Friðarviðræður báru engan árangur og óljóst hvort haldið verði áfram á morgun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. mars 2022 12:00 Viðræðurnar voru haldnar í Istanbúl í Tyrklandi í morgun. Erdogan Tyrklandsforseti ávarpaði sendinefndirnar í upphafi fundarins. ap Friðarviðræður milli Rússa og Úkraínumanna í Tyrklandi stóðu stutt í morgun. Þar var möguleikinn á vopnahléi ræddur og öryggistryggingar Úkraínu ræddar. Ekkert kom út úr fundinum og er óljóst hvort sendinefndir landanna haldi áfram að funda á morgun. Það andaði köldu milli sendinefnda Rússa og Úkraínumanna og tókst meðlimir þeirra ekki í hendur þegar þeir mættu til fundar í Istanbúl í Tyrklandi í morgun. Þetta er í fyrsta skipti í tæpar þrjár vikur sem sendinefndirnar hittast í persónu til að reyna að semja um frið. Erdogan Tyrklandsforseti tók á móti og bauð þær velkomnar á fundinn. Hann sagði það í þeirra höndum að stöðva hörmungar stríðsins. „Það er öllum í hag að koma á vopnahléi og friði eins fljótt og auðið er. Við teljum að við séum komin að þeim tímapunkti þar sem við verðum að ná fram raunverulegum árangri með viðræðunum,“ sagði Erdogan þegar hann ávarpaði sendinefndirnar. Rússneski auðjöfurinn Roman Abramovich, sem er einna þekktastur fyrir að eiga enska knattspyrnuliðið Chelsea, var mættur á fundinn í morgun en hlutverk hans í viðræðunum er óljóst. Í gær var greint frá því að bæði Abramovich og þrír meðlimir Úkraínsku sendinefndarinnar sem mættu til friðarviðræðna í byrjun mánaðarins teldu að eitrað hefði verið fyrir sér þar. Hlutverk Abramovich í viðræðunum er óljóst en hann virðist áfjáður í að koma á friði. EPA-EFE/ANTHONY ANEX Eftir fundinn urðu þeir veikir, fór að svíða í augun og húðin að flagna af andliti og höndum þeirra. Áður en viðræðurnar hófust í dag beindi utanríkisráðherra Úkraínu því til allra viðstaddra að forðast það að drekka og borða þar og reyna að sleppa því að snerta yfirborð hluta. Enn langt í land Þrátt fyrir bjartsýni Erdogans Tyrklandsforseta við upphaf fundarins eru vestrænir stjórnmálagreinendur ekki eins vongóðir um að nefndirnar nái saman á næstunni. Enn er langt á milli þeirra; Pútín Rússlandsforseti er sagður fastur á því að bakka ekki með herlið sitt án þess að fá nokkuð af landsvæði Úkraínumanna í staðinn en Úkraínumenn segjast staðráðnir í því að láta ekkert af landi sínu af hendi. Peter Ricketts, fyrrum fulltrúi Breta í NATO, ræddi við erlenda fjölmiðla um viðræðurnar í morgun. Hann sagði afstöðu Úkraínumanna til NATO eða Evrópusambandsins ekki lykilmál í viðræðunum nú. „Aðalatriðið er hvað verði um svæðin sem rússneski herinn hefur þegar náð stjórn á. Ég hef ekki trú á því að Pútín sé tilbúinn að láta af hendi svæði eins og Mariupol þegar hann hefur náð tökum á þeim,“ sagði Ricketts. Peter Ricketts sagðist mjög skeptískur á að Pútín myndi sætta sig við að láta það landsvæði sem hann hefur unnið aftur af hendi.ap Pattstaða í stríðinu Borgin Mariupol hefur verið umsetin af Rússum nánast frá upphafi innrásarinnar og virðist nú við það að falla. Að öðru leyti virðist alger pattstaða komin upp í stríðinu. Rússar hafa lítið sem ekkert náð að sækja fram síðustu daga og Úkraínumenn náð einhverju af svæði sínu til baka. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tyrkland Hernaður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Það andaði köldu milli sendinefnda Rússa og Úkraínumanna og tókst meðlimir þeirra ekki í hendur þegar þeir mættu til fundar í Istanbúl í Tyrklandi í morgun. Þetta er í fyrsta skipti í tæpar þrjár vikur sem sendinefndirnar hittast í persónu til að reyna að semja um frið. Erdogan Tyrklandsforseti tók á móti og bauð þær velkomnar á fundinn. Hann sagði það í þeirra höndum að stöðva hörmungar stríðsins. „Það er öllum í hag að koma á vopnahléi og friði eins fljótt og auðið er. Við teljum að við séum komin að þeim tímapunkti þar sem við verðum að ná fram raunverulegum árangri með viðræðunum,“ sagði Erdogan þegar hann ávarpaði sendinefndirnar. Rússneski auðjöfurinn Roman Abramovich, sem er einna þekktastur fyrir að eiga enska knattspyrnuliðið Chelsea, var mættur á fundinn í morgun en hlutverk hans í viðræðunum er óljóst. Í gær var greint frá því að bæði Abramovich og þrír meðlimir Úkraínsku sendinefndarinnar sem mættu til friðarviðræðna í byrjun mánaðarins teldu að eitrað hefði verið fyrir sér þar. Hlutverk Abramovich í viðræðunum er óljóst en hann virðist áfjáður í að koma á friði. EPA-EFE/ANTHONY ANEX Eftir fundinn urðu þeir veikir, fór að svíða í augun og húðin að flagna af andliti og höndum þeirra. Áður en viðræðurnar hófust í dag beindi utanríkisráðherra Úkraínu því til allra viðstaddra að forðast það að drekka og borða þar og reyna að sleppa því að snerta yfirborð hluta. Enn langt í land Þrátt fyrir bjartsýni Erdogans Tyrklandsforseta við upphaf fundarins eru vestrænir stjórnmálagreinendur ekki eins vongóðir um að nefndirnar nái saman á næstunni. Enn er langt á milli þeirra; Pútín Rússlandsforseti er sagður fastur á því að bakka ekki með herlið sitt án þess að fá nokkuð af landsvæði Úkraínumanna í staðinn en Úkraínumenn segjast staðráðnir í því að láta ekkert af landi sínu af hendi. Peter Ricketts, fyrrum fulltrúi Breta í NATO, ræddi við erlenda fjölmiðla um viðræðurnar í morgun. Hann sagði afstöðu Úkraínumanna til NATO eða Evrópusambandsins ekki lykilmál í viðræðunum nú. „Aðalatriðið er hvað verði um svæðin sem rússneski herinn hefur þegar náð stjórn á. Ég hef ekki trú á því að Pútín sé tilbúinn að láta af hendi svæði eins og Mariupol þegar hann hefur náð tökum á þeim,“ sagði Ricketts. Peter Ricketts sagðist mjög skeptískur á að Pútín myndi sætta sig við að láta það landsvæði sem hann hefur unnið aftur af hendi.ap Pattstaða í stríðinu Borgin Mariupol hefur verið umsetin af Rússum nánast frá upphafi innrásarinnar og virðist nú við það að falla. Að öðru leyti virðist alger pattstaða komin upp í stríðinu. Rússar hafa lítið sem ekkert náð að sækja fram síðustu daga og Úkraínumenn náð einhverju af svæði sínu til baka.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tyrkland Hernaður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira