Sex ára fangelsi fyrir brot á þroskaskertum konum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2022 07:01 Karlmaðurinn var meðal annars ákærður fyrir brot gegn þroskaskerti konu í bíl í Heiðmörk. Vísir/Vilhelm Tæplega sextugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Þá var hann dæmdur til að greiða þeim milljónir króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku en hefur enn sem komið er ekki verið birtur á vef dómstólsins. Ákæran á hendur honum var í fimm liðum en ákærð brot voru framin á árunum 2014 til 2018. Þau voru margs konar og mörg kynferðisleg. Þar á meðal nauðganir en sömuleiðis hótanir um að drepa sjálfan sig eða birta nektarmyndir af konunum. Þá kom fram í ákærunni að hann hefði blekkt hann eina konuna um hver hann væri og fengið aðra til að taka peninga út úr hraðbanka fyrir sig. Þekkti allar konurnar Maðurinn þekkti allar konurnar og var meðvitaður um þroskaskerðingu þeirra, samkvæmt því sem fram kemur í ákæru. Hann mun þó ekki vera bundinn konunum fjölskylduböndum. Þá sætti hann um tíma nálgunarbanni gagnvart fimmtu konunni og barnungri dóttur hennar. Einkaréttakrafa kvennanna fjögurra hljóðaði upp á tíu milljónir króna samanlagt. Þinghald í málinu var lokað en samkvæmt heimildum fréttastofu var hann dæmdur í sex ára fangelsi fyrir brot sín. Stór hluti af meðferð málsins snerist um að leggja mat á sakhæfi mannsins. Svo fór að héraðsdómur mat hann sakhæfan og dæmdi til fyrrnefndrar refsingar. Jón Bjarni Kristjánsson, verjandi mannsins, segir í samtali við fréttastofu að dómnum verði áfrýjað til Landsréttar. Kynferðisbrot í bílum og á salerni Vísir fjallaði um ásakanirnar yfir manninum sem fram komu í ákærunni á sínum tíma. Var meðal annars um að ræða kynferðisbrot í bíl í Heiðmörk og salerni í Holtagörðum gagnvart einni konunni. Hann var ákærður fyrir að beita aðra konu blekkingum, fá hana til að senda sér kynferðislegar myndir og hóta henni að birta þær. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti í bifreið árið 2015 eða 2016 nýtt sér yfirburði og aðstöðumun gegn tveimur þroskaskertum konum og brotið kynferðislega á þeim. Þetta er í annað skiptið á fjórum árum sem dæmt er í kynferðisbrotamálum gegn þroskaskertum konum. Bocciaþjálfari á Akureyri hlaut í ágúst 2018 fjögurra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu sem staðfestur var í Landsrétti ári síðar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot og hótanir í garð þroskaskertra kvenna 55 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þinghald er lokað eins og tíðkast í kynferðisbrotamálum. 23. ágúst 2019 11:38 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku en hefur enn sem komið er ekki verið birtur á vef dómstólsins. Ákæran á hendur honum var í fimm liðum en ákærð brot voru framin á árunum 2014 til 2018. Þau voru margs konar og mörg kynferðisleg. Þar á meðal nauðganir en sömuleiðis hótanir um að drepa sjálfan sig eða birta nektarmyndir af konunum. Þá kom fram í ákærunni að hann hefði blekkt hann eina konuna um hver hann væri og fengið aðra til að taka peninga út úr hraðbanka fyrir sig. Þekkti allar konurnar Maðurinn þekkti allar konurnar og var meðvitaður um þroskaskerðingu þeirra, samkvæmt því sem fram kemur í ákæru. Hann mun þó ekki vera bundinn konunum fjölskylduböndum. Þá sætti hann um tíma nálgunarbanni gagnvart fimmtu konunni og barnungri dóttur hennar. Einkaréttakrafa kvennanna fjögurra hljóðaði upp á tíu milljónir króna samanlagt. Þinghald í málinu var lokað en samkvæmt heimildum fréttastofu var hann dæmdur í sex ára fangelsi fyrir brot sín. Stór hluti af meðferð málsins snerist um að leggja mat á sakhæfi mannsins. Svo fór að héraðsdómur mat hann sakhæfan og dæmdi til fyrrnefndrar refsingar. Jón Bjarni Kristjánsson, verjandi mannsins, segir í samtali við fréttastofu að dómnum verði áfrýjað til Landsréttar. Kynferðisbrot í bílum og á salerni Vísir fjallaði um ásakanirnar yfir manninum sem fram komu í ákærunni á sínum tíma. Var meðal annars um að ræða kynferðisbrot í bíl í Heiðmörk og salerni í Holtagörðum gagnvart einni konunni. Hann var ákærður fyrir að beita aðra konu blekkingum, fá hana til að senda sér kynferðislegar myndir og hóta henni að birta þær. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti í bifreið árið 2015 eða 2016 nýtt sér yfirburði og aðstöðumun gegn tveimur þroskaskertum konum og brotið kynferðislega á þeim. Þetta er í annað skiptið á fjórum árum sem dæmt er í kynferðisbrotamálum gegn þroskaskertum konum. Bocciaþjálfari á Akureyri hlaut í ágúst 2018 fjögurra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu sem staðfestur var í Landsrétti ári síðar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot og hótanir í garð þroskaskertra kvenna 55 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þinghald er lokað eins og tíðkast í kynferðisbrotamálum. 23. ágúst 2019 11:38 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot og hótanir í garð þroskaskertra kvenna 55 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þinghald er lokað eins og tíðkast í kynferðisbrotamálum. 23. ágúst 2019 11:38