Man ekki eftir verra ástandi í tvo áratugi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2022 14:00 Frá Hvítárbakka í Borgarfirði í gærmorgun. Hulda Hrönn Sigurðardóttir Vegagerðin á mikið verk fyrir höndum eftir leysingaflóðin um helgina. Mestar skemmdir urðu á veginum um Geldingardraga og í uppsveitum Borgarfjarðar. Í gær mældist þá mesta rennsli í Ölfusá í níu ár. Vorleysingar um helgina voru ansi hraustlegar. Ár flæddu yfir bakka sína og vegir liggja undir skemmdum. Ástandið var hvað verst í uppsveitum Borgarfjarðar, rennslið þrefaldaðist í Bugðu í gær og í Ölfusá mældist mesta rennsli í níu ár en áin olli þó engum usla þótt barmafull væri. Inga Björgvini Reynissyni, þrautreyndum verkstjóra Vegagerðarinnar í Borgarfirði, rekur ekki minni til þess að ástandið hafi verið verra á svæðinu síðan 2002. „Þetta er bara búið að vera með verra móti núna um helgina. Vatnavextirnir eru svona búnir að vera í það mesta,“ segir Ingi Björgvin. Búið er að loka veginum um Geldingardraga vegna skemmda. „Það eru venjulegu staðirnir hjá Ferjukoti, Hvítárbakka, svo er Dragholtsvegurinn lokaður ennþá vegna vatnaskemmda.“ Ingi segir að afleiðingar leysingaflóðanna sé verkefni sem bæti gráu ofan á svart. Mikið álag hafi verið á vegagerðinni í vetur, þannig hafi mikið verið um lokanir vegna vályndra veðra og þá blasi við holuvandamál í slitlögunum. Ingi segir þó að öll verkefni sé hægt að leysa. „Það er unnið á öllum vígstöðvum. Öfgarnar eru orðnar svolítið miklar,“ sagði Ingi Björgvin Reynisson, verkstjóri Vegagerðarinnar í Borgarfirði. En heilt yfir voru leysingarnar í ár ekkert óvenjulegar að sögn Huldu Rósar Helgadóttur náttúruvársérfræðings. „Þetta magn í ánum er semsagt sirka á tveggja ára fresti. Þetta er ekkert eitthvað óvenjulegt þannig en það virðist vera að staðbundið hafi sums staðar flætt yfir meira en vanalega,“ segir Hulda Rós. Það lítur út fyrir að þetta sé búið í bili er það ekki? „Jú það lítur út fyrir það. Þær virðast flestar hafa náð flóðatoppi og þær eru allar á niðurleið og framundan er bara tíðindalítið í veðri þannig að þetta virðist vera að jafna sig bara,“ segir Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur. Veður Borgarbyggð Reykjavík Vegagerð Tengdar fréttir Göngustígar á bólakafi á höfuðborgarsvæðinu Gífurlegir vatnavextir hafa unnið skemmdir á vegum í Borgarfirði um helgina og göngustígar eru komnir á kaf á höfuðborgarsvæðinu. Þar þrefaldaðist rennslið í Bugðu í Norðlingaholti í gær. 27. mars 2022 20:31 Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Vorleysingar um helgina voru ansi hraustlegar. Ár flæddu yfir bakka sína og vegir liggja undir skemmdum. Ástandið var hvað verst í uppsveitum Borgarfjarðar, rennslið þrefaldaðist í Bugðu í gær og í Ölfusá mældist mesta rennsli í níu ár en áin olli þó engum usla þótt barmafull væri. Inga Björgvini Reynissyni, þrautreyndum verkstjóra Vegagerðarinnar í Borgarfirði, rekur ekki minni til þess að ástandið hafi verið verra á svæðinu síðan 2002. „Þetta er bara búið að vera með verra móti núna um helgina. Vatnavextirnir eru svona búnir að vera í það mesta,“ segir Ingi Björgvin. Búið er að loka veginum um Geldingardraga vegna skemmda. „Það eru venjulegu staðirnir hjá Ferjukoti, Hvítárbakka, svo er Dragholtsvegurinn lokaður ennþá vegna vatnaskemmda.“ Ingi segir að afleiðingar leysingaflóðanna sé verkefni sem bæti gráu ofan á svart. Mikið álag hafi verið á vegagerðinni í vetur, þannig hafi mikið verið um lokanir vegna vályndra veðra og þá blasi við holuvandamál í slitlögunum. Ingi segir þó að öll verkefni sé hægt að leysa. „Það er unnið á öllum vígstöðvum. Öfgarnar eru orðnar svolítið miklar,“ sagði Ingi Björgvin Reynisson, verkstjóri Vegagerðarinnar í Borgarfirði. En heilt yfir voru leysingarnar í ár ekkert óvenjulegar að sögn Huldu Rósar Helgadóttur náttúruvársérfræðings. „Þetta magn í ánum er semsagt sirka á tveggja ára fresti. Þetta er ekkert eitthvað óvenjulegt þannig en það virðist vera að staðbundið hafi sums staðar flætt yfir meira en vanalega,“ segir Hulda Rós. Það lítur út fyrir að þetta sé búið í bili er það ekki? „Jú það lítur út fyrir það. Þær virðast flestar hafa náð flóðatoppi og þær eru allar á niðurleið og framundan er bara tíðindalítið í veðri þannig að þetta virðist vera að jafna sig bara,“ segir Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur.
Veður Borgarbyggð Reykjavík Vegagerð Tengdar fréttir Göngustígar á bólakafi á höfuðborgarsvæðinu Gífurlegir vatnavextir hafa unnið skemmdir á vegum í Borgarfirði um helgina og göngustígar eru komnir á kaf á höfuðborgarsvæðinu. Þar þrefaldaðist rennslið í Bugðu í Norðlingaholti í gær. 27. mars 2022 20:31 Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Göngustígar á bólakafi á höfuðborgarsvæðinu Gífurlegir vatnavextir hafa unnið skemmdir á vegum í Borgarfirði um helgina og göngustígar eru komnir á kaf á höfuðborgarsvæðinu. Þar þrefaldaðist rennslið í Bugðu í Norðlingaholti í gær. 27. mars 2022 20:31
Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent