Sterkari í sameinaðri rödd Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 24. mars 2022 14:01 Samstarf Norðurlanda er eitt umfangsmesta og elsta svæðasamstarf í heimi og hefur metnað til þess að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Það á rætur sínar að rekja aftur til 1952 sem gerir þetta 70. samstarfsárið. Ísland hefur við verið hluti af samstarfinu frá upphafi og á 7 fulltrúa í ráðinu. Ráðið skipa 87 þingmenn frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Svíþjóð, Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Norðurlöndin mynda saman ellefta stærsta efnahagssvæði heimsins og hefur tekist að sníða velferðarkerfin sín að hnattrænu hafkerfi. Reynslan hefur sýnt að þegar Norðurlöndin stíga samstillt skref og eru sameinuð rödd þá hlustar alþjóðasamfélagið. Svo margt áunnist Það er svo margt sem hefur áunnist á þessum tíma, en vinnumarkaður á Norðurlöndunum hefur verið opinn og frjáls í rúmlega 60 ár og Norðurlandabúar hafa getað flutt sig á milli þeirra óhindrað. Norðurlöndin leggja öll sem eitt mikið upp úr því að skapa börnum og ungmennum tækifæri til framhaldsnáms hvarvetna á Norðurlöndunum. Vegna þessa eru Norðurlandabúar m.a. meðal þeirra best menntuðu í heimi. Lögð er áhersla á samstarf um rannsóknir, bæði innan Norðurlandanna og með alþjóðlegum samstarfsaðilum t.d. í loftslagsmálum. Þá stöndum við fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnrétti og það hefur átt stóran þátt í því að skapa hagsæld á vinnumarkaði Norðurlandanna. Atvinnuþátttaka kvenna er ein sú hæsta í heiminum og svo höfum við skapað góðar aðstæður fyrir feður til að fara í fæðingarorlof í auknum mæli. Samvinnan er besta leiðin í krísustjórnun Í marbreytilegu samfélagi þjóða höfum við séð að sterkt og traust bandalag ríkja er ekki sjálfsagt. Því skiptir miklu máli að við stöndum þétt vörð um samstarfið og metum það sem samstarfið hefur haft fram að færa fyrir íslenskt samfélag og Norðurlöndin öll. Samstarfið byggir á gömlum og sterkum grunni sem við eflum með því að tryggja öflug og upplýsandi samskipti. Á þemaþingi Norðurlandaráðs þann 21. mars s.l., var innrás Rússneskra yfirvalda í Úkraínu helst til umræðu ásamt afleiðingum stríðsins. Það hefur haft áhrif á allar ákvarðanir bæði Norðurlandaráðs og norrænna ríkja, en það er aðeins dropi í hafinu til samræmis við þær hörmulegu afleiðingar sem úkraínska þjóðin þarf að þola um þessar mundir. Það skiptir máli að við séum með opin augun fyrir þeim hörmungum sem eiga sér stað. Þau sem koma verst út úr innrásinni eru fatlað fólk, konur, börn og aldraðir. Skilaboðin bæði frá íslenskum yfirvöldum og frá norrænum ríkjum eru skýr, en fordæmingin á hrottalega og tilgangslausa innrás í Úkraínu er algjör! Þetta hefur vakið okkur til umhugsunar og sýnt okkur að aukið milliríkjasamstarf um almannavarnir er nauðsynlegt. Tilmæli Norðurlandaráðs eru m.a. þau að við stofnum norræna almannavarnarsveit og að við leggjum upp með tilraunaverkefni um sameiginlegt útboð á bóluefni ásamt því að möguleikinn á sameiginlegum viðbúnaðarbirgðum verði kannaður. Sömuleiðis var lagt til að stofnað yrði sérstakt ráðherraráð um innviðamál landanna. Með tilmælum Norðurlandaráðs hvetur ráðið norrænar ríkisstjórnir til að fylgja eftir tillögum svokallaðrar „Enestam“ skýrslu, sem fjallar um almannavarnir í Norðurlöndunum. Samvinna er eftir allt besta leiðin til að takast á við krísur og það höfum við Íslendingar svo sannarlega séð að undanförnu, en aðra eins samstöðu höfum við sjaldan séð og það skiptir öllu máli. