Man ekki eftir verra ástandi í tvo áratugi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2022 14:00 Frá Hvítárbakka í Borgarfirði í gærmorgun. Hulda Hrönn Sigurðardóttir Vegagerðin á mikið verk fyrir höndum eftir leysingaflóðin um helgina. Mestar skemmdir urðu á veginum um Geldingardraga og í uppsveitum Borgarfjarðar. Í gær mældist þá mesta rennsli í Ölfusá í níu ár. Vorleysingar um helgina voru ansi hraustlegar. Ár flæddu yfir bakka sína og vegir liggja undir skemmdum. Ástandið var hvað verst í uppsveitum Borgarfjarðar, rennslið þrefaldaðist í Bugðu í gær og í Ölfusá mældist mesta rennsli í níu ár en áin olli þó engum usla þótt barmafull væri. Inga Björgvini Reynissyni, þrautreyndum verkstjóra Vegagerðarinnar í Borgarfirði, rekur ekki minni til þess að ástandið hafi verið verra á svæðinu síðan 2002. „Þetta er bara búið að vera með verra móti núna um helgina. Vatnavextirnir eru svona búnir að vera í það mesta,“ segir Ingi Björgvin. Búið er að loka veginum um Geldingardraga vegna skemmda. „Það eru venjulegu staðirnir hjá Ferjukoti, Hvítárbakka, svo er Dragholtsvegurinn lokaður ennþá vegna vatnaskemmda.“ Ingi segir að afleiðingar leysingaflóðanna sé verkefni sem bæti gráu ofan á svart. Mikið álag hafi verið á vegagerðinni í vetur, þannig hafi mikið verið um lokanir vegna vályndra veðra og þá blasi við holuvandamál í slitlögunum. Ingi segir þó að öll verkefni sé hægt að leysa. „Það er unnið á öllum vígstöðvum. Öfgarnar eru orðnar svolítið miklar,“ sagði Ingi Björgvin Reynisson, verkstjóri Vegagerðarinnar í Borgarfirði. En heilt yfir voru leysingarnar í ár ekkert óvenjulegar að sögn Huldu Rósar Helgadóttur náttúruvársérfræðings. „Þetta magn í ánum er semsagt sirka á tveggja ára fresti. Þetta er ekkert eitthvað óvenjulegt þannig en það virðist vera að staðbundið hafi sums staðar flætt yfir meira en vanalega,“ segir Hulda Rós. Það lítur út fyrir að þetta sé búið í bili er það ekki? „Jú það lítur út fyrir það. Þær virðast flestar hafa náð flóðatoppi og þær eru allar á niðurleið og framundan er bara tíðindalítið í veðri þannig að þetta virðist vera að jafna sig bara,“ segir Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur. Veður Borgarbyggð Reykjavík Vegagerð Tengdar fréttir Göngustígar á bólakafi á höfuðborgarsvæðinu Gífurlegir vatnavextir hafa unnið skemmdir á vegum í Borgarfirði um helgina og göngustígar eru komnir á kaf á höfuðborgarsvæðinu. Þar þrefaldaðist rennslið í Bugðu í Norðlingaholti í gær. 27. mars 2022 20:31 Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Sjá meira
Vorleysingar um helgina voru ansi hraustlegar. Ár flæddu yfir bakka sína og vegir liggja undir skemmdum. Ástandið var hvað verst í uppsveitum Borgarfjarðar, rennslið þrefaldaðist í Bugðu í gær og í Ölfusá mældist mesta rennsli í níu ár en áin olli þó engum usla þótt barmafull væri. Inga Björgvini Reynissyni, þrautreyndum verkstjóra Vegagerðarinnar í Borgarfirði, rekur ekki minni til þess að ástandið hafi verið verra á svæðinu síðan 2002. „Þetta er bara búið að vera með verra móti núna um helgina. Vatnavextirnir eru svona búnir að vera í það mesta,“ segir Ingi Björgvin. Búið er að loka veginum um Geldingardraga vegna skemmda. „Það eru venjulegu staðirnir hjá Ferjukoti, Hvítárbakka, svo er Dragholtsvegurinn lokaður ennþá vegna vatnaskemmda.“ Ingi segir að afleiðingar leysingaflóðanna sé verkefni sem bæti gráu ofan á svart. Mikið álag hafi verið á vegagerðinni í vetur, þannig hafi mikið verið um lokanir vegna vályndra veðra og þá blasi við holuvandamál í slitlögunum. Ingi segir þó að öll verkefni sé hægt að leysa. „Það er unnið á öllum vígstöðvum. Öfgarnar eru orðnar svolítið miklar,“ sagði Ingi Björgvin Reynisson, verkstjóri Vegagerðarinnar í Borgarfirði. En heilt yfir voru leysingarnar í ár ekkert óvenjulegar að sögn Huldu Rósar Helgadóttur náttúruvársérfræðings. „Þetta magn í ánum er semsagt sirka á tveggja ára fresti. Þetta er ekkert eitthvað óvenjulegt þannig en það virðist vera að staðbundið hafi sums staðar flætt yfir meira en vanalega,“ segir Hulda Rós. Það lítur út fyrir að þetta sé búið í bili er það ekki? „Jú það lítur út fyrir það. Þær virðast flestar hafa náð flóðatoppi og þær eru allar á niðurleið og framundan er bara tíðindalítið í veðri þannig að þetta virðist vera að jafna sig bara,“ segir Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur.
Veður Borgarbyggð Reykjavík Vegagerð Tengdar fréttir Göngustígar á bólakafi á höfuðborgarsvæðinu Gífurlegir vatnavextir hafa unnið skemmdir á vegum í Borgarfirði um helgina og göngustígar eru komnir á kaf á höfuðborgarsvæðinu. Þar þrefaldaðist rennslið í Bugðu í Norðlingaholti í gær. 27. mars 2022 20:31 Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Sjá meira
Göngustígar á bólakafi á höfuðborgarsvæðinu Gífurlegir vatnavextir hafa unnið skemmdir á vegum í Borgarfirði um helgina og göngustígar eru komnir á kaf á höfuðborgarsvæðinu. Þar þrefaldaðist rennslið í Bugðu í Norðlingaholti í gær. 27. mars 2022 20:31
Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46