Vaktin: Pútín fangelsar þá sem dreifa „falsfréttum“ Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 25. mars 2022 15:00 Rússneskir hermenn við Maríupól. Getty Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskur herforingi sagði í dag að Rússar hefðu að mestu náð markmiðum sínum í Úkraínu og ætluðu að einbeita sér að Donbas-héraði. Hann sagði sömuleiðis að minnst fjórtán þúsund úkraínskir hermenn hefðu verið felldir og minnst sextán þúsund særðir. Rússneski herinn viðurkenndi í dag að 1.351 hermaður hafði fallið í Úkraínu. Embættismenn í Vesturlöndum áætla að frá sjö til fimmtán þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum. Úkraínski herinn segja að skipið sem Úkraínumenn eyðilögðu við höfnina í Berdyansk í gær hafi ekki verið Orsk, eins og áður var talið, heldur skipið Saratov. Þá hafi tvö önnur lendingaskip, Caesar Kunikov og Novocherkassk, skemmst. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var harðorður þegar hann ávarpaði leiðtoga Evrópusambandsins í gær. Hann sagði Úkraínumenn þakkláta en ef vesturveldin hefðu gripið til fyrirbyggjandi aðgerða hefði Pútín líklega ekki ráðist inn í Úkraínu. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og núverandi varaformaður rússneska öryggisráðsins, segir „kjánalegt“ að halda að viðskiptaþvinganir muni hafa áhrif á ákvarðanatöku stjórnvalda í Moskvu. Athafnamenn hafi engin áhrif á stjórnvöld. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun í dag heimsækja Pólland og ferðast allt að 80 kílómetra frá landamærunum að Úkraínu. Þá mun hann lenda í Varsjá í kvöld. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskur herforingi sagði í dag að Rússar hefðu að mestu náð markmiðum sínum í Úkraínu og ætluðu að einbeita sér að Donbas-héraði. Hann sagði sömuleiðis að minnst fjórtán þúsund úkraínskir hermenn hefðu verið felldir og minnst sextán þúsund særðir. Rússneski herinn viðurkenndi í dag að 1.351 hermaður hafði fallið í Úkraínu. Embættismenn í Vesturlöndum áætla að frá sjö til fimmtán þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum. Úkraínski herinn segja að skipið sem Úkraínumenn eyðilögðu við höfnina í Berdyansk í gær hafi ekki verið Orsk, eins og áður var talið, heldur skipið Saratov. Þá hafi tvö önnur lendingaskip, Caesar Kunikov og Novocherkassk, skemmst. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var harðorður þegar hann ávarpaði leiðtoga Evrópusambandsins í gær. Hann sagði Úkraínumenn þakkláta en ef vesturveldin hefðu gripið til fyrirbyggjandi aðgerða hefði Pútín líklega ekki ráðist inn í Úkraínu. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og núverandi varaformaður rússneska öryggisráðsins, segir „kjánalegt“ að halda að viðskiptaþvinganir muni hafa áhrif á ákvarðanatöku stjórnvalda í Moskvu. Athafnamenn hafi engin áhrif á stjórnvöld. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun í dag heimsækja Pólland og ferðast allt að 80 kílómetra frá landamærunum að Úkraínu. Þá mun hann lenda í Varsjá í kvöld. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“