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fulltrúi í Íslandsdeild Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Utanríkismál Norðurlandaráð Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Samstarf Norðurlanda er eitt umfangsmesta og elsta svæðasamstarf í heimi og hefur metnað til þess að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Það á rætur sínar að rekja aftur til 1952 sem gerir þetta 70. samstarfsárið. Ísland hefur við verið hluti af samstarfinu frá upphafi og á 7 fulltrúa í ráðinu. Ráðið skipa 87 þingmenn frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Svíþjóð, Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Norðurlöndin mynda saman ellefta stærsta efnahagssvæði heimsins og hefur tekist að sníða velferðarkerfin sín að hnattrænu hafkerfi. Reynslan hefur sýnt að þegar Norðurlöndin stíga samstillt skref og eru sameinuð rödd þá hlustar alþjóðasamfélagið. Svo margt áunnist Það er svo margt sem hefur áunnist á þessum tíma, en vinnumarkaður á Norðurlöndunum hefur verið opinn og frjáls í rúmlega 60 ár og Norðurlandabúar hafa getað flutt sig á milli þeirra óhindrað. Norðurlöndin leggja öll sem eitt mikið upp úr því að skapa börnum og ungmennum tækifæri til framhaldsnáms hvarvetna á Norðurlöndunum. Vegna þessa eru Norðurlandabúar m.a. meðal þeirra best menntuðu í heimi. Lögð er áhersla á samstarf um rannsóknir, bæði innan Norðurlandanna og með alþjóðlegum samstarfsaðilum t.d. í loftslagsmálum. Þá stöndum við fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnrétti og það hefur átt stóran þátt í því að skapa hagsæld á vinnumarkaði Norðurlandanna. Atvinnuþátttaka kvenna er ein sú hæsta í heiminum og svo höfum við skapað góðar aðstæður fyrir feður til að fara í fæðingarorlof í auknum mæli. Samvinnan er besta leiðin í krísustjórnun Í marbreytilegu samfélagi þjóða höfum við séð að sterkt og traust bandalag ríkja er ekki sjálfsagt. Því skiptir miklu máli að við stöndum þétt vörð um samstarfið og metum það sem samstarfið hefur haft fram að færa fyrir íslenskt samfélag og Norðurlöndin öll. Samstarfið byggir á gömlum og sterkum grunni sem við eflum með því að tryggja öflug og upplýsandi samskipti. Á þemaþingi Norðurlandaráðs þann 21. mars s.l., var innrás Rússneskra yfirvalda í Úkraínu helst til umræðu ásamt afleiðingum stríðsins. Það hefur haft áhrif á allar ákvarðanir bæði Norðurlandaráðs og norrænna ríkja, en það er aðeins dropi í hafinu til samræmis við þær hörmulegu afleiðingar sem úkraínska þjóðin þarf að þola um þessar mundir. Það skiptir máli að við séum með opin augun fyrir þeim hörmungum sem eiga sér stað. Þau sem koma verst út úr innrásinni eru fatlað fólk, konur, börn og aldraðir. Skilaboðin bæði frá íslenskum yfirvöldum og frá norrænum ríkjum eru skýr, en fordæmingin á hrottalega og tilgangslausa innrás í Úkraínu er algjör! Þetta hefur vakið okkur til umhugsunar og sýnt okkur að aukið milliríkjasamstarf um almannavarnir er nauðsynlegt. Tilmæli Norðurlandaráðs eru m.a. þau að við stofnum norræna almannavarnarsveit og að við leggjum upp með tilraunaverkefni um sameiginlegt útboð á bóluefni ásamt því að möguleikinn á sameiginlegum viðbúnaðarbirgðum verði kannaður. Sömuleiðis var lagt til að stofnað yrði sérstakt ráðherraráð um innviðamál landanna. Með tilmælum Norðurlandaráðs hvetur ráðið norrænar ríkisstjórnir til að fylgja eftir tillögum svokallaðrar „Enestam“ skýrslu, sem fjallar um almannavarnir í Norðurlöndunum. Samvinna er eftir allt besta leiðin til að takast á við krísur og það höfum við Íslendingar svo sannarlega séð að undanförnu, en aðra eins samstöðu höfum við sjaldan séð og það skiptir öllu máli. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fulltrúi í Íslandsdeild Norðurlandaráðs.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar