Lífið

Sýnatökugrín Reginu Hall féll í grýttan jarðveg

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Regina Hall athugar hvort Josh Brolin sé með Covid-19. Grínið fékk blendin viðbrögð áhorfenda.
Regina Hall athugar hvort Josh Brolin sé með Covid-19. Grínið fékk blendin viðbrögð áhorfenda. Getty/Neilson Barnard

Óskarskynnirinn Regina Hall kallaði á Bradley Cooper, Tyler Perry, Simu Liu og Timothée Chalamet á svið á verðlaunaafhendingunni á sunnudag. Hún þóttist þurfa að prófa þá fyrir Covid baksviðs. 

Það þótti ekki öllum fyndið þegar hún þóttist þurfa að taka sýni hjá sætustu leikurunum ef marka má viðbrögðin á Twitter. 

Einhverjum finnst hún ein fyndnasta konan í Hollywood.

En flestum fannst hún vandræðaleg og brandarinn óviðeigandi og taktlaus. 

„Af hverju að grínast með eitthvað sem hefur kostað milljónir lífið?“

Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Alla umfjöllun okkar um Óskarinn má finna HÉR.


Tengdar fréttir

Stjörnurnar sem skinu skærast á Óskarnum

Í beinni textalýsingu okkar frá Óskarsverðlaununum í nótt fórum við auðvitað líka yfir tískuna á rauða dreglinum jafn óðum og gestirnir mættu á svæðið. 

Óskarsvaktin 2022

Óskarinn fer fram í Dolby leikhúsinu í kvöld þar sem allar stærstu stjörnurnar mæta og vonast eftir gullstyttunni. Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að halda uppi vaktinni í nótt og fara með lesendum í gegnum rauða dregilinn og hátíðina. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.