Gervi-Íslendingur græðir á tá og fingri á Spotify Bjarki Sigurðsson skrifar 29. mars 2022 14:30 Tónlistarmaðurinn er sagður heita Guðmundur Gunnarsson og að hafa verið á samningi hjá Smekkleysu. Ásmundur Jónsson í Smekkleysu segir engan með slíku nafni hafa verið á samningi hjá útgáfufyrirtækinu. Vísir/Vilhelm Íslenska tónlistarmanninn Ekfat kannast fæstir við en þrátt fyrir það er hann að fá milljónir hlustana á streymisveitunni Spotify. Lögin Polar Circle og Singapore með Ekfat eru samtals með yfir 5 milljónir hlustana. Á árum áður skipti það mestu máli fyrir tónlistarmenn að selja plötur. Nú virðist mesti hvatinn vera í því að vera vinsæll á streymisveitum en Spotify er stærst þeirra með í kringum 350 milljónir notenda. Með áskrift að Spotify færðu aðgang að nánast allri tónlist sem búin er til í dag og því engin þörf fyrir því að kaupa plötur lengur. Allt er á sama stað og fyrir tæplega 1.300 krónur á mánuði færðu aðgang að öllu. Lágmarkslaun fyrir 1,2 milljónir spilanna Spotify er ekki þekkt fyrir að greiða listamönnum vel fyrir hlustanir og þarf fólk að fá ansi marga til að hlusta á sig til að byrja að græða á tónlistinni. Tónlistarmaður þyrfti að fá í kringum 1,2 milljónir spilana á mánuði til að fá það sem samsvarar lágmarkslaunum á Íslandi. Um 350 milljónir manna hlusta á Spotify á hverjum degi.Vísir/Getty Á Spotify geta notendur búið til sína eigin spilunarlista (e. playlists) þar sem hægt er að safna saman uppáhaldslögunum sínum. Mörgum leiðist þó að gera þessa lista sjálfur og vilja að aðrir geri þá fyrir sig. Spotify gerir sína eigin lista fyrir notendur og kjósa margar milljónir manna að hlusta frekar á þessa tilbúnu spilunarlista. Inn á þá rata oftast vinsæl lög frá stærstu listamönnum heims. Þó komast stundum minni tónlistarmenn inn á listana með lögin sín og er það mikill fengur fyrir þá að fá þessar hlustanir. Fyrrverandi yfirmaður hjá Spotify viðriðinn gervitónlistarmenn Útgáfufyrirtæki að nafni Firefly Entertainment virðist vera einkar lagið við að ná óþekktum tónlistarmönnum inn á þessa lista. Um 60 prósent listamanna á snærum Firefly komast inn á listana og malar fyrirtækið gull á þessu. Nick Holmstén er góður vinur eigenda Firefly Entertainment. Holmstén var háttsettur hjá Spotify og kom að þróun spilunarlistanna á sínum tíma. Hann hætti hjá Spotify árið 2019 til að stofna eigið fyrirtæki sem á í samstarfi við Firefly. Dagens Nyheter telur að þessi tengsl skili lögum Firefly endurtekið á hina dýrmætu spilunarlista Spotify. Að neðan má heyra lagið Singapore með Ekfat. Enginn kannast við Ekfat Þá aftur að tónlistarmanninum Ekfat. Í kynningu á Ekfat á Spotify er hann sagður heita Guðmundur Gunnarsson. Hann er sagður hafa lært bæði klassískan píanóleik og á þverflautu við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þá segir að lög hans séu spilun á íslenskum útvarpsstöðvum og að hann hafa verið á samningi hjá íslenska útgáfufyrirtækinu Smekkleysu síðan 2017. Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu, kannast hins vegar ekkert við umræddan listamann í samtali við Vísi. Enginn sem heiti þessum nöfnum hafi verið á mála hjá fyrirtækinu. Staðreyndin er sú að hvorki Guðmundur né Ekfat eru í raun og veru til. Ekfat er einn af 830 gervitónlistarmönnum sem Firefly Entertainment gefur út tónlist fyrir. Fyrirtækið er sem sagt með 830 listamannanöfn á sínum snærum fyrir fólk sem er ekki til. Milljaður í hagnað Í gegnum þennan mikla fjölda gervifólks getur Firefly dælt út lögum inn á aðgangana sem rata beint inn á lista Spotify. Peningarnir streyma inn. Hagnaður Firefly fyrir árið 2020 nam um milljarði íslenskra króna enda renna nánast allar tekjur beint í vasa fyrirtækisins. Væri