Friðrik Ingi: Ég var ekki ánægður með dómgæsluna í kvöld Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2022 20:31 Friðrik Ingi ræðir hér við Eggert Þór Aðalsteinsson dómara sem dæmdi þó ekki í Grindavík í kvöld. Friðrik var óánægður með dómgæsluna í leiknum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn „Þetta var bara villa. Hann er með lítinn skurð á enninu sem blæðir úr þannig að það segir allt sem segja þarf,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari ÍR sem vildi villu í síðustu sókn ÍR í tapleiknum gegn Grindavík í kvöld. Atvikið sem Friðrik Ingi er að tala um gerist þegar fjórtán sekúndur eru eftir af leiknum. Jordan Semple var þá undir körfunni, náði skoti en hitti ekki. ÍR-ingar vildu villu en ekkert var dæmt og þess í stað fór Grindavík upp völlinn og EC Matthews tryggði þeim sigur með flautukörfu. Friðrik Ingi ræddi við dómarana eftir leik en lítið var um svör að hans mati. „Þeir gátu ekki svarað neinu, þeir töldu að ég væri of æstur. Ég kannski aðeins hækkaði röddina en var samt ekkert dónalegur. Ég ætla bara að segja það að ég var ekki ánægður með dómgæsluna í kvöld. Ég held að það sé í fyrsta skipti sem ég segi það í viðtali,“ sagði Friðrik Ingi við Vísi eftir leik í kvöld. „Hins vegar eru atriði í mínu liði þar sem við hefðum getað gert betur til að klára leikinn og allt það. Ég hef alveg þann þroska og skilning á því að það þarf meira til. Það er 21-12 í vítum, menn geta bara skoðað þetta,“ bætti Friðrik Ingi við. ÍR-ingar komust átján stigum yfir í öðrum leikhluta en Grindvíkingar skoruðu ellefu síðustu stig leikhlutans og náðu að minnka muninn verulega fyrir leikhlé. „Við skoruðum líka í einhverjum kippum, svona er bara þessi leikur. Við komumst aftur yfir og ég átti alveg von á leiknum með þessum hætti. Vissulega, komnir átján stigum yfir, þá fórum við aðeins út úr okkar kennileiti og ég var ekki ánægður með það.“ „Ég óska Grindavík til hamingju, þeir fengu þessi tvö stig og þannig er það.“ Von ÍR-inga um sæti í úrslitakeppni er veik eftir tapið en þeir eru fjórum stigum á eftir KR og Breiðablik með tvo leiki eftir í deildinni. „Ég held að Breiðablik sé í sterkustu stöðunni. Ég er svo sem ekkert að hugsa um þetta núna, ég er fyrst og fremst óánægður með að við höfum ekki náð að vinna þennan leik. Meiri partinn af leiknum var ég mjög ánægður með spilamennskuna. Nú er bara stutt hvíld því það er leikur aftur á sunnudag,“ sagði Friðrik Ingi að endingu. UMF Grindavík ÍR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík-ÍR 89-86 | Möguleikar gestanna á sæti í úrslitakeppninni svo gott sem úr sögunni Grindavík vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn vannst með síðasta skoti leiksins en EC Matthews tryggði Grindvíkingum stigin tvö með flautuþrist. Vonir ÍR um sæti í úrslitakeppninni eru svo gott sem úr sögunni eftir tap kvöldsins. 25. mars 2022 20:00 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Leik lokið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira
Atvikið sem Friðrik Ingi er að tala um gerist þegar fjórtán sekúndur eru eftir af leiknum. Jordan Semple var þá undir körfunni, náði skoti en hitti ekki. ÍR-ingar vildu villu en ekkert var dæmt og þess í stað fór Grindavík upp völlinn og EC Matthews tryggði þeim sigur með flautukörfu. Friðrik Ingi ræddi við dómarana eftir leik en lítið var um svör að hans mati. „Þeir gátu ekki svarað neinu, þeir töldu að ég væri of æstur. Ég kannski aðeins hækkaði röddina en var samt ekkert dónalegur. Ég ætla bara að segja það að ég var ekki ánægður með dómgæsluna í kvöld. Ég held að það sé í fyrsta skipti sem ég segi það í viðtali,“ sagði Friðrik Ingi við Vísi eftir leik í kvöld. „Hins vegar eru atriði í mínu liði þar sem við hefðum getað gert betur til að klára leikinn og allt það. Ég hef alveg þann þroska og skilning á því að það þarf meira til. Það er 21-12 í vítum, menn geta bara skoðað þetta,“ bætti Friðrik Ingi við. ÍR-ingar komust átján stigum yfir í öðrum leikhluta en Grindvíkingar skoruðu ellefu síðustu stig leikhlutans og náðu að minnka muninn verulega fyrir leikhlé. „Við skoruðum líka í einhverjum kippum, svona er bara þessi leikur. Við komumst aftur yfir og ég átti alveg von á leiknum með þessum hætti. Vissulega, komnir átján stigum yfir, þá fórum við aðeins út úr okkar kennileiti og ég var ekki ánægður með það.“ „Ég óska Grindavík til hamingju, þeir fengu þessi tvö stig og þannig er það.“ Von ÍR-inga um sæti í úrslitakeppni er veik eftir tapið en þeir eru fjórum stigum á eftir KR og Breiðablik með tvo leiki eftir í deildinni. „Ég held að Breiðablik sé í sterkustu stöðunni. Ég er svo sem ekkert að hugsa um þetta núna, ég er fyrst og fremst óánægður með að við höfum ekki náð að vinna þennan leik. Meiri partinn af leiknum var ég mjög ánægður með spilamennskuna. Nú er bara stutt hvíld því það er leikur aftur á sunnudag,“ sagði Friðrik Ingi að endingu.
UMF Grindavík ÍR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík-ÍR 89-86 | Möguleikar gestanna á sæti í úrslitakeppninni svo gott sem úr sögunni Grindavík vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn vannst með síðasta skoti leiksins en EC Matthews tryggði Grindvíkingum stigin tvö með flautuþrist. Vonir ÍR um sæti í úrslitakeppninni eru svo gott sem úr sögunni eftir tap kvöldsins. 25. mars 2022 20:00 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Leik lokið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira
Leik lokið: Grindavík-ÍR 89-86 | Möguleikar gestanna á sæti í úrslitakeppninni svo gott sem úr sögunni Grindavík vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn vannst með síðasta skoti leiksins en EC Matthews tryggði Grindvíkingum stigin tvö með flautuþrist. Vonir ÍR um sæti í úrslitakeppninni eru svo gott sem úr sögunni eftir tap kvöldsins. 25. mars 2022 20:00