Óttast að borgin verði „næsta Mariupol“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 15:01 Á gervihnattamyndinni sjást olíutankar í borginni Chernihiv brenna á ógnarhraða. EPA-EFE/MAXAR TECHNOLOGIES Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni. „Í sprengjubyrgjunum, þar sem við bíðum á næturna, er aðeins talað um eitt; að Chernihiv, borgin okkar, verði næsta Mariupol,“ segir hinn 38 ára gamli Ihar Kazmerchak við AP fréttaveituna. Rafmagn er hvergi fáanlegt og þá er enginn hiti á íbúðarhúsum. Kazmerchak segir að apótek borgarinnar tæmist hratt. Kazmerchak byrjar alla daga á því að bíða í röð eftir vatni en yfirvöld hafa skammtað íbúum drykkjarvatni síðustu daga: „Matarbirgðirnar eru að klárast og árásirnar og sprengirnarnar hætta ekki,“ segir hann. Rússar eyðilögðu aðalsamgöngubrú Chernihiv í sprengjuárásum á miðvikudaginn og í gær sprengdu Rússar brú fyrir fótgangandi við borgina. Þeir hafa þannig lokað fyrir allar útgönguleiðir íbúa og torvelt er að koma matarbirgðum, lyfjum og öðrum nauðsynjum til íbúa í borginni. Flóttamenn frá Chernihiv sem komust til Póllands í vikunni sögðu að sprengjur Rússa hafi jafnað að minnsta kosti tvo skóla í miðborginni við jörðu. Þá hafi Rússar einnig sprengt upp íþróttaleikvang, söfn, leikskóla og fjölmörg íbúðarhús. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fullyrða að Rússar hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum á skriðdreka Vestrænir embættismenn telja að uppreisnarsveit rússneskra hermanna hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum á skriðdreka. Atvikið sé merki um að starfsandi og samstaða innan hers Rússa fari sífellt versnandi. 25. mars 2022 21:21 Uppgjafartónn og ofsóknaræði runnið á rússneska ráðmenn Uppgjafartónn og ofsóknaræði er runnið á æðstu ráðamenn Rússlands sem segja Vesturlönd hafa sameinast um að gereyða Rússlandi. Vestrænir leiðtogar heita því að standa saman þar stríðinu ljúki með sneypuför Putins. Nú er talið að minnsta kosti þrjú hundruð manns hafi fallið í árás Rússa á leikhús í Mariupol. 25. mars 2022 19:21 Rússar segjast hafa náð markmiðum sínum og einbeita sér að Donbas Rússar segjast að mestu hafa náð markmiðum sínum í Úkraínu og skaða her ríkisins verulega. Nú ætli þeir að einbeita sér að því að „frelsa“ Donbas-hérað að fullu. 25. mars 2022 14:42 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
„Í sprengjubyrgjunum, þar sem við bíðum á næturna, er aðeins talað um eitt; að Chernihiv, borgin okkar, verði næsta Mariupol,“ segir hinn 38 ára gamli Ihar Kazmerchak við AP fréttaveituna. Rafmagn er hvergi fáanlegt og þá er enginn hiti á íbúðarhúsum. Kazmerchak segir að apótek borgarinnar tæmist hratt. Kazmerchak byrjar alla daga á því að bíða í röð eftir vatni en yfirvöld hafa skammtað íbúum drykkjarvatni síðustu daga: „Matarbirgðirnar eru að klárast og árásirnar og sprengirnarnar hætta ekki,“ segir hann. Rússar eyðilögðu aðalsamgöngubrú Chernihiv í sprengjuárásum á miðvikudaginn og í gær sprengdu Rússar brú fyrir fótgangandi við borgina. Þeir hafa þannig lokað fyrir allar útgönguleiðir íbúa og torvelt er að koma matarbirgðum, lyfjum og öðrum nauðsynjum til íbúa í borginni. Flóttamenn frá Chernihiv sem komust til Póllands í vikunni sögðu að sprengjur Rússa hafi jafnað að minnsta kosti tvo skóla í miðborginni við jörðu. Þá hafi Rússar einnig sprengt upp íþróttaleikvang, söfn, leikskóla og fjölmörg íbúðarhús.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fullyrða að Rússar hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum á skriðdreka Vestrænir embættismenn telja að uppreisnarsveit rússneskra hermanna hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum á skriðdreka. Atvikið sé merki um að starfsandi og samstaða innan hers Rússa fari sífellt versnandi. 25. mars 2022 21:21 Uppgjafartónn og ofsóknaræði runnið á rússneska ráðmenn Uppgjafartónn og ofsóknaræði er runnið á æðstu ráðamenn Rússlands sem segja Vesturlönd hafa sameinast um að gereyða Rússlandi. Vestrænir leiðtogar heita því að standa saman þar stríðinu ljúki með sneypuför Putins. Nú er talið að minnsta kosti þrjú hundruð manns hafi fallið í árás Rússa á leikhús í Mariupol. 25. mars 2022 19:21 Rússar segjast hafa náð markmiðum sínum og einbeita sér að Donbas Rússar segjast að mestu hafa náð markmiðum sínum í Úkraínu og skaða her ríkisins verulega. Nú ætli þeir að einbeita sér að því að „frelsa“ Donbas-hérað að fullu. 25. mars 2022 14:42 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
Fullyrða að Rússar hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum á skriðdreka Vestrænir embættismenn telja að uppreisnarsveit rússneskra hermanna hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum á skriðdreka. Atvikið sé merki um að starfsandi og samstaða innan hers Rússa fari sífellt versnandi. 25. mars 2022 21:21
Uppgjafartónn og ofsóknaræði runnið á rússneska ráðmenn Uppgjafartónn og ofsóknaræði er runnið á æðstu ráðamenn Rússlands sem segja Vesturlönd hafa sameinast um að gereyða Rússlandi. Vestrænir leiðtogar heita því að standa saman þar stríðinu ljúki með sneypuför Putins. Nú er talið að minnsta kosti þrjú hundruð manns hafi fallið í árás Rússa á leikhús í Mariupol. 25. mars 2022 19:21
Rússar segjast hafa náð markmiðum sínum og einbeita sér að Donbas Rússar segjast að mestu hafa náð markmiðum sínum í Úkraínu og skaða her ríkisins verulega. Nú ætli þeir að einbeita sér að því að „frelsa“ Donbas-hérað að fullu. 25. mars 2022 14:42