Ragnar Þór segist ætla að selja eitt sumarhús VR með afslætti Jakob Bjarnar skrifar 24. mars 2022 10:44 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tjári sig um sölu á Íslandsbanka og telur það vera spillingu Vísir/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist hafa tekið ákvörðun um að selja eitt sumarhús í eigu VR á 35 milljónir. Gangvirði eða ásett verð nákvæmlega eins sumarhúsa, í sama hverfi, er um 40 milljónir. „Ég set hann í sölu eftir miðnætti í kvöld og verð búinn að ganga frá sölunni í fyrramálið, áður en félagsmenn vakna. Aðeins þröngur hópur fólks, sem ég þekki vel, fær að bjóða í húsið,“ segir Ragnar í pistli á Facebook-síðu sinni. Og þarna má lesendum ljóst vera að um er að ræða paródíu á sölu hlutar í Íslandsbanka í gær; gagnrýni á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Ragnar hefur áður tjáð sig um söluna og telur hana spillta. Ragnar heldur áfram, segir koma fullt af tilboðum og mörg þeirra langt yfir 40 milljónir. En hann taki samt ákvörðun um að selja bara á 35 milljónir. „Ég réttlæti bara vitleysuna og spillinguna með því að benda á aðra verri, því nóg er af taka í þeim samanburði. Ég kalla þetta bara afslátt og það frekar lítinn afslátt því ég seldi nákvæmlega eins hús á 25 milljónir fyrir 10 mánuðum síðan og komst ekki bara upp með það heldur fékk ég verðlaun fyrir þau viðskipti.“ Ragnar segist ætla að leyfa lífeyrissjóði að kaupa eitt eða tvö herbergi svo það líti út fyrir að félagsmenn sjálfir séu að græða. Og einhver spyrji hann svo út í afsláttinn þá segi hann bara að hann vildi kaupanda sem ætlaði að búa lengi í húsinu. „Eins og ég gerði þegar ég seldi hitt húsið á 25 millur, þó þeir hafi nú selt og flutt út eftir 3 daga þá eru félagsmenn okkar svo fljótir að gleyma. Nú eru húsin metin á 44 milljónir og allir sáttir,“ segir Ragnar og setur inn táknkall til marks um að sér sé ekki alvara. Um er að ræða háðsádeilu. Og spyr svo: „Ef þetta væri satt væri mér þá stætt á að sitja áfram sem formaður VR?“ Salan á Íslandsbanka Samfélagsmiðlar Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira
„Ég set hann í sölu eftir miðnætti í kvöld og verð búinn að ganga frá sölunni í fyrramálið, áður en félagsmenn vakna. Aðeins þröngur hópur fólks, sem ég þekki vel, fær að bjóða í húsið,“ segir Ragnar í pistli á Facebook-síðu sinni. Og þarna má lesendum ljóst vera að um er að ræða paródíu á sölu hlutar í Íslandsbanka í gær; gagnrýni á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Ragnar hefur áður tjáð sig um söluna og telur hana spillta. Ragnar heldur áfram, segir koma fullt af tilboðum og mörg þeirra langt yfir 40 milljónir. En hann taki samt ákvörðun um að selja bara á 35 milljónir. „Ég réttlæti bara vitleysuna og spillinguna með því að benda á aðra verri, því nóg er af taka í þeim samanburði. Ég kalla þetta bara afslátt og það frekar lítinn afslátt því ég seldi nákvæmlega eins hús á 25 milljónir fyrir 10 mánuðum síðan og komst ekki bara upp með það heldur fékk ég verðlaun fyrir þau viðskipti.“ Ragnar segist ætla að leyfa lífeyrissjóði að kaupa eitt eða tvö herbergi svo það líti út fyrir að félagsmenn sjálfir séu að græða. Og einhver spyrji hann svo út í afsláttinn þá segi hann bara að hann vildi kaupanda sem ætlaði að búa lengi í húsinu. „Eins og ég gerði þegar ég seldi hitt húsið á 25 millur, þó þeir hafi nú selt og flutt út eftir 3 daga þá eru félagsmenn okkar svo fljótir að gleyma. Nú eru húsin metin á 44 milljónir og allir sáttir,“ segir Ragnar og setur inn táknkall til marks um að sér sé ekki alvara. Um er að ræða háðsádeilu. Og spyr svo: „Ef þetta væri satt væri mér þá stætt á að sitja áfram sem formaður VR?“
Salan á Íslandsbanka Samfélagsmiðlar Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira