Aaron Ísak sakfelldur fyrir kynferðibrot gegn börnum en ekki dæmdur í fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2022 07:58 Aaron Ísak segist aldrei myndu hafa brotið á börnum vís vitandi. Vísir Söngvarinn Aaron Ísak Berry hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum og fyrir að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Fram kemur í dómnum að Aaron Ísak sé talsvert á eftir í þroska og var niðurstaða hans að meiri árangur bæri að skikka Aaron Ísak til að vera í eftirliti hjá réttargeðdeild en að hann sætti fangelsisvist. DV greinir frá niðurstöðu dómsins og segist hafa hann undir höndum. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Aaron Ísak er fæddur árið 1998 og vakti athygli landsmanna þegar hann tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2020 undir listmannsnafninu Kid Isak. Árið áður hafði hann sigrað Söngvakeppni framhaldsskólanna. Samskipti Aarons Ísaks og drengjanna þriggja hófust eftir að hann tók þátt í Söngvakeppninni og virðist sem drengirnir hafi haft samband við Aaron á samfélagsmiðlinum Instagram til að lýsa yfir aðdáun sinni á tónlistarflutningi hans. Brotin eru sögð hafa farið fram frá hausti 2019 til vorsins 2020. Aaron var þá 21 árs gamall og þolendurnir 12 ára. Mætti í skóla drengjanna og sakaði þá um lygar Í kjölfarið hafi Aaron hafið óeðlileg samskipti við drengina, sent þeim kynfæramyndir og -myndbönd, myndir af berum rassi sínum og lýst kynferðisathöfnum. Þá var hann ákærður fyrir að hafa reynt að hafa kynferðismkök við tvo drengjanna. Hann hafi kysst annan þeirra á munninn og drengurinn brugðist við því að ýta honum af sér. Þá hafi Aaron káfað á drengnum utan klæða, meðal annars í klofi. Í kjölfar lögregluyfirheyrslna í málinu hafi Aaron þá mætt í grunnskóla drengjanna og sakað þá um lygar. Móðir eins drengjanna hafi í kjölfarið sótt um nálgunarbann gegn Aaroni sem hafi verið úrskurðað gegn honum. Greiði drengjunum hálfa milljón til milljón í bætur Fram kemur í frétt DV, þar sem vísað er í dóminn, að Aaron Ísak sé öryrki og búi hjá móður sinni sem veiti honum mikinn stuðning. Fram kemur í niðurstöðu sálfræðimats fyrir dóminn að Aaron hafi glímt við kvíðaröskun og einhverfu frá barnæsku, þá sé hann með átröskun og talinn tornæmur. Þá eigi Aaron sögu um þunglyndi. Ekki sé að merkja siðblindu eða barnagirnd hjá honum þrátt fyrir brotin geng drengjunum. Aaron Ísak upplifi sig yngri en hann er og hann hafi talið sig vera í ástarsamböndum við drengina á meðan hann framdi brotin. Hann hafi ekki séð neitt rangt við framferði sitt fyrr en eftir á. Vegna þess hve eftirá Aaron er í þroska telur dómurinn að þroskamunur á Aaroni og þolendum hans sé mun minni en aldursmunurinn á þeim. Aaron Ísak hefur verið dæmdur til að vera í eftirliti yfirlæknis réttargeðdeildar Landpítalans á Kleppi og í meðferð hjá sálfræðingum. Þá var hann dæmdur til að greiða einum þolendanna eina milljón króna í miskabætur, öðrum 600 þúsund krónur og þeim þriðja hálfa milljón. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
DV greinir frá niðurstöðu dómsins og segist hafa hann undir höndum. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Aaron Ísak er fæddur árið 1998 og vakti athygli landsmanna þegar hann tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2020 undir listmannsnafninu Kid Isak. Árið áður hafði hann sigrað Söngvakeppni framhaldsskólanna. Samskipti Aarons Ísaks og drengjanna þriggja hófust eftir að hann tók þátt í Söngvakeppninni og virðist sem drengirnir hafi haft samband við Aaron á samfélagsmiðlinum Instagram til að lýsa yfir aðdáun sinni á tónlistarflutningi hans. Brotin eru sögð hafa farið fram frá hausti 2019 til vorsins 2020. Aaron var þá 21 árs gamall og þolendurnir 12 ára. Mætti í skóla drengjanna og sakaði þá um lygar Í kjölfarið hafi Aaron hafið óeðlileg samskipti við drengina, sent þeim kynfæramyndir og -myndbönd, myndir af berum rassi sínum og lýst kynferðisathöfnum. Þá var hann ákærður fyrir að hafa reynt að hafa kynferðismkök við tvo drengjanna. Hann hafi kysst annan þeirra á munninn og drengurinn brugðist við því að ýta honum af sér. Þá hafi Aaron káfað á drengnum utan klæða, meðal annars í klofi. Í kjölfar lögregluyfirheyrslna í málinu hafi Aaron þá mætt í grunnskóla drengjanna og sakað þá um lygar. Móðir eins drengjanna hafi í kjölfarið sótt um nálgunarbann gegn Aaroni sem hafi verið úrskurðað gegn honum. Greiði drengjunum hálfa milljón til milljón í bætur Fram kemur í frétt DV, þar sem vísað er í dóminn, að Aaron Ísak sé öryrki og búi hjá móður sinni sem veiti honum mikinn stuðning. Fram kemur í niðurstöðu sálfræðimats fyrir dóminn að Aaron hafi glímt við kvíðaröskun og einhverfu frá barnæsku, þá sé hann með átröskun og talinn tornæmur. Þá eigi Aaron sögu um þunglyndi. Ekki sé að merkja siðblindu eða barnagirnd hjá honum þrátt fyrir brotin geng drengjunum. Aaron Ísak upplifi sig yngri en hann er og hann hafi talið sig vera í ástarsamböndum við drengina á meðan hann framdi brotin. Hann hafi ekki séð neitt rangt við framferði sitt fyrr en eftir á. Vegna þess hve eftirá Aaron er í þroska telur dómurinn að þroskamunur á Aaroni og þolendum hans sé mun minni en aldursmunurinn á þeim. Aaron Ísak hefur verið dæmdur til að vera í eftirliti yfirlæknis réttargeðdeildar Landpítalans á Kleppi og í meðferð hjá sálfræðingum. Þá var hann dæmdur til að greiða einum þolendanna eina milljón króna í miskabætur, öðrum 600 þúsund krónur og þeim þriðja hálfa milljón.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira