinu þegar hann tók sitt víti fyrir Egyptaland í úrslitaleiknum gegn Senegal í gær, um laust sæti á HM í fótbolta. Rúður í rútu Egypta voru brotnar fyrir leik og þeir urðu fyrir ýmsu öðru áreiti. Senegal var á heimavelli í þessum seinni leik liðanna, eftir að hafa tapað 1-0 í Egyptalandi. Senegal vann leikinn í gær 1-0 og því varð að grípa til vítakeppni og rétt eins og á Afríkumótinu fyrr á þessu ári hafði Senegal þar betur. Sadio Mané tryggði sigurinn með síðasta vítinu. Salah og liðsfélagar hans voru truflaðir í sínum vítum, sem og markvörður Egypta, með fjölda leysigeisla sem beint var að þeim frá senegölskum áhorfendum. I mean, just look at this. Salah sails his penalty over and surely anybody would, given the lasers.Mane scores, Senegal wins the shootout, Egypt out of the World Cup pic.twitter.com/tgHmCmW8uu— Henry Bushnell (@HenryBushnell) March 29, 2022 Ekki er ljóst hvort eða hvaða afleiðingar þetta mun hafa en beðið er viðbragða frá FIFA sem eflaust mun að minnsta kosti sekta senegalska knattspyrnusambandið eða refsa því með heimaleikjabanni. Áhorfendur þustu inn á völlinn að leik loknum og Salah þurfti vernd á meðan að hann gekk af velli. The attempt to attack Mohamed Salah by the Senegalese fans after the match, it is really a tragedy pic.twitter.com/bXZT6Lo6PY— Mosalah (@z2hanysalah) March 29, 2022 Egypska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu eftir leik og sagði að formleg kvörtun hefði verið lögð inn vegna árása á egypska liðið og vegna borða og spjalda sem innihéldu kynþáttaníð og var beint að Egyptum. Rúður í liðsrútu Egypta voru brotnar. View this post on Instagram A post shared by EFA (@efasocial) Egypska sambandið segir níðinu sérstaklega hafa verið beint að Salah, fyrirliða liðsins, og að með kvörtuninni hafi fylgt ljósmyndir og myndbandsupptökur til sönnunar. HM 2022 í Katar Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mané skaut Senegal á HM Sadio Mané reyndist hetja Senegal er hann tryggði liðinu farseðilinn á HM eftir 3-1 sigur gegn Egyptum í vítaspyrnukeppni. Liðsfélagi hans hjá Liverpool, Mohamed Salah, og félagar hans í egypska landsliðinu sitja hins vegar eftir með sárt ennið. 29. mars 2022 19:58 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Sjá meira
Senegal var á heimavelli í þessum seinni leik liðanna, eftir að hafa tapað 1-0 í Egyptalandi. Senegal vann leikinn í gær 1-0 og því varð að grípa til vítakeppni og rétt eins og á Afríkumótinu fyrr á þessu ári hafði Senegal þar betur. Sadio Mané tryggði sigurinn með síðasta vítinu. Salah og liðsfélagar hans voru truflaðir í sínum vítum, sem og markvörður Egypta, með fjölda leysigeisla sem beint var að þeim frá senegölskum áhorfendum. I mean, just look at this. Salah sails his penalty over and surely anybody would, given the lasers.Mane scores, Senegal wins the shootout, Egypt out of the World Cup pic.twitter.com/tgHmCmW8uu— Henry Bushnell (@HenryBushnell) March 29, 2022 Ekki er ljóst hvort eða hvaða afleiðingar þetta mun hafa en beðið er viðbragða frá FIFA sem eflaust mun að minnsta kosti sekta senegalska knattspyrnusambandið eða refsa því með heimaleikjabanni. Áhorfendur þustu inn á völlinn að leik loknum og Salah þurfti vernd á meðan að hann gekk af velli. The attempt to attack Mohamed Salah by the Senegalese fans after the match, it is really a tragedy pic.twitter.com/bXZT6Lo6PY— Mosalah (@z2hanysalah) March 29, 2022 Egypska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu eftir leik og sagði að formleg kvörtun hefði verið lögð inn vegna árása á egypska liðið og vegna borða og spjalda sem innihéldu kynþáttaníð og var beint að Egyptum. Rúður í liðsrútu Egypta voru brotnar. View this post on Instagram A post shared by EFA (@efasocial) Egypska sambandið segir níðinu sérstaklega hafa verið beint að Salah, fyrirliða liðsins, og að með kvörtuninni hafi fylgt ljósmyndir og myndbandsupptökur til sönnunar.
HM 2022 í Katar Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mané skaut Senegal á HM Sadio Mané reyndist hetja Senegal er hann tryggði liðinu farseðilinn á HM eftir 3-1 sigur gegn Egyptum í vítaspyrnukeppni. Liðsfélagi hans hjá Liverpool, Mohamed Salah, og félagar hans í egypska landsliðinu sitja hins vegar eftir með sárt ennið. 29. mars 2022 19:58 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Sjá meira
Mané skaut Senegal á HM Sadio Mané reyndist hetja Senegal er hann tryggði liðinu farseðilinn á HM eftir 3-1 sigur gegn Egyptum í vítaspyrnukeppni. Liðsfélagi hans hjá Liverpool, Mohamed Salah, og félagar hans í egypska landsliðinu sitja hins vegar eftir með sárt ennið. 29. mars 2022 19:58