Örkumlaðist við barnsburð og ætlar að stefna ríkinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2022 22:10 Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Kona sem örkumlaðist við barnsburð hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. Þetta kom fram í Kveik á RÚV í kvöld. Þar segir að tíundi hver sjúklingur í heilbrigðiskerfinu sé talinn verða fyrir mistökum, vanrækslu eða óhappi af einhverju tagi við meðferð sína. Árlega séu skráð yfir tíu þúsund atvik á heilbrigðisstofnunum landsins þar sem sjúklingar urðu fyrir heilsutjóni eða hefðu getað orðið fyrir því, af áðurnefndum ástæðum. Fannst ekki vera hlustað á sig Konan sem nú hyggst leita réttar síns gagnvart ríkinu heitir Bergþóra Birnudóttir og er í umfjöllum Kveiks lýst sem „hraustri og virkri fjölskyldukonu,“ áður en hún örkumlaðist. Hún varð ólétt í þriðja sinn árið 2015, þá 37 ára gömul. Eftir aðeins sextán vikna meðgöngu fékk hún grindargliðnun, sem var svo slæm að hún þurfti að hætta að vinna. Hún hafi síðan stækkað hratt og líðan hennar hrakað mikið á næstu vikum. Þegar 28 vikur hafi verið liðnar af meðgöngunni hafi hún þá átt erfitt með að hreyfa sig, og fundið að eitthvað mikið væri að. Hún hafi hitt fæðingarlækni sem hún tjáði að sér þætti ólíklegt að hún gæti klárað 40 vikna meðgöngu. Hún hefði áður gengið með stór börn, en þetta væri ekki eðlilegt. Hún hafi hins vegar fljótt fengið á tilfinninguna að áhyggjur hennar væru ekki teknar alvarlega, og henni síðan tjáð að fæðing væri almennt ekki framkölluð vegna grindargliðnunar, nema í alvarlegustu tilfellum. Aðferð sem mælt er gegn að nota Eftir fæðingu, sem var framkölluð með gangsetningu eftir tæplega 41 viku meðgöngu, hafi síðan komið í ljós að dóttir Bergþóru væri með meðfætt ofvaxtarheilkenni. Hún segir ljósmóðurina hafa beitt svokallaðri „manual fundal pressure“ aðferð til að koma barninu út. Aðferðin feli það í sér að ljósmóðirin setji allan sinn líkamsþunga ofan á hana til þess að ýta á eftir barninu, til að koma því út. Ekkert sé hins vegar skráð í fæðingarskýrsluna um að aðferðinni hafi verið beitt, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir gegn beitingu hennar. Það er vegna skaða sem móður og barn geta beðið af aðferðinni. Við fæðinguna hlaut Bergþóra þriðju gráðu spangartætingu, sem er þegar konur rifna í fæðingu upp í endaþarm. Slíkt getur haft alvarlegar og langvarandi afleiðingar. Eins beið hún skaða á vöðvum og taugum í grindarbotni og endaþarmi, auk þess sem fjarlægja þurfti neðsta hluta ristils hennar. Bergþóra þjáist enn af miklum taugaverkjum og verkjum í spjaldhrygg og mjaðmagrind. Hún á þá erfitt með að ganga og sitja og er algerlega óvinnufær. Vill að hægt sé að læra af sögu hennar Sjúkratryggingar Íslands greiddu Bergþóru hámarksbætur vegna þess skaða sem hún hlaut, 10,8 milljónir króna. Sumarið 2016 sendi hún Landlæknisembættinu kvörtun vegna vanrækslu við veitingu heilbrigðisþjónustu, en fékk svar tveimur og hálfur ári seinna þar sem fram kom að samkvæmt áliti landlæknis hefði vanræksla ekki átt sér stað. Bergþóra segjast með málsókn sinni á hendur ríkinu vilja fá viðurkenningu á þeim mistökum sem hún telur hafa átt sér stað. Hún vilji í allri einlægni að hægt sé að læra eitthvað af máli hennar, og þess vegna hafi hún ákveðið að segja sögu sína. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Sjá meira
