Nei eða já: Breytingum á klukkunni ákaft fagnað Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2022 08:31 Skiptar skoðanir voru á því hversu mikla virðingu Phoenix Suns ættu skilið. Stöð 2 Sport Það var nóg að tala um varðandi NBA-deildina í körfubolta í nýjasta þætti Lögmála leiksins í gærkvöld. Minnkandi tímamismunur á milli Íslands og Bandaríkjanna og meint virðingarleysi gagnvart Phoenix Suns var meðal annars til umræðu. Til stendur að festa sumartímann í Bandaríkjunum í sessi sem myndi hafa í för með sér að allan ársins hring yrði fjögurra klukkutíma mismunur á milli Íslands og austurstrandar Bandaríkjanna. Óhætt er að segja að þessar hugmyndir falli vel í kramið hjá NBA-áhugamönnum. „Frábærar fréttir fyrir alla sem fylgjast með NBA í Evrópu“ „Þetta eru frábærar fréttir fyrir alla sem fylgjast með NBA í Evrópu,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson og bætti við: „Ég veit ekki hversu oft ég hef bölvað úrslitunum yfir því að þau séu svona seint. Bara ef þau myndu byrja klukkan 12 í staðinn fyrir klukkan 1 myndi breyta mjög miklu. Ég fagna þessu og það er massívur meirihluti fyrir þessu í öldungadeildinni þannig að þetta er að fara í gegn.“ Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Nei eða já Meira var deilt um það hversu mikla virðingu Phoenix Suns ættu skilið eftir að hafa drottnað yfir deildarkeppninni í vetur. „Eiga meiri virðingu skilið“ „Þeir hafa ekki fengið virðinguna sem þeir eiga skilið fyrir að vera frábært „regular season“ lið í ár. Ég veit ekki af hverju það er,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Fólk er kannski orðið þreytt á að tala upp Chris Paul. Eitthvað með markaðinn í Phoenix. En þetta er langbesta liðið á þessu tímabili í „regular season“. Við getum rifist um hvort þeir séu líklegastir til að verða meistarar en þeir eiga meiri virðingu skilið en þeir hafa fengið frá skríbentum og okkur,“ sagði Hörður. Sérfræðingarnir ræddu einnig um D‘Angelo Russell, leikmann Minnesota Timberwolves, og það hvort að LA Clippers myndu leggja Úlfana að velli í umspilsleik en umræðuna alla má sjá hér að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Til stendur að festa sumartímann í Bandaríkjunum í sessi sem myndi hafa í för með sér að allan ársins hring yrði fjögurra klukkutíma mismunur á milli Íslands og austurstrandar Bandaríkjanna. Óhætt er að segja að þessar hugmyndir falli vel í kramið hjá NBA-áhugamönnum. „Frábærar fréttir fyrir alla sem fylgjast með NBA í Evrópu“ „Þetta eru frábærar fréttir fyrir alla sem fylgjast með NBA í Evrópu,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson og bætti við: „Ég veit ekki hversu oft ég hef bölvað úrslitunum yfir því að þau séu svona seint. Bara ef þau myndu byrja klukkan 12 í staðinn fyrir klukkan 1 myndi breyta mjög miklu. Ég fagna þessu og það er massívur meirihluti fyrir þessu í öldungadeildinni þannig að þetta er að fara í gegn.“ Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Nei eða já Meira var deilt um það hversu mikla virðingu Phoenix Suns ættu skilið eftir að hafa drottnað yfir deildarkeppninni í vetur. „Eiga meiri virðingu skilið“ „Þeir hafa ekki fengið virðinguna sem þeir eiga skilið fyrir að vera frábært „regular season“ lið í ár. Ég veit ekki af hverju það er,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Fólk er kannski orðið þreytt á að tala upp Chris Paul. Eitthvað með markaðinn í Phoenix. En þetta er langbesta liðið á þessu tímabili í „regular season“. Við getum rifist um hvort þeir séu líklegastir til að verða meistarar en þeir eiga meiri virðingu skilið en þeir hafa fengið frá skríbentum og okkur,“ sagði Hörður. Sérfræðingarnir ræddu einnig um D‘Angelo Russell, leikmann Minnesota Timberwolves, og það hvort að LA Clippers myndu leggja Úlfana að velli í umspilsleik en umræðuna alla má sjá hér að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira