Innlent

Munu kjósa milli fjögurra nafna á sam­einuðu sveitar­fé­lagi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Reykjahlíð við Mývatn.
Frá Reykjahlíð við Mývatn. Vísir/Vilhelm

Íbúar Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit munu kjósa milli fjögurra tillagna að nafni á sameiginlegu sveitarfélagi í rafrænni skoðanakönnun í næsta mánuði. Valið stendur milli nafnanna Goðaþings, Laxársveitar, Suðurþings og Þingeyjarsveitar.

Helgi Héðinsson, sveitarsstjóri í Skútistaðahreppi, segir frá þessi í pistli til íbúa og að skoðanakönnunin fari fram dagana 4. til 19. apríl. Það verði svo á borði nýkjörinna fulltrúa í sameinuðu sveitarfélagi að taka endanlega ákvörðun um nafngiftina að kosningum loknum.

Helgi segir að undirbúningsstjórn sameinaðs sveitarfélags hafi farið yfir umsagnir örnefnanefndar um þær átta tillögur sem undirbúningsstjórn sendi nefndinni í febrúar. „Örnefnanefnd mælti með þremur heitum og hefur undirbúningsstjórnin ákveðið að þau heiti verði lögð fyrir íbúa í rafrænni skoðanakönnun í apríl, auk heitisins Þingeyjarsveit. Örnefnanefnd mælti ekki með fleirtölumynd heitisins.“

Þær tillögur sem sendar voru til örnefnanefndar til umsagnar voru Goðaþing, Þingeyjarsveitir, Laxárþing, Andaþing, Mýþing, Hraunborg, Suðurþing og Fossaþing.

Könnunin mun fara fram í samstarfi við betraisland.is, með sambærilegum hætti og hugmyndasöfnunin sem fór fram í febrúar. „Þátttakendur munu skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og mun þátttökuréttur verða bundinn við þá íbúa sveitarfélaganna sem hafa náð 16 ára aldri þann 10. mars sl. Skuggakosning mun fara fram meðal nemenda í grunnskólum sveitarfélaganna á næstu vikum og verður spennandi hvaða nafn verður hlutskarpast hjá unga fólkinu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×