Vörum bænda hent í gáma við verslanir eftir síðasta söludag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. mars 2022 13:03 Kjöt frá bændum á kæli í sláturhúsi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Félagsmenn í Búnaðarsambandi Eyjafjarðar hafa verulegar áhyggjur af matarsóun í verslunum landsins, sem lýsir því sér að vörum bænda sé hent í gáma og þar með í ruslið ef þær seljast ekki. Í Bændablaðinu, sem kom út í vikunni er m.a. sagt frá ályktun Búnaðarsambands Eyjafjarðar þar sem talað er um ólíðandi viðskiptahætti verslana, sem oft og tíðum henda vörum, ekki síst landbúnaðarvörum þegar þær eru komnar á síðasta söludag. Þær fari beint í ruslagáma við verslanirnar. Sigurgeir Hreinsson er framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. „Ályktunin snýst um það að ýta á, bæði matvöruverslanir og afurðastöðvar að hafa ábyrgð á innsetningu á vörum, sem eru í verslunum til þess að það nýtist sem best,“ segir hann. Sigurgeir segir það lensku hjá verslunum að fylla öll kæliborð af matvöru svo þau líti vel út, sem þýðir það að töluvert af vörunni fer yfir á síðasta söludag. „Og því miður hefur verið henni hent og það hafa verið samningar þannig að afurðastöðvarnar hafa verið skyldugar að taka þetta til baka. Það er eitthvað sem þarf að breyta til þess að minnka matarsóun,“ segir Sigurgeir. En þetta hlýtur að vera fúlt fyrir bændur og búalið að vera að framleiða úrvalsvöru og svo er henni kannski bara hent, eða hvað? „Það er bara djöfullegt eins og maður segir.“ Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, sem segir djöfullegt ef vörum bænda er hent úr veslunum séu þær komnar á síðasta söludag. Hann segir verslanir panta alltof mikið af vörum til að láta kæliborðin líta vel út.AÐSEND Sigurgeir segir að það þurfa að breyta samningnum þannig að afurðastöðvarnar þurfi ekki að taka vörur til baka, heldur séu þær á ábyrgð verslunarinnar og þá myndi þær hugsa betur um vörurnar sínar. „Nú væri bara gott að fjölmiðlarnir hefðu daglega vakt á gámum í kringum verslanir og athuga hvort það sé verið að henda vöru,“ segir framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Ályktunin, sem samþykkt var á aðalfundinum: Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar haldinn 9.3.2022 hvetur afurðastöðvar í landbúnaði og matvöruverslanir landsins til ábyrgrar innsetningar á vörum með það að markmiði að minnka matarsóun sem leiði til betri nýtingar. Greinargerð: Nokkuð er um að fréttir berist af því að matvara lendi í ruslagámum þegar verslanir skila vöru sem komin er á síðasta söludag. Það eru ólíðandi viðskiptahættir að skila vöru sem runnin er út á tíma sem í mörgum tilfellum leiðir til þess að umtalsverð verðmæti fara í súginn. Ástæða þess er oft á tíðum rífleg pöntun sem hefur þann eina tilgang þar sjáist fullar kistur og kæliborð. Afurðastöðvar verða einnig að sjá til þess að afgreiðslumáti sé með þeim hætti að varan nýtist sem best. Fjölmiðlar er hvattir til að veita fyrirtækjum aðhald í þessu efni og hampa þeim sem gera vel. Eyjafjarðarsveit Akureyri Landbúnaður Verslun Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Í Bændablaðinu, sem kom út í vikunni er m.a. sagt frá ályktun Búnaðarsambands Eyjafjarðar þar sem talað er um ólíðandi viðskiptahætti verslana, sem oft og tíðum henda vörum, ekki síst landbúnaðarvörum þegar þær eru komnar á síðasta söludag. Þær fari beint í ruslagáma við verslanirnar. Sigurgeir Hreinsson er framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. „Ályktunin snýst um það að ýta á, bæði matvöruverslanir og afurðastöðvar að hafa ábyrgð á innsetningu á vörum, sem eru í verslunum til þess að það nýtist sem best,“ segir hann. Sigurgeir segir það lensku hjá verslunum að fylla öll kæliborð af matvöru svo þau líti vel út, sem þýðir það að töluvert af vörunni fer yfir á síðasta söludag. „Og því miður hefur verið henni hent og það hafa verið samningar þannig að afurðastöðvarnar hafa verið skyldugar að taka þetta til baka. Það er eitthvað sem þarf að breyta til þess að minnka matarsóun,“ segir Sigurgeir. En þetta hlýtur að vera fúlt fyrir bændur og búalið að vera að framleiða úrvalsvöru og svo er henni kannski bara hent, eða hvað? „Það er bara djöfullegt eins og maður segir.“ Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, sem segir djöfullegt ef vörum bænda er hent úr veslunum séu þær komnar á síðasta söludag. Hann segir verslanir panta alltof mikið af vörum til að láta kæliborðin líta vel út.AÐSEND Sigurgeir segir að það þurfa að breyta samningnum þannig að afurðastöðvarnar þurfi ekki að taka vörur til baka, heldur séu þær á ábyrgð verslunarinnar og þá myndi þær hugsa betur um vörurnar sínar. „Nú væri bara gott að fjölmiðlarnir hefðu daglega vakt á gámum í kringum verslanir og athuga hvort það sé verið að henda vöru,“ segir framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Ályktunin, sem samþykkt var á aðalfundinum: Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar haldinn 9.3.2022 hvetur afurðastöðvar í landbúnaði og matvöruverslanir landsins til ábyrgrar innsetningar á vörum með það að markmiði að minnka matarsóun sem leiði til betri nýtingar. Greinargerð: Nokkuð er um að fréttir berist af því að matvara lendi í ruslagámum þegar verslanir skila vöru sem komin er á síðasta söludag. Það eru ólíðandi viðskiptahættir að skila vöru sem runnin er út á tíma sem í mörgum tilfellum leiðir til þess að umtalsverð verðmæti fara í súginn. Ástæða þess er oft á tíðum rífleg pöntun sem hefur þann eina tilgang þar sjáist fullar kistur og kæliborð. Afurðastöðvar verða einnig að sjá til þess að afgreiðslumáti sé með þeim hætti að varan nýtist sem best. Fjölmiðlar er hvattir til að veita fyrirtækjum aðhald í þessu efni og hampa þeim sem gera vel.
Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar haldinn 9.3.2022 hvetur afurðastöðvar í landbúnaði og matvöruverslanir landsins til ábyrgrar innsetningar á vörum með það að markmiði að minnka matarsóun sem leiði til betri nýtingar. Greinargerð: Nokkuð er um að fréttir berist af því að matvara lendi í ruslagámum þegar verslanir skila vöru sem komin er á síðasta söludag. Það eru ólíðandi viðskiptahættir að skila vöru sem runnin er út á tíma sem í mörgum tilfellum leiðir til þess að umtalsverð verðmæti fara í súginn. Ástæða þess er oft á tíðum rífleg pöntun sem hefur þann eina tilgang þar sjáist fullar kistur og kæliborð. Afurðastöðvar verða einnig að sjá til þess að afgreiðslumáti sé með þeim hætti að varan nýtist sem best. Fjölmiðlar er hvattir til að veita fyrirtækjum aðhald í þessu efni og hampa þeim sem gera vel.
Eyjafjarðarsveit Akureyri Landbúnaður Verslun Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira