Baðaðir geislum í vítakeppninni, níddir og rúður í liðsrútu brotnar Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 07:30 Mohamed Salah var með græna leysigeislaslykju yfir andlitinu áður en hann tók vítið sitt gegn Senegal. Stuðningsmenn Senegal reyndu allt til að koma honum úr jafnvægi. Skjáskot/ESPN/efasocial Liverpool-maðurinn Mohamed Salah var með græna leysigeisla í andlitinu þegar hann tók sitt víti fyrir Egyptaland í úrslitaleiknum gegn Senegal í gær, um laust sæti á HM í fótbolta. Rúður í rútu Egypta voru brotnar fyrir leik og þeir urðu fyrir ýmsu öðru áreiti. Senegal var á heimavelli í þessum seinni leik liðanna, eftir að hafa tapað 1-0 í Egyptalandi. Senegal vann leikinn í gær 1-0 og því varð að grípa til vítakeppni og rétt eins og á Afríkumótinu fyrr á þessu ári hafði Senegal þar betur. Sadio Mané tryggði sigurinn með síðasta vítinu. Salah og liðsfélagar hans voru truflaðir í sínum vítum, sem og markvörður Egypta, með fjölda leysigeisla sem beint var að þeim frá senegölskum áhorfendum. I mean, just look at this. Salah sails his penalty over and surely anybody would, given the lasers.Mane scores, Senegal wins the shootout, Egypt out of the World Cup pic.twitter.com/tgHmCmW8uu— Henry Bushnell (@HenryBushnell) March 29, 2022 Ekki er ljóst hvort eða hvaða afleiðingar þetta mun hafa en beðið er viðbragða frá FIFA sem eflaust mun að minnsta kosti sekta senegalska knattspyrnusambandið eða refsa því með heimaleikjabanni. Áhorfendur þustu inn á völlinn að leik loknum og Salah þurfti vernd á meðan að hann gekk af velli. The attempt to attack Mohamed Salah by the Senegalese fans after the match, it is really a tragedy pic.twitter.com/bXZT6Lo6PY— Mosalah (@z2hanysalah) March 29, 2022 Egypska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu eftir leik og sagði að formleg kvörtun hefði verið lögð inn vegna árása á egypska liðið og vegna borða og spjalda sem innihéldu kynþáttaníð og var beint að Egyptum. Rúður í liðsrútu Egypta voru brotnar. View this post on Instagram A post shared by EFA (@efasocial) Egypska sambandið segir níðinu sérstaklega hafa verið beint að Salah, fyrirliða liðsins, og að með kvörtuninni hafi fylgt ljósmyndir og myndbandsupptökur til sönnunar. HM 2022 í Katar Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mané skaut Senegal á HM Sadio Mané reyndist hetja Senegal er hann tryggði liðinu farseðilinn á HM eftir 3-1 sigur gegn Egyptum í vítaspyrnukeppni. Liðsfélagi hans hjá Liverpool, Mohamed Salah, og félagar hans í egypska landsliðinu sitja hins vegar eftir með sárt ennið. 29. mars 2022 19:58 Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Sjá meira
Senegal var á heimavelli í þessum seinni leik liðanna, eftir að hafa tapað 1-0 í Egyptalandi. Senegal vann leikinn í gær 1-0 og því varð að grípa til vítakeppni og rétt eins og á Afríkumótinu fyrr á þessu ári hafði Senegal þar betur. Sadio Mané tryggði sigurinn með síðasta vítinu. Salah og liðsfélagar hans voru truflaðir í sínum vítum, sem og markvörður Egypta, með fjölda leysigeisla sem beint var að þeim frá senegölskum áhorfendum. I mean, just look at this. Salah sails his penalty over and surely anybody would, given the lasers.Mane scores, Senegal wins the shootout, Egypt out of the World Cup pic.twitter.com/tgHmCmW8uu— Henry Bushnell (@HenryBushnell) March 29, 2022 Ekki er ljóst hvort eða hvaða afleiðingar þetta mun hafa en beðið er viðbragða frá FIFA sem eflaust mun að minnsta kosti sekta senegalska knattspyrnusambandið eða refsa því með heimaleikjabanni. Áhorfendur þustu inn á völlinn að leik loknum og Salah þurfti vernd á meðan að hann gekk af velli. The attempt to attack Mohamed Salah by the Senegalese fans after the match, it is really a tragedy pic.twitter.com/bXZT6Lo6PY— Mosalah (@z2hanysalah) March 29, 2022 Egypska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu eftir leik og sagði að formleg kvörtun hefði verið lögð inn vegna árása á egypska liðið og vegna borða og spjalda sem innihéldu kynþáttaníð og var beint að Egyptum. Rúður í liðsrútu Egypta voru brotnar. View this post on Instagram A post shared by EFA (@efasocial) Egypska sambandið segir níðinu sérstaklega hafa verið beint að Salah, fyrirliða liðsins, og að með kvörtuninni hafi fylgt ljósmyndir og myndbandsupptökur til sönnunar.
HM 2022 í Katar Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mané skaut Senegal á HM Sadio Mané reyndist hetja Senegal er hann tryggði liðinu farseðilinn á HM eftir 3-1 sigur gegn Egyptum í vítaspyrnukeppni. Liðsfélagi hans hjá Liverpool, Mohamed Salah, og félagar hans í egypska landsliðinu sitja hins vegar eftir með sárt ennið. 29. mars 2022 19:58 Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Sjá meira
Mané skaut Senegal á HM Sadio Mané reyndist hetja Senegal er hann tryggði liðinu farseðilinn á HM eftir 3-1 sigur gegn Egyptum í vítaspyrnukeppni. Liðsfélagi hans hjá Liverpool, Mohamed Salah, og félagar hans í egypska landsliðinu sitja hins vegar eftir með sárt ennið. 29. mars 2022 19:58