þessum pening deilt á 830 tónlistarmenn fengi hver og einn um 1,2 milljónir íslenskra króna. Hvorki Nick Holmstén né forsvarsmenn Firefly Entertainment vildu tjá sig við Dagens Nyheter. Spotify Tónlist Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Á árum áður skipti það mestu máli fyrir tónlistarmenn að selja plötur. Nú virðist mesti hvatinn vera í því að vera vinsæll á streymisveitum en Spotify er stærst þeirra með í kringum 350 milljónir notenda. Með áskrift að Spotify færðu aðgang að nánast allri tónlist sem búin er til í dag og því engin þörf fyrir því að kaupa plötur lengur. Allt er á sama stað og fyrir tæplega 1.300 krónur á mánuði færðu aðgang að öllu. Lágmarkslaun fyrir 1,2 milljónir spilanna Spotify er ekki þekkt fyrir að greiða listamönnum vel fyrir hlustanir og þarf fólk að fá ansi marga til að hlusta á sig til að byrja að græða á tónlistinni. Tónlistarmaður þyrfti að fá í kringum 1,2 milljónir spilana á mánuði til að fá það sem samsvarar lágmarkslaunum á Íslandi. Um 350 milljónir manna hlusta á Spotify á hverjum degi.Vísir/Getty Á Spotify geta notendur búið til sína eigin spilunarlista (e. playlists) þar sem hægt er að safna saman uppáhaldslögunum sínum. Mörgum leiðist þó að gera þessa lista sjálfur og vilja að aðrir geri þá fyrir sig. Spotify gerir sína eigin lista fyrir notendur og kjósa margar milljónir manna að hlusta frekar á þessa tilbúnu spilunarlista. Inn á þá rata oftast vinsæl lög frá stærstu listamönnum heims. Þó komast stundum minni tónlistarmenn inn á listana með lögin sín og er það mikill fengur fyrir þá að fá þessar hlustanir. Fyrrverandi yfirmaður hjá Spotify viðriðinn gervitónlistarmenn Útgáfufyrirtæki að nafni Firefly Entertainment virðist vera einkar lagið við að ná óþekktum tónlistarmönnum inn á þessa lista. Um 60 prósent listamanna á snærum Firefly komast inn á listana og malar fyrirtækið gull á þessu. Nick Holmstén er góður vinur eigenda Firefly Entertainment. Holmstén var háttsettur hjá Spotify og kom að þróun spilunarlistanna á sínum tíma. Hann hætti hjá Spotify árið 2019 til að stofna eigið fyrirtæki sem á í samstarfi við Firefly. Dagens Nyheter telur að þessi tengsl skili lögum Firefly endurtekið á hina dýrmætu spilunarlista Spotify. Að neðan má heyra lagið Singapore með Ekfat. Enginn kannast við Ekfat Þá aftur að tónlistarmanninum Ekfat. Í kynningu á Ekfat á Spotify er hann sagður heita Guðmundur Gunnarsson. Hann er sagður hafa lært bæði klassískan píanóleik og á þverflautu við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þá segir að lög hans séu spilun á íslenskum útvarpsstöðvum og að hann hafa verið á samningi hjá íslenska útgáfufyrirtækinu Smekkleysu síðan 2017. Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu, kannast hins vegar ekkert við umræddan listamann í samtali við Vísi. Enginn sem heiti þessum nöfnum hafi verið á mála hjá fyrirtækinu. Staðreyndin er sú að hvorki Guðmundur né Ekfat eru í raun og veru til. Ekfat er einn af 830 gervitónlistarmönnum sem Firefly Entertainment gefur út tónlist fyrir. Fyrirtækið er sem sagt með 830 listamannanöfn á sínum snærum fyrir fólk sem er ekki til. Milljaður í hagnað Í gegnum þennan mikla fjölda gervifólks getur Firefly dælt út lögum inn á aðgangana sem rata beint inn á lista Spotify. Peningarnir streyma inn. Hagnaður Firefly fyrir árið 2020 nam um milljarði íslenskra króna enda renna nánast allar tekjur beint í vasa fyrirtækisins. Væri þessum pening deilt á 830 tónlistarmenn fengi hver og einn um 1,2 milljónir íslenskra króna. Hvorki Nick Holmstén né forsvarsmenn Firefly Entertainment vildu tjá sig við Dagens Nyheter.
Spotify Tónlist Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent