Bréfberarnir í Neskaupstað afþakka farartæki og skokka með póstinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. mars 2022 14:01 Laufey Sigurðardóttir og Heiðrún Þorsteinsdóttir. Það er líf og fjör hjá starfsfólki Póstsins í Neskaupstað þar sem tekist hefur að samræma vinnu og heilnæman lífstíl á einstakan hátt. Bréfberarnir afþakka notkun farartækja í vinnunni en ganga eða skokka þess í stað með póstinn um bæinn að vetri sem sumri, sama hvernig viðrar. Um 1.500 manns búa í Neskaupstað. Gangan eða skokkið telur um tólf kílómetra á dag hjá bréfberunum Laufeyju Sigurðardóttur og Heiðrúnu Þorsteinsdóttur. „Lýðheilsa er mikilvægur þáttur hjá okkur. Við hugsum allar vel um heilsuna, bæði hvað varðar hreyfingu og mataræði. Mataræðið hefur áhrif á orkustigið og margir upplifa orkuleysi eftir að tæta í sig sætabrauð eða súkkulaði í vinnunni. Þess vegna veljum við poppkorn og harðfisk fram yfir kökur, kex eða súkkulaði á kaffistofunni. Nýlega höfum við svo tekið upp á því að fá okkur frekar te en kaffi,” segir Hafdís Þóra Ragnarsdóttir, afgreiðlustjóri Póstsins í Neskaupstað. Laufey Sigurðardóttir, Þórunn Björg Halldórsdóttir og Hafdís Þóra Ragnarsdóttir starfa á pósthúsinu í Neskaupstað og hefur tekist að samræma vinnu og heilnæman lífstíl á einstakan hátt. Hafdís segir að bréfberarnir Laufey og Heiðrún líti á starf sitt sem hluta af daglegri hreyfingarútínu. „Þeim finnst alltaf gaman að koma í vinnuna og þær hlakka til að mæta og taka sinn göngutúr eða skokk með póstinn. Með þessum lífstíl og hugarfari eru fáir veikindadagar á pósthúsinu hér í bænum. Starfsumhverfið er mjög hvetjandi og hérna eru allir jákvæðir og glaðir alla daga sem smitar út frá sér til viðskiptavina," segir Hafdís. Bréfberarnir Laufey Sigurðardóttir og Heiðrún Þorsteinsdóttir búnar að klæða sig í kuldagallann og tilbúnar að skokka með póstinn um bæinn. Fjarðabyggð Heilsa Pósturinn Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Sjá meira
Um 1.500 manns búa í Neskaupstað. Gangan eða skokkið telur um tólf kílómetra á dag hjá bréfberunum Laufeyju Sigurðardóttur og Heiðrúnu Þorsteinsdóttur. „Lýðheilsa er mikilvægur þáttur hjá okkur. Við hugsum allar vel um heilsuna, bæði hvað varðar hreyfingu og mataræði. Mataræðið hefur áhrif á orkustigið og margir upplifa orkuleysi eftir að tæta í sig sætabrauð eða súkkulaði í vinnunni. Þess vegna veljum við poppkorn og harðfisk fram yfir kökur, kex eða súkkulaði á kaffistofunni. Nýlega höfum við svo tekið upp á því að fá okkur frekar te en kaffi,” segir Hafdís Þóra Ragnarsdóttir, afgreiðlustjóri Póstsins í Neskaupstað. Laufey Sigurðardóttir, Þórunn Björg Halldórsdóttir og Hafdís Þóra Ragnarsdóttir starfa á pósthúsinu í Neskaupstað og hefur tekist að samræma vinnu og heilnæman lífstíl á einstakan hátt. Hafdís segir að bréfberarnir Laufey og Heiðrún líti á starf sitt sem hluta af daglegri hreyfingarútínu. „Þeim finnst alltaf gaman að koma í vinnuna og þær hlakka til að mæta og taka sinn göngutúr eða skokk með póstinn. Með þessum lífstíl og hugarfari eru fáir veikindadagar á pósthúsinu hér í bænum. Starfsumhverfið er mjög hvetjandi og hérna eru allir jákvæðir og glaðir alla daga sem smitar út frá sér til viðskiptavina," segir Hafdís. Bréfberarnir Laufey Sigurðardóttir og Heiðrún Þorsteinsdóttir búnar að klæða sig í kuldagallann og tilbúnar að skokka með póstinn um bæinn.
Fjarðabyggð Heilsa Pósturinn Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Sjá meira