Göngustígar á bólakafi á höfuðborgarsvæðinu Snorri Másson skrifar 27. mars 2022 20:31 Frá Norðlingaholti í dag. Vísir/Bjarni Gífurlegir vatnavextir hafa unnið skemmdir á vegum í Borgarfirði um helgina og göngustígar eru komnir á kaf á höfuðborgarsvæðinu. Þar þrefaldaðist rennslið í Bugðu í Norðlingaholti í gær. Geysimikið gróðurlendi við Norðlingaholt og Rauðhóla er komið undir vatn eftir að áin Bugða flæddi yfir bakka sína um helgina. Sjá má afleiðingar þessa skýrt í myndbrotinu hér að ofan. „Vorið er á leiðinni þó að við fáum alltaf hret af og til og kólnun. Svona atburðir eftir því hvenær þeir koma á vorin og hvað það er mikill snjór, þá eru þeir misstórir og ef þetta hefði gerst kannski í apríl, hefðum við kannski fengið meira langvarandi hlýnun og flóðið orðið stærra,“ segir Kristjana G. Eyþórsdóttir, sérfræðingur í vatnamælingum hjá Veðurstofunni. Kristjana G. Eyþórsdóttir, sérfræðingur í vatnamælingum hjá Veðurstofunni.Vísir/Bjarni Þetta er sem sagt síst eins slæmt og þetta gæti orðið, en í Borgarfirði er þetta þó ekki án afleiðinga. Við Ferjukot nálægt Hvanneyri flæddi Hvítá yfir bakka sína með þeim afleiðingum að vegurinn fór í sundur að norðanverðu. Á tveimur stöðum við Hvítársíðuveg gerðist slíkt hið sama en sums staðar hefur þegar verið gert við veginn. Leysingar hafa viðsjárverðar afleiðingar í Borgarfirði.Aðsend mynd „Það var mikil rigning í Borgarfirði í gær og hitinn fór upp fyrir átta gráður við Hvanneyri og sennilega ekki alveg svona hlýtt inn til landsins. En þar húrraði snjórinn niður, eins og í Andakílnum, þar kom mikil leysing úr Skarðsheiðinni og fór í Andakílsá,“ segir Kristjana. Sjaldgæft er að Elliðaár flæði eins mikið yfir bakka sína og nú. Að sögn Eldfjalla og náttúruvárhóps Suðurlands má að hluta til rekja mikið flóðið til inngrips manna; nefnilega göngu- og hestabrúar, sem þrengir verulega að Bugðu. Áin var í dag komin alveg upp að brúargólfi. Manngerð brú þrengir að Bugðu.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands Veður Reykjavík Tengdar fréttir Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Geysimikið gróðurlendi við Norðlingaholt og Rauðhóla er komið undir vatn eftir að áin Bugða flæddi yfir bakka sína um helgina. Sjá má afleiðingar þessa skýrt í myndbrotinu hér að ofan. „Vorið er á leiðinni þó að við fáum alltaf hret af og til og kólnun. Svona atburðir eftir því hvenær þeir koma á vorin og hvað það er mikill snjór, þá eru þeir misstórir og ef þetta hefði gerst kannski í apríl, hefðum við kannski fengið meira langvarandi hlýnun og flóðið orðið stærra,“ segir Kristjana G. Eyþórsdóttir, sérfræðingur í vatnamælingum hjá Veðurstofunni. Kristjana G. Eyþórsdóttir, sérfræðingur í vatnamælingum hjá Veðurstofunni.Vísir/Bjarni Þetta er sem sagt síst eins slæmt og þetta gæti orðið, en í Borgarfirði er þetta þó ekki án afleiðinga. Við Ferjukot nálægt Hvanneyri flæddi Hvítá yfir bakka sína með þeim afleiðingum að vegurinn fór í sundur að norðanverðu. Á tveimur stöðum við Hvítársíðuveg gerðist slíkt hið sama en sums staðar hefur þegar verið gert við veginn. Leysingar hafa viðsjárverðar afleiðingar í Borgarfirði.Aðsend mynd „Það var mikil rigning í Borgarfirði í gær og hitinn fór upp fyrir átta gráður við Hvanneyri og sennilega ekki alveg svona hlýtt inn til landsins. En þar húrraði snjórinn niður, eins og í Andakílnum, þar kom mikil leysing úr Skarðsheiðinni og fór í Andakílsá,“ segir Kristjana. Sjaldgæft er að Elliðaár flæði eins mikið yfir bakka sína og nú. Að sögn Eldfjalla og náttúruvárhóps Suðurlands má að hluta til rekja mikið flóðið til inngrips manna; nefnilega göngu- og hestabrúar, sem þrengir verulega að Bugðu. Áin var í dag komin alveg upp að brúargólfi. Manngerð brú þrengir að Bugðu.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands
Veður Reykjavík Tengdar fréttir Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46