Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. mars 2022 13:00 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er annar stærstu hluthafinn í Íslandsbanka eftir útboð í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag. Veruleg umframeftirspurn var í útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka í síðustu viku. Alls buðu 430 fjárfestar í 450 milljón hluti í bankanum en verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjögur prósentum lægra en markaðsgengi. Í morgun var verðið níu prósentum hærra. Greinendur á markaði sem fréttastofa ræddi við í síðustu viku gagnrýndu verðið í útboðinu vegna umfram eftirspurnarinnar þar sem ekki hafi verið farið eftir lögmáli framboðs og eftirspurnar sem gjarnan er sagt ríkja á hlutabréfamörkuðum. Fjármálaráðherra sagði á móti að mjög gott verð hefði fengist fyrir bankann og minni afsláttur hefði verið gefinn en í sambærilegum útboðum erlendis. Fram hefur komið að þrír svokallaðir stjórnendur eða nákomnir aðilar stjórnenda hafi keypt hluti í útboðinu. Ríkharður Daðason, fjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti fyrir tæpar 27 milljónir króna. Ríkharður er sambýlismaður Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra bankans. Ari Daníelsson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, keypti fyrir tæpar 55 milljónir króna og Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfestasviðs, fyrir rúmar 11 milljónir. Fram hefur komið að aðeins hæfir fjárfestar hafi fengið að kaupa í útboðinu en Fjármálaeftirlitið heldur utan viðmið um hverjir séu hæfir fjárfestar. Nokkur breyting varð á stærstu hluthöfum bankans eftir útboðið. Nú er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins annar stærsti hluthafinn á eftir ríkinu. Gildi lífeyrissjóður sá þriðji og bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group í fjórða sæti en var annar stærsti fyrir útboðið. Allir eru með yfir fimm prósenta hlut í bankanum en voru áður með um og yfir þrjú prósent. Fram hefur komið að Bankasýsla ríkisins muni síðar í dag birta uppgjör eftir útboðið en engar upplýsingar fengust þaðan í morgun. Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lífeyrissjóðir Kauphöllin Tengdar fréttir Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 Kallar eftir afsögn fjármálaráðherra vegna afsláttar á söluverði Formaður VR gagnrýnir harðlega að hlutur ríkisins í Íslandsbanka hafi ekki verið seldur á markaðsvirði og kallar eftir afsögn fjármálaráðherra. 23. mars 2022 18:42 Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Veruleg umframeftirspurn var í útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka í síðustu viku. Alls buðu 430 fjárfestar í 450 milljón hluti í bankanum en verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjögur prósentum lægra en markaðsgengi. Í morgun var verðið níu prósentum hærra. Greinendur á markaði sem fréttastofa ræddi við í síðustu viku gagnrýndu verðið í útboðinu vegna umfram eftirspurnarinnar þar sem ekki hafi verið farið eftir lögmáli framboðs og eftirspurnar sem gjarnan er sagt ríkja á hlutabréfamörkuðum. Fjármálaráðherra sagði á móti að mjög gott verð hefði fengist fyrir bankann og minni afsláttur hefði verið gefinn en í sambærilegum útboðum erlendis. Fram hefur komið að þrír svokallaðir stjórnendur eða nákomnir aðilar stjórnenda hafi keypt hluti í útboðinu. Ríkharður Daðason, fjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti fyrir tæpar 27 milljónir króna. Ríkharður er sambýlismaður Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra bankans. Ari Daníelsson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, keypti fyrir tæpar 55 milljónir króna og Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfestasviðs, fyrir rúmar 11 milljónir. Fram hefur komið að aðeins hæfir fjárfestar hafi fengið að kaupa í útboðinu en Fjármálaeftirlitið heldur utan viðmið um hverjir séu hæfir fjárfestar. Nokkur breyting varð á stærstu hluthöfum bankans eftir útboðið. Nú er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins annar stærsti hluthafinn á eftir ríkinu. Gildi lífeyrissjóður sá þriðji og bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group í fjórða sæti en var annar stærsti fyrir útboðið. Allir eru með yfir fimm prósenta hlut í bankanum en voru áður með um og yfir þrjú prósent. Fram hefur komið að Bankasýsla ríkisins muni síðar í dag birta uppgjör eftir útboðið en engar upplýsingar fengust þaðan í morgun.
Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lífeyrissjóðir Kauphöllin Tengdar fréttir Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 Kallar eftir afsögn fjármálaráðherra vegna afsláttar á söluverði Formaður VR gagnrýnir harðlega að hlutur ríkisins í Íslandsbanka hafi ekki verið seldur á markaðsvirði og kallar eftir afsögn fjármálaráðherra. 23. mars 2022 18:42 Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15
Kallar eftir afsögn fjármálaráðherra vegna afsláttar á söluverði Formaður VR gagnrýnir harðlega að hlutur ríkisins í Íslandsbanka hafi ekki verið seldur á markaðsvirði og kallar eftir afsögn fjármálaráðherra. 23. mars 2022 18:42
Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02