Man ekki eftir verra ástandi í tvo áratugi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2022 14:00 Frá Hvítárbakka í Borgarfirði í gærmorgun. Hulda Hrönn Sigurðardóttir Vegagerðin á mikið verk fyrir höndum eftir leysingaflóðin um helgina. Mestar skemmdir urðu á veginum um Geldingardraga og í uppsveitum Borgarfjarðar. Í gær mældist þá mesta rennsli í Ölfusá í níu ár. Vorleysingar um helgina voru ansi hraustlegar. Ár flæddu yfir bakka sína og vegir liggja undir skemmdum. Ástandið var hvað verst í uppsveitum Borgarfjarðar, rennslið þrefaldaðist í Bugðu í gær og í Ölfusá mældist mesta rennsli í níu ár en áin olli þó engum usla þótt barmafull væri. Inga Björgvini Reynissyni, þrautreyndum verkstjóra Vegagerðarinnar í Borgarfirði, rekur ekki minni til þess að ástandið hafi verið verra á svæðinu síðan 2002. „Þetta er bara búið að vera með verra móti núna um helgina. Vatnavextirnir eru svona búnir að vera í það mesta,“ segir Ingi Björgvin. Búið er að loka veginum um Geldingardraga vegna skemmda. „Það eru venjulegu staðirnir hjá Ferjukoti, Hvítárbakka, svo er Dragholtsvegurinn lokaður ennþá vegna vatnaskemmda.“ Ingi segir að afleiðingar leysingaflóðanna sé verkefni sem bæti gráu ofan á svart. Mikið álag hafi verið á vegagerðinni í vetur, þannig hafi mikið verið um lokanir vegna vályndra veðra og þá blasi við holuvandamál í slitlögunum. Ingi segir þó að öll verkefni sé hægt að leysa. „Það er unnið á öllum vígstöðvum. Öfgarnar eru orðnar svolítið miklar,“ sagði Ingi Björgvin Reynisson, verkstjóri Vegagerðarinnar í Borgarfirði. En heilt yfir voru leysingarnar í ár ekkert óvenjulegar að sögn Huldu Rósar Helgadóttur náttúruvársérfræðings. „Þetta magn í ánum er semsagt sirka á tveggja ára fresti. Þetta er ekkert eitthvað óvenjulegt þannig en það virðist vera að staðbundið hafi sums staðar flætt yfir meira en vanalega,“ segir Hulda Rós. Það lítur út fyrir að þetta sé búið í bili er það ekki? „Jú það lítur út fyrir það. Þær virðast flestar hafa náð flóðatoppi og þær eru allar á niðurleið og framundan er bara tíðindalítið í veðri þannig að þetta virðist vera að jafna sig bara,“ segir Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur. Veður Borgarbyggð Reykjavík Vegagerð Tengdar fréttir Göngustígar á bólakafi á höfuðborgarsvæðinu Gífurlegir vatnavextir hafa unnið skemmdir á vegum í Borgarfirði um helgina og göngustígar eru komnir á kaf á höfuðborgarsvæðinu. Þar þrefaldaðist rennslið í Bugðu í Norðlingaholti í gær. 27. mars 2022 20:31 Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Vorleysingar um helgina voru ansi hraustlegar. Ár flæddu yfir bakka sína og vegir liggja undir skemmdum. Ástandið var hvað verst í uppsveitum Borgarfjarðar, rennslið þrefaldaðist í Bugðu í gær og í Ölfusá mældist mesta rennsli í níu ár en áin olli þó engum usla þótt barmafull væri. Inga Björgvini Reynissyni, þrautreyndum verkstjóra Vegagerðarinnar í Borgarfirði, rekur ekki minni til þess að ástandið hafi verið verra á svæðinu síðan 2002. „Þetta er bara búið að vera með verra móti núna um helgina. Vatnavextirnir eru svona búnir að vera í það mesta,“ segir Ingi Björgvin. Búið er að loka veginum um Geldingardraga vegna skemmda. „Það eru venjulegu staðirnir hjá Ferjukoti, Hvítárbakka, svo er Dragholtsvegurinn lokaður ennþá vegna vatnaskemmda.“ Ingi segir að afleiðingar leysingaflóðanna sé verkefni sem bæti gráu ofan á svart. Mikið álag hafi verið á vegagerðinni í vetur, þannig hafi mikið verið um lokanir vegna vályndra veðra og þá blasi við holuvandamál í slitlögunum. Ingi segir þó að öll verkefni sé hægt að leysa. „Það er unnið á öllum vígstöðvum. Öfgarnar eru orðnar svolítið miklar,“ sagði Ingi Björgvin Reynisson, verkstjóri Vegagerðarinnar í Borgarfirði. En heilt yfir voru leysingarnar í ár ekkert óvenjulegar að sögn Huldu Rósar Helgadóttur náttúruvársérfræðings. „Þetta magn í ánum er semsagt sirka á tveggja ára fresti. Þetta er ekkert eitthvað óvenjulegt þannig en það virðist vera að staðbundið hafi sums staðar flætt yfir meira en vanalega,“ segir Hulda Rós. Það lítur út fyrir að þetta sé búið í bili er það ekki? „Jú það lítur út fyrir það. Þær virðast flestar hafa náð flóðatoppi og þær eru allar á niðurleið og framundan er bara tíðindalítið í veðri þannig að þetta virðist vera að jafna sig bara,“ segir Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur.
Veður Borgarbyggð Reykjavík Vegagerð Tengdar fréttir Göngustígar á bólakafi á höfuðborgarsvæðinu Gífurlegir vatnavextir hafa unnið skemmdir á vegum í Borgarfirði um helgina og göngustígar eru komnir á kaf á höfuðborgarsvæðinu. Þar þrefaldaðist rennslið í Bugðu í Norðlingaholti í gær. 27. mars 2022 20:31 Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Göngustígar á bólakafi á höfuðborgarsvæðinu Gífurlegir vatnavextir hafa unnið skemmdir á vegum í Borgarfirði um helgina og göngustígar eru komnir á kaf á höfuðborgarsvæðinu. Þar þrefaldaðist rennslið í Bugðu í Norðlingaholti í gær. 27. mars 2022 20:31
Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46