Aðalsteinn þarf að gefa skýrslu eftir frávísun í Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2022 14:43 Aðalsteinn Kjartansson er á meðal fjögurra blaðamanna með stöðu sakbornings við rannsókn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Hinir eru Arnar Þór Ingólfsson á Kjarnanum, Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum og Þóra Arnórsdóttir hjá RÚV. Vísir/Egill Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, þarf að gefa skýrslu hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þetta er ljóst eftir að Hæstiréttur vísaði kæru Aðalsteins frá dómi í dag. Hæstiréttur taldi að Aðalsteinn hefði ekki heimild til að kæra frávísunarúrskurð Landsréttar til Hæstaréttar. Aðalsteinn er einn fjögurra blaðamanna með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglunnar á broti gegn friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja. Aðalsteinn lét reyna á það fyrir dómstólum hvort lögreglu væri heimilt að boða blaðamann til skýrslutöku vegna málsins. Héraðsdómur Norðurlands eystra komst að þeirri niðurstöðu í lok febrúar að lögreglunni fyrir norðan væri óheimilt að kalla Aðalstein til skýrslutöku. Blaðamaður yrði ekki talinn brotlegur við lög „fyrir það eitt að móttaka og sjá viðkvæm persónuleg gögn sem ekki varða almenning, enda er það þáttur í starfi blaðamanna að móttaka ýmis gögn og ábendingar sem þeir meta hvort eigi erindi við almenning.“ Umrædd gögn, sem leiddu til umfjöllunar um svokallaða skæruliðadeild Samherja, voru á síma Páls skipstjóra. Á símanum var einnig að finna persónulegt kynferðislegt efni ef marka má greinargerð lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Lögreglan á Norðurlandi eystra kærði úrskurðinn í héraði til Landsréttar sem vísaði kæru Aðalsteins frá héraðsdómi. Lögreglan tilkynnti í framhaldinu að rannsókn málsins myndi halda áfram. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins, kærði úrskurðinn í Landsrétti til Hæstaréttar sem vísaði málinu frá í dag. Vísaði Hæstiréttur til þess að ekki væri heimild til að kæra frávísun í málum sem væru enn á rannsóknarstigi. Dómsmál Fjölmiðlar Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Óeðlilegt að lögreglan hafi algjörlega frjálsar hendur í lýðræðisríki Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, furðar sig á því að Landsréttur hafi ekki tekið efnislega afstöðu í máli sínu gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. 16. mars 2022 22:52 Landsréttur vísaði máli Aðalsteins frá og blaðamennirnir verða kallaðir til skýrslutöku Landsréttur vísaði í dag kæru Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni, gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá héraðsdómi. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglu um taka skýrslu af Aðalsteini sem sakborningi hafi verið ólögmæt. 16. mars 2022 19:16 Munu kæra ef lögreglan heldur yfirheyrslum til streitu Ritstjóri Kjarnans á ekki von á að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra muni halda til streitu yfirheyrslum á fjórum blaðamönnum eftir að héraðsdómur kvað upp úr um ólögmæti þess að einn þeirra yrði yfirheyrður með stöðu sakbornings. Hann segist munu kæra ef lögreglan geri slíkt. 1. mars 2022 13:32 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Aðalsteinn er einn fjögurra blaðamanna með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglunnar á broti gegn friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja. Aðalsteinn lét reyna á það fyrir dómstólum hvort lögreglu væri heimilt að boða blaðamann til skýrslutöku vegna málsins. Héraðsdómur Norðurlands eystra komst að þeirri niðurstöðu í lok febrúar að lögreglunni fyrir norðan væri óheimilt að kalla Aðalstein til skýrslutöku. Blaðamaður yrði ekki talinn brotlegur við lög „fyrir það eitt að móttaka og sjá viðkvæm persónuleg gögn sem ekki varða almenning, enda er það þáttur í starfi blaðamanna að móttaka ýmis gögn og ábendingar sem þeir meta hvort eigi erindi við almenning.“ Umrædd gögn, sem leiddu til umfjöllunar um svokallaða skæruliðadeild Samherja, voru á síma Páls skipstjóra. Á símanum var einnig að finna persónulegt kynferðislegt efni ef marka má greinargerð lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Lögreglan á Norðurlandi eystra kærði úrskurðinn í héraði til Landsréttar sem vísaði kæru Aðalsteins frá héraðsdómi. Lögreglan tilkynnti í framhaldinu að rannsókn málsins myndi halda áfram. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins, kærði úrskurðinn í Landsrétti til Hæstaréttar sem vísaði málinu frá í dag. Vísaði Hæstiréttur til þess að ekki væri heimild til að kæra frávísun í málum sem væru enn á rannsóknarstigi.
Dómsmál Fjölmiðlar Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Óeðlilegt að lögreglan hafi algjörlega frjálsar hendur í lýðræðisríki Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, furðar sig á því að Landsréttur hafi ekki tekið efnislega afstöðu í máli sínu gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. 16. mars 2022 22:52 Landsréttur vísaði máli Aðalsteins frá og blaðamennirnir verða kallaðir til skýrslutöku Landsréttur vísaði í dag kæru Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni, gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá héraðsdómi. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglu um taka skýrslu af Aðalsteini sem sakborningi hafi verið ólögmæt. 16. mars 2022 19:16 Munu kæra ef lögreglan heldur yfirheyrslum til streitu Ritstjóri Kjarnans á ekki von á að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra muni halda til streitu yfirheyrslum á fjórum blaðamönnum eftir að héraðsdómur kvað upp úr um ólögmæti þess að einn þeirra yrði yfirheyrður með stöðu sakbornings. Hann segist munu kæra ef lögreglan geri slíkt. 1. mars 2022 13:32 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Óeðlilegt að lögreglan hafi algjörlega frjálsar hendur í lýðræðisríki Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, furðar sig á því að Landsréttur hafi ekki tekið efnislega afstöðu í máli sínu gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. 16. mars 2022 22:52
Landsréttur vísaði máli Aðalsteins frá og blaðamennirnir verða kallaðir til skýrslutöku Landsréttur vísaði í dag kæru Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni, gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá héraðsdómi. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglu um taka skýrslu af Aðalsteini sem sakborningi hafi verið ólögmæt. 16. mars 2022 19:16
Munu kæra ef lögreglan heldur yfirheyrslum til streitu Ritstjóri Kjarnans á ekki von á að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra muni halda til streitu yfirheyrslum á fjórum blaðamönnum eftir að héraðsdómur kvað upp úr um ólögmæti þess að einn þeirra yrði yfirheyrður með stöðu sakbornings. Hann segist munu kæra ef lögreglan geri slíkt. 1. mars 2022 13:32