Þetta kom fram í Kveik á RÚV í kvöld. Þar segir að tíundi hver sjúklingur í heilbrigðiskerfinu sé talinn verða fyrir mistökum, vanrækslu eða óhappi af einhverju tagi við meðferð sína. Árlega séu skráð yfir tíu þúsund atvik á heilbrigðisstofnunum landsins þar sem sjúklingar urðu fyrir heilsutjóni eða hefðu getað orðið fyrir því, af áðurnefndum ástæðum. Fannst ekki vera hlustað á sig Konan sem nú hyggst leita réttar síns gagnvart ríkinu heitir Bergþóra Birnudóttir og er í umfjöllum Kveiks lýst sem „hraustri og virkri fjölskyldukonu,“ áður en hún örkumlaðist. Hún varð ólétt í þriðja sinn árið 2015, þá 37 ára gömul. Eftir aðeins sextán vikna meðgöngu fékk hún grindargliðnun, sem var svo slæm að hún þurfti að hætta að vinna. Hún hafi síðan stækkað hratt og líðan hennar hrakað mikið á næstu vikum. Þegar 28 vikur hafi verið liðnar af meðgöngunni hafi hún þá átt erfitt með að hreyfa sig, og fundið að eitthvað mikið væri að. Hún hafi hitt fæðingarlækni sem hún tjáði að sér þætti ólíklegt að hún gæti klárað 40 vikna meðgöngu. Hún hefði áður gengið með stór börn, en þetta væri ekki eðlilegt. Hún hafi hins vegar fljótt fengið á tilfinninguna að áhyggjur hennar væru ekki teknar alvarlega, og henni síðan tjáð að fæðing væri almennt ekki framkölluð vegna grindargliðnunar, nema í alvarlegustu tilfellum. Aðferð sem mælt er gegn að nota Eftir fæðingu, sem var framkölluð með gangsetningu eftir tæplega 41 viku meðgöngu, hafi síðan komið í ljós að dóttir Bergþóru væri með meðfætt ofvaxtarheilkenni. Hún segir ljósmóðurina hafa beitt svokallaðri „manual fundal pressure“ aðferð til að koma barninu út. Aðferðin feli það í sér að ljósmóðirin setji allan sinn líkamsþunga ofan á hana til þess að ýta á eftir barninu, til að koma því út. Ekkert sé hins vegar skráð í fæðingarskýrsluna um að aðferðinni hafi verið beitt, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir gegn beitingu hennar. Það er vegna skaða sem móður og barn geta beðið af aðferðinni. Við fæðinguna hlaut Bergþóra þriðju gráðu spangartætingu, sem er þegar konur rifna í fæðingu upp í endaþarm. Slíkt getur haft alvarlegar og langvarandi afleiðingar. Eins beið hún skaða á vöðvum og taugum í grindarbotni og endaþarmi, auk þess sem fjarlægja þurfti neðsta hluta ristils hennar. Bergþóra þjáist enn af miklum taugaverkjum og verkjum í spjaldhrygg og mjaðmagrind. Hún á þá erfitt með að ganga og sitja og er algerlega óvinnufær. Vill að hægt sé að læra af sögu hennar Sjúkratryggingar Íslands greiddu Bergþóru hámarksbætur vegna þess skaða sem hún hlaut, 10,8 milljónir króna. Sumarið 2016 sendi hún Landlæknisembættinu kvörtun vegna vanrækslu við veitingu heilbrigðisþjónustu, en fékk svar tveimur og hálfur ári seinna þar sem fram kom að samkvæmt áliti landlæknis hefði vanræksla ekki átt sér stað. Bergþóra segjast með málsókn sinni á hendur ríkinu vilja fá viðurkenningu á þeim mistökum sem hún telur hafa átt sér stað. Hún vilji í allri einlægni að hægt sé að læra eitthvað af máli hennar, og þess vegna hafi hún ákveðið að segja sögu sína.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Sjá meira